Heilsulykill

Heilsulykill Allt um úrræði á Íslandi

19/08/2025
14/08/2025

Flestir upplifa kvíða á einhverjum tímapunkti í tengslum við krabbamein. Námskeiðið er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum.

Fjármálaráðherra hefur staðfest að niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verði tryggð á kjörtímabilinu. Þetta kemur í kjölfar...
14/08/2025

Fjármálaráðherra hefur staðfest að niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verði tryggð á kjörtímabilinu. Þetta kemur í kjölfar umræðu um verulegar verðhækkanir á þjónustunni – einn viðtalstími getur nú kostað allt að 26.000 kr.

Fyrir einstakling sem sækir tvo tíma á mánuði getur árskostnaður numið yfir 600.000 krónum. Slíkur kostnaður getur haft veruleg áhrif á aðgengi að þjónustunni, sérstaklega fyrir fólk sem er með langvarandi þörf fyrir stuðning.

Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verður tryggð á kjörtímabilinu að sögn fjármálaráðherra. Verð fyrir sálfræðiþjónustu fer hækkandi og áætlað er að kostnaður ríkisins geti numið um þremur milljörðum á ári.

Krabbameinsfélagið býður í nóvember upp á námskeið fyrir börn sem eru aðstandendur einstaklings sem hefur greinst með kr...
10/11/2024

Krabbameinsfélagið býður í nóvember upp á námskeið fyrir börn sem eru aðstandendur einstaklings sem hefur greinst með krabbamein. Námskeiðið byggir á hugleiðslum og sjálfsstyrkingu fyrir börn, annars vegar 6-9 ára og hins vegar 10-13 ára og er unnið í samstarfi við vefsíðuna Heillastjarna.

Heillastjarna er ný vefsíða sem inniheldur um 200 ókeypis leiddar hugleiðslu- og sjálfstyrkingaræfingar fyrir börn og unglinga, heimili og skóla.

Finna má tengla við námskeið Krabbameinsfélagsins og heimasíðu Heillastjörnu í athugasemdum hér að neðan.

Geðlestin á ferð um landið
07/09/2024

Geðlestin á ferð um landið

Áhugavert þróunarverkefni hjá Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um félagslegan stuðning fyrir einstaklinga með heilabilun
07/09/2024

Áhugavert þróunarverkefni hjá Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um félagslegan stuðning fyrir einstaklinga með heilabilun

Kynntu þér Sigurvin - Þróunarverkefni hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar um aukinn félagslegan stuðning til fólks með heilabilunarsjúkdóma.
Markmið verkefnisins er að létta á aðstandendum fólks með heilabilun svo þeir geti sinnt þörfum sínum áhyggjulaus, vitandi það að ástvinur þeirra er í góðum höndum.
Með þessu verkefni er verið að leggja áherslu á að vernda heilsu aðstandenda þar sem vitað er að of mikil umönnunarbyrði getur leitt til heilsutjóns.
Gengið er út frá því að starfsfólk þessa þróunarverkefnis veiti stuðning tvær til þrjár klukkustundir í senn, í eitt til tvö skipti í viku í samræmi við þarfir hvers og eins.
Starfsmennirnir fá fræðslu og þjálfun til að veita fólki með heilabilunarsjúkdóma markvissan stuðning.
Til að sækja um þjónustu þarf beiðni að berast í gegnum https://reykjavik.is/throunarverkefni. Ef viðkomandi eða aðstandandi hans eru ekki með rafræn skilríki er eyðublað á síðunni í PDF- formi sem hægt er að fylla út og senda svo á heima@reykjavik.is eða prenta út og senda á næstu þjónustumiðstöð. Læknisvottorð með staðfestingu um greindan heilabilunarsjúkdóm verður að fylgja umsókninni.

Ertu á aldrinum 16-25 ára? Viltu vera með viðburð?
07/09/2024

Ertu á aldrinum 16-25 ára? Viltu vera með viðburð?

MS á mannamáli!Opið fyrir alla!
07/09/2024

MS á mannamáli!

Opið fyrir alla!

Microsoft Virtual Events Powered by Teams

17/08/2024

Í fyrsta sinn í 10 ár gefur landlæknisembættið út uppfærðar ráðleggingar og viðmið um næringu og orku. Veruleg breyting er gerð á viðmiðum um vítamín og steinefni auk þess sem stór breyting er gerð á því hvernig sykur er skilgreindur.

Helstu niðurstöður sýna að ójöfnuður eftir stétt og stöðu á sér margs konar birtingarmyndir.Konur á lágum launum telja t...
17/08/2024

Helstu niðurstöður sýna að ójöfnuður eftir stétt og stöðu á sér margs konar birtingarmyndir.

Konur á lágum launum telja til dæmis líklegra en aðrar konur að lífskjör þeirra muni versna nokkuð eða mikið næsta árið og hærra hlutfall kvenna með lág laun og meðallaun hefur þurft að neita sér um mat svo börn þeirra fái nóg að borða.

„Láglaunakonur eru líklegri til að vera með minna bakland en aðrar konur. Þær hafa færri sem þær geta leitað til, til dæmis ef þeim vantar óvænt barnapössun eða ef þær vantar skyndilega lán eða einhverja peningaupphæð. Almennt hafa þær færri sem þær eru nákomnar“

Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig.

„Ég tók í raun ákvörðun á fyrsta eða öðrum degi að ég ætlaði ekki að vera sjúklingur,“ segir Óskar. Hann þekkir vel þolm...
16/08/2024

„Ég tók í raun ákvörðun á fyrsta eða öðrum degi að ég ætlaði ekki að vera sjúklingur,“ segir Óskar. Hann þekkir vel þolmörk sín og hugsar vel um sig. „Batteríin eru lág. Það þarf að hlaða þau á 4 tíma fresti. Þá þarf ég að fara í hugleiðslu, anda djúpt og ná mér niður.“ Það gefur honum þó orku og tilgang að vinna í fjölskyldufyrirtækinu, veitingastaðnum Finnsson í Kringlunni. „Ég held það hafi gert mér rosalega mikið gott að fá að vera með fjölskyldunni í þessu veitingabrölti, að ég hafi tilgang.“

Matreiðslumeistarinn Óskar Finnsson greindist með ólæknandi krabbamein 2019 og var sagt að lífslíkur væru innan við tvö ár. Nær fimm árum seinna er hann enn í fullu fjöri, rekur veitingastaðinn Finnsson ásamt fjölskyldunni og þakkar fyrir hvern dag.

Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann...
15/08/2024

Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann eigi erindi í skólann og sækir um skólavist sjálfur.

Ný önn hefst í Bataskóli Íslands þriðjudaginn 17. september en hægt er að sækja um í skólanum á bataskoli.is. Í Bataskólanum er boðið upp á fjölda vandaðra námskeiða sem öll fjalla um bata og bætt lífsgæði á einn eða annan hátt.

Námskeiðin byggja á gildum batahugmyndafræðinnar sem snýst um sjálfræði og valdeflingu einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir ásamt von og trú á bata og bættum lífsgæðum. Notendur og sérfræðingar semja og flytja námskeiðin saman, sem tryggir að raddir beggja heyrast.

Bataskólinn er aðallega hugsaður fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir en er líka opinn aðstandendum þeirra ásamt starfsfólki á heilbrigðis- og velferðarsviði. Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann eigi erindi í skólann og sækir um skólavist sjálfur.

Address

Mosfellsbær
270

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heilsulykill posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Heilsulykill:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram