Dýralæknastofa Suðurnesja

Fyrsta gotið í 13 ár!Þessir gullmolar komu í heiminn 12. júlí 2025 og eru af frosnu sæði. Gotið er af tegundinni Lagotto...
18/07/2025

Fyrsta gotið í 13 ár!
Þessir gullmolar komu í heiminn 12. júlí 2025 og eru af frosnu sæði. Gotið er af tegundinni Lagotto Romagnolo, og við erum sérstaklega spennt að fylgjast með þeim vaxa og mótast – bæði í útliti og skapgerð.

Við erum djúpt þakklát fyrir þetta dýrmæta tækifæri og hlökkum til að fylgjast með þeim dafna. Innilegar hamingjuóskir til eigendanna!

🐶 Kennel Cough – Hósti í Hundum 🐾Hvað á ég að gera ef hundurinn minn er veikur?Kennel cough (eða smitandi hósti í hundum...
17/07/2025

🐶 Kennel Cough – Hósti í Hundum 🐾

Hvað á ég að gera ef hundurinn minn er veikur?

Kennel cough (eða smitandi hósti í hundum) er algeng og mjög smitandi öndunarfærasýking. Hún líkist kvefi eða flensu hjá fólki – oftast væg, en getur valdið meiri veikindum í sumum hundum.

📌 Einkenni sem þú ættir að fylgjast með:

Þurr og hvass hósti – oft eins og hundurinn sé að kafna
Hósti sem versnar við hreyfingu eða áreynslu
Slappleiki og minnkuð matarlyst
Nefrennsli eða vægur hiti

🛑 Ef hundurinn þinn sýnir þessi einkenni:

1. Haltu honum heima

Hundurinn ætti ekki að fara á hundasvæði, í pössun, snyrtingu eða hitta aðra hunda. Sýkingin smitast mjög auðveldlega!

2. Hafðu samband við dýralækni

Láttu dýralækni meta ástandið og hvort meðferð sé nauðsynleg. Komdu ekki með hundinn á dýralæknastofu nema þú hafir fengið það staðfest.

3. Forðastu snertingu við aðra hunda

Kennel cough smitast með úða, beinni snertingu og menguðum hlutum. Passaðu að skálar, leikföng, taumar og beisli séu ekki sameiginleg með öðrum hundum.

4. Fylgstu með bataferlinu

Í flestum tilfellum batna hundar sjálfir innan 2–3 vikna. Í sumum tilfellum getur þurft verkjalyf eða hitalækkandi lyf – allt eftir mati dýralæknis.

5. Gefðu hundinum ró og hvíld

Hann ætti að hvílast á rólegum og hlýjum stað. Forðastu hávaða og mikla hreyfingu sem getur aukið hóstatíðni. Þegar hann er orðinn einkennalaus má smám saman hefja venjulega rútínu og umgengni við aðra hunda á ný.

Sýnum tillitssemi – verndum bæði okkar hunda og aðra! 🐾

Tímabundnar breytingar vegan tímabókana.Starfsfólk Dýralæknastofu Suðurnesja er nú að undirbúa að taka í notkun nýtt afg...
22/04/2025

Tímabundnar breytingar vegan tímabókana.

Starfsfólk Dýralæknastofu Suðurnesja er nú að undirbúa að taka í notkun nýtt afgreiðslukerfi sem m.a. inniheldur sérstakt tímabókunarkerfi. Þetta mun hafa í för með sér að ekki verður lengur notast við Noona fyrir tímabókanir og tekur það gildi nú þegar. Þetta mun þó ekki hafa áhrif á þær bókanir sem þegar hafa verið gerðar.
Reiknað er með að nýja afgreiðslukerfið verði tekið í notkun þann 21. maí n.k. og í millitíðinni mun fyrirkomulagið við tímabókanir verða sem hér segir:

Bóka tíma í síma 421-0042 á virkum dögum frá kl. 9:00–12:30 og 13:00–16:00 og á laugardögum frá 10:00–13:00.

Senda tölvupóst á dskef@dskef.is

Senda fyrirspurn í gegnum heimasíðu stofunnar ( www.dskef.is) en þar er að finna almennar upplýsingar um starfsemi stofunnar.

Á Dýralæknastofu Suðurnesja bjóðum við upp á alla almenna dýralæknisþjónustu, heilbrigðisskoðun og bólusetningar/ormahreinsanir og meðhöndlun veikra og slasaðra dýra.

05.02.2025 Rauð veður viðvörunVið opnun aftur 06.02.2025
05/02/2025

05.02.2025 Rauð veður viðvörun
Við opnun aftur 06.02.2025

Dýralæknastofa Suðurnesja hefur á undanförnum árum endurnýjað ýmsan tækjabúnað og nýlega var fjárfest í nýjum og glæsile...
29/01/2025

Dýralæknastofa Suðurnesja hefur á undanförnum árum endurnýjað ýmsan tækjabúnað og nýlega var fjárfest í nýjum og glæsilegum röntgenbúnaði. Myndgreining er lykilatriði í greiningum ýmissa sjúkdóma og áverka og erum við sérstaklega ánægð með að geta bætt þjónustuna við skjólstæðinga okkar með þessum hætti.

20/01/2025

UPPFÆRT: EIGANDINN ER FUNDINN
UPDATE: THE OWNER WAS FOUND

-----

Gráan kött (líklega fress) fannst dáinn hjá Reykjanesbraut
(vestan við Njarðvík, norðan Ásbrúar) 😿
Engin örmerki fannst.
Hann er núna á Dýralæknastofa Suðurnesja og vonum við að eigandinn finnist og getur kveðjað hann.
Mynd sem sýnir litinn á hárinu er hér að neðan í athugasemdahlutanum...
A grey cat (likely male) was found dead on Reykjanesbraut (west of Njarðvík, north of Ásbrú).
No microchip was found.
He is now at the Veterinary Clinic and we hope that the owner will be found and can say goodbye to him.
A photo showing the color of the fur is below, in the comments section.

16/01/2025

‼️PLATINUM VetActive‼️

📢Það gleður okkur að tilkynna að nú er hægt að versla VetActive fóðrið frá Platinum inná heimasíðunni okkar www.platinum.is ! Einnig er hægt að nálgast fóðrið á Dýralæknastofa Suðurnesja og á allra næstu dögum einnig hjá Dekurdýrum og Hundasnyrtistofan Fía Sól . Fylgist með á facebook og instagram í vikunni, þar sem við munum kynna ykkur vel fyrir hverju fóðri fyrir sig📢

🐖VetActive Hypoallergenic Iberico
✅Fyrir hunda með ofnæmi og matarnæmni.

🐓VetActive Light Chicken
✅Fyrir hunda sem þjást af offitu eða brisvandamáli.

🐔VetActive Senior Chicken
✅Fyrir eldri hunda.

🦃VetActive Sensitive Turkey
✅Fyrir hunda með viðkvæma meltingu.

Núna á mánudaginn 06.01.2025 verður lokað hjá okkur vegna vörutalningar.
03/01/2025

Núna á mánudaginn 06.01.2025 verður lokað hjá okkur vegna vörutalningar.

Nýtt ár, ný tækifæri! Takk fyrir það liðna ⭐️
27/12/2024

Nýtt ár, ný tækifæri! Takk fyrir það liðna ⭐️

Gleðilega hátíð 🎄
23/12/2024

Gleðilega hátíð 🎄

18/12/2024

Er hundurinn þinn smeykur við mannamót eða flugelda? 🎆

Royal Canin CALM getur hjálpað hundinum þínum á náttúrulegan hátt að líða betur yfir krefjandi tímabil 😴

Eftirfarandi stofur bjóða viðskiptavinum sínum afslátt af fóðrinu fram til áramóta: 👇

Dýralæknastofa Reykjavíkur
Dýralæknaþjónusta Kópavogs
Dýralæknastofa Suðurnesja
Dýraspítalinn Garðabæ
Gæludýraklíníkin

Petit basset griffon vendéen hvolpar!Ótrúlega skemmtilegt að segja frá því að það var tekið sæði úr íslenskum rakka og þ...
17/12/2024

Petit basset griffon vendéen hvolpar!

Ótrúlega skemmtilegt að segja frá því að það var tekið sæði úr íslenskum rakka og því var fryst og sent til finnlands. Tíkin varð hvolpafull og átti 6 gullfallega hvolpa ❤️

Það getur verið viðkvæmt og krefjandi ferli að frysta sæði og þá sérstaklega skemmtilegt þegar það gekk svona vel!

Address

Fitjabakki 1B
Keflavík
260

Opening Hours

Monday 08:30 - 16:30
Tuesday 08:30 - 16:30
Wednesday 08:30 - 16:30
Thursday 08:30 - 16:30
Friday 08:30 - 16:30
Saturday 10:00 - 13:00

Telephone

+3544210042

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Dýralæknastofa Suðurnesja posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Dýralæknastofa Suðurnesja:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category