06/01/2022
Heilsufar, andleg líðan og tíminn
Í þeim áreitum og ringulreið upplýsingasamfélags okkar, er gott að fara inná við og íhuga eigin líðan. Það getur verið auðvelt að detta inní ótta og ofurspennu sem veldur ójafnvægi og orkutapi. Hraðinn sem við lifum og allt það sem við krefjumst af okkur í daglegum verkefnum sem samfélag okkar stýrir, gæti verið spurningin um “ hverju get ég breytt ? Ef við frestum og gerum ekki neitt, getur illa farið.
Svefnvenjur og djúpsvefn; Slæmur svefn skaðar andlega og líkamlega heilsu og getur haft miður góðar afleingar. Þá er vert að taka málin í eigin hendur og gera breytingar. Svefninn endurnýjar, hreinsar og hleður inn orku fyrir næsta dag sem okkur er nauðsynlegt.
Best er að temja sér sama svefntíma, fara yfir daginn og þakka fyrir einhver 3 atriði. Setja sér það að vakna frískur og fagna næsta degi í þakklæti. Nota slökunaræfingar sem koma ró á huga og líkama, taka 10-20 mínútur í æfinguna. Síðar verður það ósjálfráð venja fyrir svefninn.
Tíminn er það eina sem við raun höfum að ráða yfir, hvernig verjum við honum ?
Gefðu þér tíma í sjálfsrækt á hverjum degi, eitthvað sem gleður þig um leið. Tíminn er þitt val að brjóta upp í einingar dagsins, hvað - hvenær hentar fyrir þig ! Það er enginn rammi á því hvað þú velur þér að gera.
Bara að einhver regla sé viðhöfð.
Orkan er dýrmæt auðlynd að næra. Heilnæm fæða, hreyfing og lífsgleði í ferðalaginu hér á jörð. Ræktaðu og uppskerðu það sem þú óskar, “tíminn á augabragði er orðinn að minningu. Njótum, elskum og lifum.
Ég óska ykkur Gleðilegs árs og friðar 2022
Katrín Erla Kjartansdóttir
NLP Markþjálfun/heilun & Heilsunudd
Laugarvatni