Viska og gleði

Viska og gleði Það sem gefur lífinu lit og gildi

Mín ástríða í lífinu er að deila með ykkur því sem mér finnst áhugavert og skemmtilegt hverju sinni og besta er ef það dýpkar líka skilning á lífinu. Oft er það viskukorn sem aðrir hafa uppgötvað og sett í orð og ég get samsamað mig við, en stundum skrifa ég út frá því sem ég hef sjálf upplifað og fengið til mín. Stóra áhugamálið mitt er heilun og betri líðan, en ég er að bjóða upp á orkuheilun, fyrri lífa heilun, innra barns heilun og námskeið s.s. englanámskeið, næmninámskeið, orkueheilunarnámskeið og fleira. Ég stofnaði vefsíðuna mína 2006 og nefndi hana viskaoggledi.is þar má m.a. finna miðlað efni með boðskap Meistara Maitreya. Þá er þar eitt og annað fróðlegt um engla og annað sem snýr að andlegum málefnum.

10/01/2026

This resonates.

10/01/2026

There are no chance encounters. Every soul we meet is a chapter in our story, written with the intention to help us grow into who we are meant to be.

„Það er óttinn sem heldur flestum frá því að breyta til. Þeim líkar kannski ekki hvernig hlutirnir eru, en að minnsta ko...
07/01/2026

„Það er óttinn sem heldur flestum frá því að breyta til. Þeim líkar kannski ekki hvernig hlutirnir eru, en að minnsta kosti vita þeir hvað það er.”

It is fear that stops most folks from changing. They may not like things the way they are, but at least they know what that is.

Sjálfsást þýðir ekki að þú hrasir aldrei.Það þýðir að þegar þú gerir það, þá yfirgefurðu þig ekki.Þú heldur varlega í þi...
06/01/2026

Sjálfsást þýðir ekki að þú hrasir aldrei.
Það þýðir að þegar þú gerir það, þá yfirgefurðu þig ekki.
Þú heldur varlega í þig, lærir hvað þú getur og heldur áfram eins og sannur besti vinur myndi gera.

Self-love doesn’t mean you never fall.
It means when you do, you don’t abandon yourself.
You hold yourself gently, learn what you can, and keep going — like a true best friend would. 💛

05/01/2026

“The secret to finding the deeper level in the other is finding the deeper level in yourself. Without finding it in yourself, you cannot see it in the other.” —Eckhart Tolle

05/01/2026
04/01/2026
Að fæðast inn í nýtt hlutverkFerðalag sálarinnar er um að stíga stöðugt inn í ný hlutverk þar sem sálirnar fæðast aftur ...
04/01/2026

Að fæðast inn í nýtt hlutverk

Ferðalag sálarinnar er um að stíga stöðugt inn í ný hlutverk þar sem sálirnar fæðast aftur og aftur á jörðinni og fá til þess líkama sem henta þeim verkefnum sem þær hafa tekið að sér. Líkamar geta oft verið áþekkir eða borið með sér ákveðin einkenni sem endurtaka sig í gegnum lífin. Gjarnan er lifað innan ákveðins þægindaramma, líf eftir líf, með sama fólkinu. Ef aldrei er stigið út úr þeim ramma verða lífin keimlík og sömu sálir samferða í gegnum margar hringrásir.

Ef sálin ákveður hins vegar að brjótast út úr þægindarammanum þarf hún oft að takast á við djúpan innri ótta á meðan hún mætir gömlum mynstrum og vinnur að því að uppræta þau. Það getur verið afar krefjandi að gera hlutina öðruvísi, þar sem orka úr fyrri lífum tengd m.a. valdakerfum, uppgjöf, áföllum og erfiðleikum, leynist enn í orkusviðum sálarinnar.

Sálin og persónuleikar hennar fara í gegnum margvísleg þroskastig á einni jarðvist, þó sum þeirra séu í minna lagi. Þegar barn fæðist í jarðneskan líkama þarf það að takast á við ótal áskoranir á skömmum tíma og þroskabreytingarnar eru hraðar. Það er líkt og að ganga í gegnum vígslu eftir vígslu. Á þessu tímabili eiga sér stað mörg af þeim lærdómsferlum sem sálin ætlaði sér að upplifa og þar getur orka fyrri lífa hjálpað til, enda muna börn oft brot úr fyrri jarðvistum.

Á unglingsárunum er tekið enn eitt stórt stökk. Þá vaknar innri þrá eftir sjálfstæði, nokkurs konar vígsla fyrir fullorðinsárin. Á fullorðinsárum taka síðan hinir fjölmörgu persónuleikar að sér ýmis hlutverk sem styðja sálina í að þroskast í samræmi við það sem hún hefur ákveðið.

Oft tekur það sálina og æðra sjálfið langan tíma að sannfæra persónuleikana um að stíga út úr rótgrónum mynstrum. Það getur orðið til þess að sálin þurfi að fara enn einn hring í jarðvist. Ef vitað er fyrirfram að breytingarnar verði sérstaklega erfiðar, hafa stundum verið gerðir samningar í andlega heiminum við leiðbeinendur um stuðning og vernd þegar stór skref eru stigin í átt að lífsbreytingum.

Stundum verða einnig atburðir sem neyða manneskjuna til breytinga. Þá má segja að stigið sé inn í nýtt hlutverk, óháð aldri, því óvæntar umbreytingar geta átt sér stað jafnvel á barnsaldri. Undanfarin ár hafa orðið miklar og hraðar breytingar í heiminum, sem hafa leitt til þess að óvenjumargir eru að stíga inn í ný hlutverk, jafnvel „fæðast inn í ný hlutverk,“ enn á ný.

Sálin býr alltaf yfir eigin styrk og óttast í raun ekkert. Hún veit að sá hluti hennar sem dvelur í líkamanum er í ákveðinni gleymsku og meðvitundarleysi gagnvart þeim mætti sem hún býr yfir. Þetta stafar af því að mikil gömul orka hefur safnast upp í orkulíkömum og dregur úr meðvitund um raunverulegan kraft sálarinnar.

Undanfarin ár hafa sálir fengið mikla hjálp við að leysa upp þessa gömlu orku. Margir hafa fundið leiðir til að sjá í gegnum huluna sem skilur fólk frá því að vita og skynja sitt eigið ljós. Þetta má líkja við feluleik: allir fá aðgang að brotum af æðri visku, en enginn hefur alla myndina, þar sem hver og einn mótar sína eigin heild út frá hugmyndum, trú og reynslu hvers lífs.

Orkutíðni jarðar hefur jafnframt verið að hækka, sem styður þetta ferli. Það má því segja að sálir sýni ótrúlegt hugrekki með því að koma hingað til jarðar án þess að sjá í gegnum hulurnar frá upphafi.

Hlutverkin sem sálir taka að sér eru margvísleg. Sömu sálir eru oft samferða líf eftir líf, þó hlutverkin sjálf breytist. Samningar eru gerðir milli sálna, stundum er staðið við þá, stundum ekki, en í öllum tilvikum öðlast sálir dýrmæta reynslu og þroska í gegnum samskipti. Þetta leiðir gjarnan til sterkra tengsla, þar sem sálir þekkja hver aðra á orkunni, jafnvel þótt líkamarnir séu ekki þeir sömu.

Það má líta á lífið sem leiksvið þar sem leikarar taka að sér ólík hlutverk. Hver leikbúningur (líkami) og hver samleikari færir sálinni nýja reynslu í reynslubankann. Tilfinningabönd styrkjast og mikilvægt er að skoða þau og losa, ef ætlunin er að rjúfa hefðbundin mynstur.

Þótt sálir séu sprottnar af sama kjarna er hver þeirra einstök og sérstök. líkt og fingraför, þar sem ekkert mynstur er nákvæmlega eins. Á hverri stundu fæðist sálin inn í nýtt hlutverk, hvort sem er í lífi á jörðinni eða utan hennar. Hvert nýtt hlutverk dýpkar og þroskar skilning sálarinnar á sjálfri sér.

Allt er orka.Maitreya ~ Miðlað af Margret McElroyÖll orð sem þú talar eru orka. Sérhver hugsun sem þú hugsar er orka. Or...
03/01/2026

Allt er orka.

Maitreya ~ Miðlað af Margret McElroy

Öll orð sem þú talar eru orka. Sérhver hugsun sem þú hugsar er orka. Orka þarf að fara eitthvað, annars snýr hún aftur til upprunans. Þegar orkan fer aftur til upprunans hefur hún breyst vegna hugsunarinnar sem tengdist henni.

Jákvæð hugsun fer út í heiminn og er notuð. Jákvæð orð skapa meiri jákvæða orku; þau hvetja, skapa og styrkja. Neikvæð hugsun gerir hins vegar annað af tvennu: annars vegar skapar hún ótta, efa, óöryggi eða aðrar neikvæðar tilfinningar, hins vegar snýr hún aftur inn á við vegna þess að orkan var ekki notuð. Þegar orka er ekki notuð staðnar hún. Sama gildir um neikvæð orð, þau hafa sambærileg áhrif.

Þegar manneskja fær enga hvatningu, hefur lágt sjálfsmat, er kvíðin eða efast um sjálfa sig, þá skapar hún neikvæða orku. Ef hún talar neikvæð orð geta þau valdið eyðileggingu; þau skapa ótta, efa og óöryggi hjá þeim sem þau beinast að. Þetta leiðir til hindrana í andlega líkamanum, þ.e. í orkustöðvunum (Chakras), sem síðan hafa áhrif á samsvarandi kirtla líkamans.

Þegar kirtlarnir starfa ekki eðlilega, starfar líkaminn heldur ekki rétt. Orkan verður blokkeruð og kemst ekki þangað sem hún þarf að fara. Andlegu líkamarnir og efnislíkaminn eru eitt og hið sama, ekki aðskildir eins og lengi hefur verið haldið fram. Efnislíkaminn, tilfinningalíkaminn, hugarlíkaminn og andlegi líkaminn vinna allir saman sem ein heild. Þegar jafnvægi ríkir á öllum þessum sviðum er líkaminn í jafnvægi. Ef einn líkami er úr takti hefur það áhrif á orkuflæðið, og oft fer sú orka aftur inn á við og til upprunans.

Fólk sem glímir við þyngdarvanda, hvort sem er yfirvigt, undirvigt, lystarstol eða lotugræðgi, er oft í þeirri stöðu að orkunni er ekki leyft að flæða frjálst. Þetta fólk er gjarnan óöruggt, óttaslegið eða ber með sér aðrar neikvæðar tilfinningar. Einnig er mögulegt að slíkt ójafnvægi hafi borist milli endurfæðinga, lagst ofan á líf eftir líf, líkt og dönsk lagkaka – lag eftir lag.

Það er ekki þyngdin sjálf sem er vandamálið, heldur það sem veldur henni, hinn upphaflegi orsakavaldur. Þegar orsökin er fundin léttist manneskjan yfirleitt og aukakílóin koma ekki aftur. Það eru ekki kaloríurnar sem þið borðið, eins og þið mannfólkið kallið það, heldur sú staðreynd að þið borðið til að færa sætleika inn í líf ykkar. Þið borðið til að róa ykkur þegar þið eruð kvíðin, þegar þið efist eða upplifið óöryggi. Þegar þið uppgötvið hvað það er sem veldur þessum tilfinningum hverfur þörfin fyrir að borða á þann hátt sem áður var.

Yfirleitt hafa þeir sem glíma við þyngdarvanda litla löngun til að hreyfa sig. Þeir vilja ekki láta sjá sig vegna líkama síns, og þannig skapast önnur hindrun: manneskja í yfirvigt á erfitt með að þjálfa sig vegna þess að hún kemst ekki í gang. Þetta verður að vítahring. Þeir sem vinna við að hjálpa fólki í yfirþyngd þekkja oft aðeins hálfan sannleikann. Svarið liggur í orkunni og þeirri staðreynd að orkan verður að fara eitthvert.

Þegar hugsað er eða talað þarf eitthvað að skapast. Ef ekkert skapast snýr orkan aftur til upprunans og hún kemur ekki óbreytt til baka. Sé orkan jákvæð getur hún stutt við heilsu efnislíkamans í gegnum kirtlakerfið, líkt og orkan sem flæðir í gegnum hendur heilara eða meðferðaraðila. Sé hún neikvæð getur hún hins vegar blokker­að kirtlakerfið og skapað vanlíðan eða sjúkdóma.

Finndu orsök vandamálsins og þú munt finna svarið við þyngdaraukningunni. En horfðu einnig til aðstæðna úr fyrri lífum. Margar sálir finna lausn á vandamálum sem eiga rætur í öðrum lífum, en ef vandamálið er ekki leyst á andlega sviðinu – í gegnum meðferð eða vitundarvinnu – getur það komið upp aftur. Þegar þú finnur hina upphaflegu orsök og leysir hana, kemur vandamálið ekki aftur.

Maitreya.

Address

Mosfellsbær

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Viska og gleði posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Viska og gleði:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Our Story

Mín ástríða í lífinu er að deila því sem mér finnst skemmtilegt og gefur lífinu lit. Stundum er það viska sem aðrir hafa uppgötvað og stundum er það eitthvað sem ég hef sjálf uppgötvað. Lífið er fjölbreytilegt og ef við leyfum þá breytast skoðanir okkar og viðhorf frá degi til dags, við lærum svo lengi sem við lifum. Vefsíðan mín viskaoggledi.is hefur verið á netinu í 10 ár og þar má finna ýmislegt að lesa sem snýr að því sem sumir kalla frumspeki en aðrir andleg mál.