Hestatannlæknirinn ehf - Sonja Líndal

Hestatannlæknirinn ehf - Sonja Líndal Sonja er dýralæknir og reiðkennari. Hún stundar nám í sérhæfðum hestatannlækningum en hefu

Þessarri síðu er ætlað að auka upplýsingaflæði, fróðleik og áhuga á meinum sem geta leynst í tönnum og munni hestsins.

Á hverju hausti hugsa ég um það hversu galið það í raun og veru er, að ætla að leggja grunninn að góðu taumsambandi í fr...
29/09/2022

Á hverju hausti hugsa ég um það hversu galið það í raun og veru er, að ætla að leggja grunninn að góðu taumsambandi í frumtamningunni á sama tíma og tryppin eru að ganga í gegnum tannskipti. Og þar að auki, mörg hver með úlftennur líka.

Á fyrri myndinni má sjá hvernig gröfturinn lekur undan mjólkurtönninni sem er númer tvö í röðinni. Á fremsta jaxlinum má sjá hvernig varanlegi jaxlinn er farinn að gægjast og mjólkurtönnin þarf að fara að hypja sig svo hún hafi ekki varanleg áhrif á legu nýju tannarinnar. Þar fyrir framan er svo lítil úlftönn. Þessi sýn er algeng. Þetta er ekki einhver sjaldséður hvítur hrafn, eins og sumt sem ég sýni hér á síðunni. Eftir að hafa farið í gegnum þrjú tryppi og tekið það sem er að valda óþægindum akkurat í augnablikinu varð til þessi fína hrúga sem sjá má á mynd númer tvö.

Nú eru margir farnir að frumtemja tryppin sín og því fylgir gjarnan úlftannatímabil fyrir dýralækna. Það er óalgengt, en...
27/09/2022

Nú eru margir farnir að frumtemja tryppin sín og því fylgir gjarnan úlftannatímabil fyrir dýralækna. Það er óalgengt, en kemur þó fyrir, að úlftennur komi fram í neðri góm líkt og á þessu tryppi. Til allrar hamingu hafði þetta tryppi aldrei fengið upp í sig beisli! Grönn tannrótin hefði án efa valdið hrossinu sársauka og vandkvæðum við að læra á beislið ef mélin hefðu brotið ofan af tönninni og rótin orðið eftir, eða þá ef að mélin hefðu verið að nuddast í viðkvæma úlftönnina við hverja taumábendingu.

Hestatannlæknirinn er hluti af teymi isoonline.is! Mæli með að gerast áskrifandi! Mikil fræðsla fyrir sanngjarnt gjald. ...
09/08/2021

Hestatannlæknirinn er hluti af teymi isoonline.is! Mæli með að gerast áskrifandi! Mikil fræðsla fyrir sanngjarnt gjald. Nýtt myndband í hverri viku.

Hestatannlæknirinn ehf - Sonja Líndal mælir með Stübben Golden Wings mélunum.
27/04/2021

Hestatannlæknirinn ehf - Sonja Líndal mælir með Stübben Golden Wings mélunum.

Þetta hross á 6.vetur var með karíusskemmd í jaxli sem var búinn að éta sig inn í pulpur (þar sem taugar og blóðrás eru)...
18/04/2021

Þetta hross á 6.vetur var með karíusskemmd í jaxli sem var búinn að éta sig inn í pulpur (þar sem taugar og blóðrás eru) og þær orðnar líflausar (hvítar litlar örvar á hvítum blettum sem ættu öllu venjulegu að vera svartir). Stóra hvíta örin bendir á sprungu sem gefur til kynna að með aðeins meiri tíma hefði stór hluti tannarinnar að öllum líkindum brotnað af. Röntgenmyndin fylgir með fyrir áhugasama en hún sýnir greinilega tannrótarsýkingu.
Það sem mér finnst einna áhugaverðast við þetta tilfelli er að ég skoðaði hestinn líka fyrir ári síðan og þá var ekkert sem benti sérstaklega til þess að svona myndi fara.

Aðgerð dagsins var með snúnara móti. Það var ekki mikið tak á henni þessari.
19/02/2021

Aðgerð dagsins var með snúnara móti. Það var ekki mikið tak á henni þessari.

15/02/2021

Er ekki alveg kjörið að hlusta á einn góðan hlaðvarpsþátt núna? 😉 Einnig aðgengilegur á Spotify 😃

Tíundi þátturinn af Á Kaffistofunni er nú kominn í loftið en þættirnir eru samvinnuverkefni Arnars Bjarka Sigurðarsonar, Hjörvars Ágústssonar og Eiðfaxa. Viðmælendur þáttarstjórnandans síkáta, Hjörvars Ágústssonar, að þessu sinni eru tveir fagmenn á sínu sviði þau Sonja...

Tannpína í hrossum getur verið svo lúmsk. Eina sem sjáanlegt var í munni þessa hests var að sakleysislegt horn var broti...
23/01/2021

Tannpína í hrossum getur verið svo lúmsk. Eina sem sjáanlegt var í munni þessa hests var að sakleysislegt horn var brotið af þessari framtönn (fyrri myndin). Við nánari skoðun Hestatannlæknisins kom í ljós að ekki var allt með felldu. Þegar tönnin var svo tekin úr sýndi það sig að ástandið var jafnvel enn verra en haldið var í fyrstu eins og bersýnilega má sjá á seinni myndinni.

12/01/2021

Fyrir 10 dögum síðan kom til mín 16 vetra ræktunarhryssa sem skyndilega hafði fallið í holdum og var orðin verulega tekin. Hún týndi uppí sig há og fóðurbæti en fóðurinntakan var langt frá því að vera viðunandi. Hún fór heim tveimur jöxlum fátækari en batavoninni ríkari.

Mér til mikillar ánægju fékk ég fréttir af merinni í dag. Lýsing eiganda:
“Hún er svo glöð og hleypur um eins og ungur foli. Lítið sem minnir á þessa döpru hryssu sem við komum með til þín fyrir 10 dögum.
Þetta er algjört kraftaverk! Hún hefði ekki haft veturinn af nema að fara í þessa aðgerð. Og ég er svo þakklát! Það var dásamlegt að sjá hana í dag. Hún var með rassinn upp í loft og var að leika sér. Hefur endurheimt lífsvilja og gleði ❤”

Ég er þakklát fyrir þessa endurgjöf. Svona sögur hlýja mér um hjartaræturnar og hvetja mig áfram í starfi. 🥰

Sat mjög áhugahvetjandi námskeið í dag fyrir hestatannlækna, um fyllingar í hestatennur. Rosalega gott að svala aðeins þ...
07/01/2021

Sat mjög áhugahvetjandi námskeið í dag fyrir hestatannlækna, um fyllingar í hestatennur. Rosalega gott að svala aðeins þorstanum fyrir meiri þekkingu enda hefur hestatannlæknanámið mitt og allar ráðstefnur legið niðri. Í minni framtíðarsýn mun ég bjóða upp á þessa þjónustu á Íslandi! Ég hlakka til.

Þetta unga hross var óheppið. Bráða bólga á nefinu hægra megin vakti upp grunsemdir um tannrótarsýkingu. Þær grunsemdir ...
16/10/2020

Þetta unga hross var óheppið. Bráða bólga á nefinu hægra megin vakti upp grunsemdir um tannrótarsýkingu. Þær grunsemdir reyndust á rökum reistar og eftir staðfestingu með röntgenmyndatöku fékk tönnin að fjúka. Hrossið er á góðum batavegi og vonandi getur það haldið áfram sínu tamningaferli áður en langt um líður.

Tannpínurnar leynast víða. Hefðbundin tannheilbrigðisskoðun Hestatannlæknisins leiddi þessa ónýtu tönn í ljós. Það var s...
04/09/2020

Tannpínurnar leynast víða. Hefðbundin tannheilbrigðisskoðun Hestatannlæknisins leiddi þessa ónýtu tönn í ljós. Það var semsagt engin bráða breyting á hrossinu sem varð til þess að sótt var til dýralæknis, þó svo að ýmis einkenni mætti tína til þegar vitneskjan um tannpínuna lá fyrir. Við fyrstu sýn var tönnin ekki svo afbrigðileg að sjá, þar sem hún skagaði ekki út í loftið né var hún með tannbrodda. En þegar betur var að gáð mátti sjá sprungu í glerungnum og skemmd á rótargangi (pulp). Merki voru um fistil, sem gerði ígerðinni kleift að bobbla upp á yfirborðið og þar af leiðandi létta á verknum fyrir hrossinu sem er sennilega ástæðan fyrir því að það var búið að finna leið til að lifa með þessu. En mikið ofboðslega held ég að hrossið sé fegið að vera orðið laust við þessa tönn. Það voru meira að segja fóðurrestar inní tönninni, enda reyndist hún vera í tveimur hlutum þegar hún var dregin úr 😳🐴🦷💉😷☺️

Það eru ekki allir jafn heppnir með “stell” 😬👉🏻Geta hestar lifað með þessu? Já. Hestar elska að borða og finna leið, en ...
26/08/2020

Það eru ekki allir jafn heppnir með “stell” 😬
👉🏻Geta hestar lifað með þessu? Já. Hestar elska að borða og finna leið, en mynda yfirleitt misslit á jöxlum líka og því þurfa þessi hross reglulegt eftirlit.
👉🏻Geta svona hestar verið til reiðar? Já, með reglulegu eftirliti dýralæknis á að vera hægt að koma í veg fyrir að þeir finni til vegna þessa og þannig er stuðlað að velferð hestsins.
👉🏻Eru svona hross til undaneldis? Mæli ekki með því

15/08/2020

Fjölbreytileikinn er mikill hjá hrossunum eins og okkur mannverunum. Þessi hestur er með óvenjulega innri hlið á munnvikjunum beggja vegna. Allt eðlilegt og engin sýking þarna, hann er bara með svona “vasa” 😆

Þvílíkur munur að vinna við öruggar og góðar aðstæður. Þarna verða margar tennur skoðaðar 😁 Ég er svo ánægð með nýja bás...
25/07/2020

Þvílíkur munur að vinna við öruggar og góðar aðstæður. Þarna verða margar tennur skoðaðar 😁 Ég er svo ánægð með nýja básinn minn hér heima á Lækjamóti 🙏🏻

02/05/2020

Endilega horfið á myndbandið til enda.
Það er mikilvægt að hafa það hugfast að flestir íslenskir hestar eru sérfræðingar í því að fela sársauka. Eins og til dæmis þessi, sem fóðrast vel og sýndi engin sérstök merki þess að vera verkjaður þó hann væri kannski eitthvað aðeins leiðinlegri í beisli en hann er vanur. En það getur ekki annað verið en að þetta hafi verið sársaukafullt, þegar taugaendar eru berskjaldaðir með þessum hætti.

Það er mikilvægt að velja mélin rétt! Hestur sem “bryður” mélin, þ.e bítur í þau getur eyðilagt í sér tennurnar! Ég veit...
17/03/2020

Það er mikilvægt að velja mélin rétt! Hestur sem “bryður” mélin, þ.e bítur í þau getur eyðilagt í sér tennurnar! Ég veit um mörg tannpínudæmi með uppruna í röngu mélavali, eða að hesturinn kann ekki að bera mélin rétt. Endilega lesið greinina sem hestamennska.is tók saman eftir viðtal við mig 🙂

FróðleikurHesturinnHestaheilsaReiðtygiViðtalið Algengustu mistökin eru að nota of löng mél Brotist í gegnum „mélafrumskóginn“ með Sonju Líndal Þórisdóttur hestatannlækni Eftir Ásdís Haraldsdóttir - 16/03/2020 159 Hvernig mél passa fyrir hestinn minn? ©asdishar Líklegt er ...

Fjórir fyrirlestrar framundan um tannheilbrigði og beislabúnað. Er að yfirfara efnið. Vonandi sjá sem flestir sér fært a...
20/01/2020

Fjórir fyrirlestrar framundan um tannheilbrigði og beislabúnað. Er að yfirfara efnið. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. 🐴🦷🧠🤓👌🏻
Þriðjudagur 21.1 Hólar
Miðvikudagur 22.1 Sauðárkrókur
Miðvikudagur 29.1 Blönduós
Mánudagur 3.2 Fákur/Sprettur

Address

Lækjamót
531

Telephone

+3548668786

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hestatannlæknirinn ehf - Sonja Líndal posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hestatannlæknirinn ehf - Sonja Líndal:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category