Viska og gleði

Viska og gleði Það sem gefur lífinu lit og gildi

Mín ástríða í lífinu er að deila með ykkur því sem mér finnst áhugavert og skemmtilegt hverju sinni og besta er ef það dýpkar líka skilning á lífinu. Oft er það viskukorn sem aðrir hafa uppgötvað og sett í orð og ég get samsamað mig við, en stundum skrifa ég út frá því sem ég hef sjálf upplifað og fengið til mín. Stóra áhugamálið mitt er heilun og betri líðan, en ég er að bjóða upp á orkuheilun, fyrri lífa heilun, innra barns heilun og námskeið s.s. englanámskeið, næmninámskeið, orkueheilunarnámskeið og fleira. Ég stofnaði vefsíðuna mína 2006 og nefndi hana viskaoggledi.is þar má m.a. finna miðlað efni með boðskap Meistara Maitreya. Þá er þar eitt og annað fróðlegt um engla og annað sem snýr að andlegum málefnum.

KristorkanKristorkan, eins og við köllum hana, er stórkostleg orka sem hefur ekkert með trúarbrögð að gera. Hún er komin...
16/09/2025

Kristorkan

Kristorkan, eins og við köllum hana, er stórkostleg orka sem hefur ekkert með trúarbrögð að gera. Hún er komin til jarðar til að hjálpa okkur að losa okkur úr viðjum egósins, óttans og lægri þátta sem hafa haldið mannkyninu í þjáningu og vanlíðan í árþúsundir. Þessi orka gefur okkur tækifæri til að stíga upp í hærri tíðni kærleika og sáttar, þar sem við getum upplifað frið og einingu í hjartanu.

Það sem við höfum nefnt Kristorku er því ekkert nýtt, heldur sama orka og mannkynið átti kost á að upplifa fyrir um það bil 2.000 árum. Orkan er ekki bundin við eina sál eða persónu, heldur snýst hún um hreina, óskilyrta ást. Sú sál sem bar þessa orku uppi að mestu á sínum tíma kom til jarðarinnar til að miðla kærleika, friði og einingu. Kristorkan sjálf hefur alltaf verið til staðar en hún varð áþreifanlegri þegar hún varð áþreifanlegri í líkama andlegs meistara.

Kristorkan sjálf er hins vegar ekki bundin nafni eða persónu. Ef við finnum óþægindi gagnvart orðinu „Kristorka“ gæti það tengst fyrri lífa minningum eða þeirri orku sem trúarbrögðin hafa innrætt okkur. Þegar við sleppum þeirri orku, og öllu því sem okkur hefur verið innrætt í gegnum trúarbrögðin, þá skiptir það ekki lengur máli hvað þessi orka er kölluð. Það sem skiptir máli er að við leyfum henni að snerta okkur og leiða okkur í átt að kærleika, sátt og einingu.

Kristorkan sem streymir nú til jarðar er einstök að því leiti að hún er ekki bundin við eina persónu, heldur bera milljónir orkuna uppi um allan heim. Í raun er þetta orka sem allir hafa aðgang að þar sem kraftur Kristorkunnar lýsir upp myrkrið hið innra og ytra.

Þó að það sé almennt talið að það hafi aðeins verið ein sál sem hélt kristorkunni uppi fyrir 2.000 árum, þá var raunin sú að miklu fleiri sálir tóku þátt í því verkefni. Karlar og konur, hver á sinn hátt, báru með sér kærleiksorkuna og unnu að því að miðla henni til mannkyns. Hins vegar þorðu aðeins fáir að stíga fram og tala opinberlega, því óttinn við ofsóknir var gríðarlegur. Það sama á við núna: margar sálir sem eru meðvituð um sína andlegu leið og hafa það hlutverk að miðla ljósi, þora ekki að stíga fram vegna djúpstæðs ótta sem situr eftir frá fyrri lífum.

Þessi ótti, sem er geymdur í orkukerfum okkar, tengist oft reynslu fyrri lífa þar sem við höfum verið ofsótt, útskúfuð eða jafnvel tekin af lífi fyrir að miðla okkar sannleika. Þó að við séum nú í öðru samfélagi og öðrum aðstæðum, getur þessi orka haldið aftur af okkur, og við höfum tilhneigingu til að fela andleg áhugamál okkar og hæfileika. Gegnsæið sem fylgir kristorkunni gerir það að verkum að ekkert er lengur hægt að fela – allt sem hefur verið dulið mun koma upp á yfirborðið.

Við lifum á tímum þar sem leyndarmál tilheyra fortíðinni. Allt sem við höfum reynt að fela – hvort sem það er skömm, sektarkennd eða gömul orka úr fyrri lífum – kemur nú upp á yfirborðið. Kristorkan býður okkur að líta á þessa orku með kærleika og skilja að það sem við höfum gengið í gegnum, bæði í þessu lífi og öðrum, var einfaldlega reynsla sem sálin okkar þurfti að upplifa til að læra og þroskast.

Þegar við horfum til baka á reynslu okkar, þá finnum við oft eitthvað sem við erum ekki stolt af. En í stað þess að dæma okkur sjálf eða aðra, getum við fundið samkennd. Við höfum öll gengið í gegnum ólík hlutverk í mismunandi lífum, og það er einmitt þessi reynsla sem gerir okkur kleift að finna samúð með öðrum. Með því að sleppa ótta og skömm getum við upplifað það frelsi sem fylgir því að lifa í sátt við okkur sjálf og aðra.

Kristorkan minnir okkur á að við erum svo miklu meira en jarðneskir líkamar. Við erum eilífar sálir með óendanlega möguleika, tengdar hvor annarri og uppsprettunni. Í þessu ferli skiptir ekki máli hver boðberinn er – það er boðskapurinn sem er mikilvægur. Þessi boðskapur snýst um kærleika, frið og einingu allra sálna. Við erum öll tengd, og þegar við tökum á móti þessari orku og leyfum henni að leiða okkur, upplifum við hið sanna eðli okkar – og það er ást.



Christ Energy

Christ Energy, as we call it, is a magnificent force that has nothing to do with religion. It has come to Earth to help us free ourselves from the bonds of ego, fear, and lower vibrations that have kept humanity in suffering and distress for millennia. This energy gives us the opportunity to ascend into a higher frequency of love and harmony, where we can experience peace and unity in our hearts.

What we call Christ Energy is, therefore, nothing new but the same energy that humanity had the opportunity to experience approximately 2,000 years ago. This energy is not tied to a single soul or person but is about pure, unconditional love. The soul that carried this energy most prominently at that time came to Earth to channel love, peace, and unity. Christ Energy itself has always been present, but it became more tangible when it was embodied in the physical form of a spiritual master.

Christ Energy, however, is not bound to a name or person. If we feel discomfort with the term “Christ Energy,” it could relate to past-life memories or the energy that religions have instilled in us. When we release that energy, along with everything that has been imprinted on us through religion, it no longer matters what this energy is called. What matters is that we allow it to touch us and guide us toward love, harmony, and unity.

The Christ Energy now flowing to Earth is unique in that it is not bound to a single individual but is carried by millions around the world. It is an energy that everyone has in their hearts. The power of Christ Energy illuminates the darkness both within and without in everyone.

Although it is generally believed that only one soul carried Christ Energy 2,000 years ago, the truth is that many more souls participated in that mission. Men and women, each in their own way, carried this energy of love and worked to share it with humanity. However, only a few dared to step forward and speak publicly, as the fear of persecution was immense. The same applies today: many souls who are aware of their spiritual path and have the role of spreading light do not dare to step forward because of a deep-seated fear lingering from past lives.

This fear, stored in our energy systems, often relates to experiences from past lives in which we were persecuted, ostracized, or even killed for sharing our truth. Even though we now live in a different society and under different circumstances, this energy can still hold us back, and we tend to hide our spiritual interests and abilities. The transparency that comes with Christ Energy means that nothing can be hidden anymore – everything that has been concealed will come to the surface.

We live in a time where secrets belong to the past. Everything we have tried to hide – whether it is shame, guilt, or old energy from past lives – is now coming to the surface. Christ Energy invites us to look at this energy with love and to understand that what we have gone through, both in this life and others, was simply an experience that our soul needed to learn and grow.

When we reflect on our experiences, we often find things we are not proud of. But instead of judging ourselves or others, we can find compassion. We have all taken on different roles in various lifetimes, and it is precisely this experience that enables us to feel empathy for others. By letting go of fear and shame, we can experience the freedom that comes from living in harmony with ourselves and others.

Christ Energy reminds us that we are so much more than earthly bodies. We are eternal souls with infinite potential, interconnected with one another and with the Source. In this process, it does not matter who the messenger is – it is the message that matters. This message is about love, peace, and the unity of all souls. We are all connected, and when we embrace this energy and allow it to guide us, we experience our true nature – and that is love.

J.Þ.G

Kristorkan, eins og við köllum hana, er stórkostleg orka sem hefur ekkert með trúarbrögð að gera. Hún er komin til jarðar til að hjálpa okkur að losa okkur úr viðjum egósins, óttans og lægri þátta sem hafa haldið mannkyninu í þjáningu og vanlíðan í árþúsundir. Þessi or...

Fordómar og gagnrýniSkilaboð frá Maitreya- miðlað af Margaret McElroyAf hverju dæmið þið og gagnrýnið? Þið gerið það veg...
16/09/2025

Fordómar og gagnrýni

Skilaboð frá Maitreya- miðlað af Margaret McElroy

Af hverju dæmið þið og gagnrýnið? Þið gerið það vegna þess að sjálfið þarf að réttlæta sig og það gerir það bara þegar það sér eitthvað sem það telur vera ófullkomnið hjá öðrum. Þið setjið ykkur oft í sæti dómara og kviðdóms, trúið bara því sem ykkur finnst, þið teljið ykkur vita hvað er best fyrir aðra manneskju. Ykkur finnst oft að þau séu að gera eitthvað sem er rangt, venjulega vegna þess að það er eitthvað sem sjálfið ykkar myndi vilja gera eða gæti hafa gert en gerði ekki vegna ótta. Oft getur það verið vegna fyrri lífa orku, svo sem eitthvað frá fyrri lífum sem kemur ykkur í uppnám. Jafnvel almættið, eða Guð, dæmir hvorki né gagnrýnir. Sú orka elskar ykkur skilyrðislaust.

Af hverju getur mannfólkið ekki gert það sama? Það getur það ekki vegna þess að sjálfið er orka sem trúir því að það viti allt. Það er það sem það gerir, það horfir á allt eins og það sé Guð, eða almættið. Það er áhugavert að sjá að þegar þið dæmið eða gagnrýnið aðra, þá koma aðrir og gera það sama við ykkur, þá verður sjálfið hneykslað og fer inn í algjöra afneitun vegna þess sem það gerði sjálft með sínum dómum og gagnrýni. Það er sönn andleg sál sem getur elskað án þess að dæma eða gagnrýna, sem getur viðurkennt manneskju vegna þess sem hún er, algjörlega án þess að gagnrýna eða vera með væntingar.

Ykkur var gefið frelsi til að velja. Það er ykkar að velja það sem þið viljið gera. Vegna ótta velja sálir stundum að gera ekki eitthvað sem þær vita að þær ættu að gera. Aftur á móti vitið þið að þær ættu ekki að gera það - eða haldið að þið vitið það. En það eru engar tilviljanir á jörðinni. Allt er fullkomið, ef þið lærið ekki eitthvað með einum hætti þá mun alheimurinn færa ykkur á það á annan hátt. Lexían eða tækifærið er sett fram á ýmsa vegu, þangað til þið ákveðið að læra af því.

Fyrir stuttu var vini miðilsins míns ætlað að læra lexíu með því að vera í nálægð barns. Barninu var ætlað að spegla marga hluti fyrir þá manneskju, hluti í henni sjálfri sem hún hafði aldrei getað séð. Manneskjan flúði eigi að síður, hún vildi ekki horfast í augu við vandamálið. Hvað gerði alheimurinn? Hann færði henni sömu lífsreynslu aftur í formi annars barns, það barn var eldra en speglaði það sama fyrir hana.

Áður en þið fæðist þá veljið að fá allskyns tækifæri í lífinu til þess að læra á mismunandi vegu. Ef þið forðið ykkur út úr einu, þá er annað skapað. Það er þess vegna sem fólk segir, „Af hverju laða ég alltaf að mér sömu manngerðina?“ eða „Af hverju held ég áfram að upplifa það sama?“ Það er vegna þess að þið hafið ekki lært það sem þið ætluðu að læra, þegar þið hafið lært lexíuna, þá eru ekki fleiri lexíur eða tækifæri sköpuð, þið hafið náð prófinu.

Það er ástæða fyrir ÖLLUM sem koma inn í líf ykkar. Sjálfinu líkar það eigi að síður ekki, þannig að það dæmir og gagnrýnir. Ef maður getur látið af þeim vana að vera með neikvæðar athugasemdir, þá getur maður orðið yndisleg sál og mannvera.

Engin hefur rétt á að efast um það sem aðrir gera, þið eruð hvert og eitt að læra á þann hátt sem þið hafið valið. Ef þið gangrýnið aðra, spyrjið ykkur þá, „af hverju?“ Hvort sem það er samstarfsmaður, vinur, fjölskyldu meðlimur, eða önnur manneskja, þið hafið engan rétt til þess að efast um það sem þau eru að gera. Guð, eða almættið, dæmir engan. Þið ættuð ekki að gera það heldur. Með því að gera það þá eruð þið að leyfa sjálfinu að stjórna og þið eruð að skapa karma. Munið að það sem þið sendið út kemur til baka. Langar ykkur til þess að fá það til baka sem þið eruð að senda út?

Heimurinn mun ekkert breytast, getur ekki breyst, á meðan fordómar og gagnrýni eru partur af lífinu á jörðinni. Hvernig getur það breyst? Það er eins og að fara í hringi - að ganga í hring sem tekur engan enda. Það breytist ekki fyrr en þið hættið því og farið að beina kraftinum að æðra sjálfinu og bæla lægra sjálfið hið innra.

„Hvernig get ég breytt þessu?“ Get ég heyrt ykkur segja. Þið getið það með því að segja setningar sem breyta orkunni í vana mynstrum ykkar, orð s.s. „ég hef ekki lengur þörf fyrir að gagnrýna, ég er bara að leita að einhverju sem sjálfinu líkar ekki. Þessi manneskja hefur rétt til þess að lifa sínu lífi á þann hátt sem hún vill.“

Ég hef margoft sagt það í gegnum miðilinn minn, „það er ekkert sem heitir rétt eða rangt.“ Sérhver sál er að gera það sem HÚN þarf að gera til þess að vinna út sitt karma, læra sínar lexíur og fara í gegnum sína reynslu. Finnið út af hverju þið eruð reið, hrygg, hrædd, efist eða hvað það er sem þið gerið, með því að gera það þá fáið þið að sjá nýjan flöt á ykkur sjálfum. Verið í friðsæld í ykkar eigin þögn - leyfið öðrum að lifa sínu lífi og upplifa sitt líf. Ekki alhæfa um neitt. Ef þið eruð í návist manneskju sem á við vandamál að stríða, ekki dæma hana - finnið út ástæðuna fyrir vandamálinu. Þið munið sannarlega verða sterkar manneskjur með því að gera það.

Maitreya

5. mars 2009 Skilaboð frá Maitreya- miðlað af Margaret McElroy Af hverju dæmið þið og gagnrýnið? Þið gerið það vegna þess að sjálfið þarf að réttlæta sig og það gerir það bara þegar það sér eitthvað sem það telur vera ófullkomnið hjá öðrum. Þið setjið ykkur ...

Opið hjartaÞað getur verið mikil áskorun fyrir fólk sem býr eitt, á ekki dýr, börn eða vinnu sem nærir hjartað, að halda...
08/09/2025

Opið hjarta

Það getur verið mikil áskorun fyrir fólk sem býr eitt, á ekki dýr, börn eða vinnu sem nærir hjartað, að halda hjartanu opnu. Þegar við erum umvafin ástvinum, vinum, vinnufélögum eða eigum dýr verður það svo miklu auðveldara. Við erum vön því í gegnum lífið að hafa einhvern eða eitthvað í umhverfi okkar sem við elskum og elskar okkur.

Sumir velja þó að vera í aðstæðum þar sem enginn slíkur aðili er til staðar. Sú ákvörðun getur sprottið af því að þeir vilja læra að elska sjálfa sig. Að læra að elska sjálfan sig og finna þá óskilyrtu ást til okkar sjálfra sem við erum vön að beina til annarra er ein af stærstu áskorunum lífsins. Það er að verða sjálfum sér nóg, þrátt fyrir einveru. Að forðast að hlaupa í næsta samband í þeirri von að einhver annar uppfylli þörfina fyrir að vera elskaður á þann hátt sem við eigum erfitt með að veita okkur sjálf. Að þora að vera einn með sjálfum sér og næra eigið hjarta án þess að beina ástinni að annarri manneskju.

Þegar við erum í þessum aðstæðum neyðumst við til að skoða hvað það er sem við í raun leitum eftir í sambandi við maka. Hvað er það sem við þráum þegar við viljum vera elskuð af öðrum? Við byrjum að spyrja okkur: Hvað sækjumst við eftir með því að vera í nánu sambandi? Hvað veldur því að við verðum jafnvel fylgjendur maka okkar, eða að þeir verði fylgjendur okkar? Hvað gerir okkur háð öðrum eða aðra háða okkur? Og hvers vegna er þörfin fyrir að önnur manneskja elski okkur svo sterk?

Þegar við stöndum ein getum við ekki lengur verið fylgjendur neins. Við getum ekki verið háð maka, ekki byggt líðan okkar á því að einhver elski okkur, né lifað fyrir að þóknast öðrum í þeirri von að fá viðurkenningu eða ást. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir því að við verðum að finna ástarneistann innra með okkur, á þann hátt sem opnar hjartað og gefur okkur kraft til að elska okkur sjálf. Í slíkum aðstæðum þurfum við að skapa okkur farveg þar sem flæði ástar getur opnast hið innra. Við þurfum að upplifa að við erum elskuð og að við elskum, því ástin er lífæðin sem heldur okkur gangandi. Hún er það sem gefur gleði, veitir frelsistilfinningu, hvetur okkur áfram til aðgerða, tengir okkur saman sem manneskjur og gefur lífinu tilgang.

Ef við finnum ekki þessa ást innra með okkur hvorki til okkar sjálfra né annarra byrjum við að upplifa tómarúm og tilgangsleysi. Ástin er sá lífsneisti sem knýr okkur áfram. Ef við teljum að enginn elski okkur, finnum ekki ást til okkar sjálfra og eigum ekki dýr til að elska og sem elska okkur til baka, þá fölnum við smám saman og visnum eins og blóm sem fær ekki næringu.

Það er svo gott að finna til ástar innra með sér, og við þurfum öll á því að halda, því hún eflir lífskraftinn sem í okkur býr. Það þarf ekki endilega að vera maki eða vinir sem kveikja þennan kraft, því við getum vakið hann á svo marga mismunandi vegu. Ef við erum ein og eigum ekki dýr á heimilinu, eru samt ótal leiðir til að tengjast hjartaorkunni. Við getum gengið út og horft á dýr og fugla, notið fegurðar náttúrunnar, blóma og trjáa, fylgst með fólki á göngu með hunda sína eða setið þar sem við heyrum hlátur og gleði barna. Við getum einnig skoðað ljósmyndir af dýrum, fuglum eða börnum og leyft þeim að snerta hjartað. Stundum er nóg að staldra við og horfa inn í augu dýrs á ljósmynd; í þeim birtist ástin svo skýrt og sterkt að við finnum hvernig hún speglast inn til okkar.

Dýrin hafa í raun komið til að hjálpa okkur með þetta. Þau eru oft okkar bestu trúnaðarvinir og félagar, og enginn elskar okkur jafn óskilyrt og þau. Þau hafa djúpa og heilandi nærveru og með þeim erum við aldrei ein. Þegar við eigum ekki kost á því að hafa dýr í lífi okkar geta ljósmyndir eða kvikmyndir með dýrum orðið næst besti kosturinn. Í augunum þeirra, sérstaklega þegar þau beina sjónum sínum að afkvæmum sínum, eða horfa á okkur má lesa þá ást sem við þráum svo oft að finna í hjartanu.

08/09/2025

Hi my friend!

It's Manifesting Monday.

Great things happen when 2 or more people come together to vision in this way with each other.

Please let our community know what you'd like for us to envision for you by sharing your desired manifestations that you'd like to create more of in your life.

By letting us know our community of friends from around the world, and I will see your desired manifestations show up for you with greater ease.

Also, please take a moment to read what others are asking for as well, and hold the space of "YES, I see this for you too."

Here's an effective way to manifest:

Step 1: Open up with an affirmative/empowered statement such as "I am, I have, I create, I affirm, I choose, I now step into, may, etc..."

These statements immediately begin anchoring our desired manifestations into the present moment because we are in our power when saying them.

Some phrases we want to stay away from are: "I want or I need," because they come from a victim space.

Step 2: Write your desired manifestation.

Step 3: Expand the statement with "This or something greater & so it is!"

This final statement opens us up to receiving our blessings without having to be limited to the specifics of the how, where, when, who, why's that usually block us from actually attracting what we'd like to experience.

My desired manifestation for this week:

May you attract lots of abundance with ease. This or something greater, and so it is!

Now, it's your turn to share, my friend. What would you like thousands of amazing friends across the world, including myself, to envision with you?

Give yourself permission to receive this kind of love and support.

In the coming days and weeks ahead, begin to notice how the universe brings into your life your desired manifestation.

Love,
Emmanuel

Minningarbrot æskunnarLeiðin í skólannHún er sjö ára og á leið í skólann í fyrsta sinn í svokallaðan vorskóla. Það var k...
08/09/2025

Minningarbrot æskunnar

Leiðin í skólann

Hún er sjö ára og á leið í skólann í fyrsta sinn í svokallaðan vorskóla. Það var kallað vorskóli vegna þess að hann var aðeins haldinn á vorin fyrir yngstu börnin. Hún situr í Land Rovernum með pabba sínum og fleiri börnum úr sveitinni. Þau þurfa að fara yfir fjallveg til að komast í skólann og ferðin tók um tvo klukkutíma.

Allir eru með ferðatöskur og poka, því þau eiga að sofa í skólanum. Hún hafði kannski séð þessi börn áður, en þekkti þau ekki neitt þau voru líka eldri en hún. Pabbi hennar reykti pípu og hún sat alveg við hliðina á honum í miðjusætinu. Það var lítið talað á leiðinni; hann var ekki vanur að spjalla mikið við börn.

Hún hafði hlakkað óskaplega til að fara í skóla, en hún vissi ekki að það þýddi að fara að heiman. Hún hafði aldrei áður gist annars staðar nema einu sinni í Reykjavík með mömmu og nokkrum sinnum farið í kaupstaðinn til læknis og í heimsókn til ömmu og afa.

Skólastjórinn

Hún hafði hitt manninn sem sagðist vera skólastjóri sumarið áður. Þá hafði hún verið með pabba sínum úti við hlöðu, og þá kom þarna maður sem kynnti sig sem skólastjórann við skólann sem hún átti að fara í. Hún vissi þó ekki hvað það þýddi að vera skólastjóri. Samt var eitthvað kunnuglegt við hann eins og þau þekktust þegar þau sáust fyrst. Kannski var hann bara svona við öll börn. Hann kallaði hana skessuna sína, og hún vissi að það var eitthvað gott, þó hún þekkti vel hvernig skessur voru í sögunum risastórar og áttu heima í fjöllunum.

Fyrsta kvöldið

Skólinn sjálfur var eins og höll í hennar augum. Hún hafði ekki gert sér grein fyrir að svona stór hús gætu verið til. Hún hafði aldrei komið þarna áður.

Þau gengu inn um aðaldyrnar. Pabbi hennar bar farangurinn, og skólastjórinn tók á móti þeim. Hann var alveg eins og þegar hún hitti hann fyrst föðurlegur og henni þótti strax vænt um hann.

Þau gengu upp stigana, fyrst á einn pall og svo annan, þar sem stelpugangurinn var. Skólastjórinn sýndi þeim herbergið sem hún átti að deila með þremur öðrum stelpum. Þar voru kojur fyrir fjóra, langborð og stólar við vegginn, fjórir fataskápar, vaskur fyrir tannburstann og snagar fyrir þvottapoka og handklæði.

Hún byrjaði að taka upp úr töskunni: sæng, kodda, föt. Hún lagði lakið á rúmið, breiddi sængina og lagði teppið yfir. Þá var komið að því að fara í mat. Pabbi var löngu farinn niður með skólastjóranum og hún fylgdi herbergisfélögunum í matsalinn á fyrstu hæð. Hún hafði aldrei séð þær áður, en henni líkaði strax vel við þær.

Matsalurinn

Fyrir utan matsalinn beið hópur af börnum. Hún hafði aldrei séð svona margt fólk saman komið. Þetta minnti hana á kindurnar heima hjá pabba, þegar þær biðu eftir að komast inn í fjárhúsið á veturna.

Að lokum opnaði einhver dyrnar, og krakkarnir mynduðu röð til að ganga inn. Þar tók hvert barn disk, glas og hnífapör og settist við langborð. Hún sat með herbergisfélögunum sínum.

Það voru fjögur langborð í matsalnum, og salurinn virtist risastór eins og allt í þessum skóla. Maturinn var borinn fram á bakka með vatnskönnum sem stóðu fyrir miðjum salnum. Það var kjöt í matinn eitthvað sem hún hafði aldrei séð eða fundið lykt af áður. Hún prófaði að smakka, en fannst það skrítið, seigt og feitt.
„Þetta er hrossakjöt,“ sagði einhver.

Hún hafði aldrei borðað hrossakjöt áður, og varla skilið orðið.
Hún reyndi þó að skera nokkra bita, en fannst það ekki gott. Það sem bjargaði öllu var grauturinn hann var kunnuglegur, þó ekki alveg eins og hjá mömmu.

Hvort pabbi kvaddi hana man hún ekki. Kannski fann hann hana ekki innan um allan þennan hóp.

Fyrsti dagurinn

Eftir hádegi fóru þau með úlpurnar og skóna niður í útiklefann í kjallaranum. Þar voru aðskildir klefar fyrir stelpur og stráka. Hún var ekki viss um að hún myndi rata þangað aftur eftir að hafa skilið fötin sín eftir.

Svo hófst fyrsti kennslutíminn. Kennslustofurnar voru á fyrstu hæð, rétt hjá matsalnum. Fyrir framan þær var anddyrið risastórt, eins og allt annað í skólanum. Þar voru kennarastofurnar og skrifborð skólastjórans.

Það var einmitt skólastjórinn sem kenndi þeim. Hún kunni að lesa og reikna eitthvað smá, og það kunni líka herbergisfélagi hennar sem sat við hliðina á henni. Þær sátu fremst í stelpnaröðinni og skólastjórinn kallaði þær skessurnar sínar, á meðan hann horfði á þær með föðurlegu augnaráði. Strákarnir sátu hinum megin í stofunni.

JG

07/09/2025

Sálartengingar

Þegar sál ákveður að koma til jarðar þarf hún á líkama að halda sem farartæki til upplifunar. Í upphafi er þetta farartæki agnar lítið og viðkvæmt og það tekur langan tíma á okkar mælikvarða að ná fullri stærð.

Stundum velti ég því fyrir mér hvernig það geti verið að sumir séu ekki meðvitaðir um að manneskjan sé bæði líkami og sál. Margir virðast sannfærðir um að þeir séu eingöngu líkaminn og að þegar hann hættir að starfa sé allt búið. Fyrir mér er það eins og að segja að ég sé bara fötin sem ég geng í og þegar ég fari úr þeim sé ég horfin.

Út frá minni reynslu veit ég að sálin lifir utan líkama og að sálir geta átt samskipti sín á milli án þess að nota talað eða ritað mál. Þá skiptir engu máli þótt lönd og höf aðskilji þær.

Ég verð stundum mjög hissa á því hvað samskipti við annað fólk hefur kennt mér. Einu sinni var ég og önnur manneskja sem ég þekki ósáttar. Mér leið afskaplega illa með það og líklega henni einnig. Það sem kom mér þó á óvart var að þrátt fyrir reiði og sárindi fann ég djúpt innra með mér mikinn kærleika til þessarar sálar. Tengingin var greinilega til staðar og mér varð ljóst að á milli okkar ríkti sterk ást, þrátt fyrir ósætti persónanna.

Frá fyrstu kynnum hafði ég fundið eins og ég hefði þekkt þessa manneskju áður og að á milli okkar hefðu ríkt miklir kærleikar.
Meistarinn Maitreya segir í bréfum sínum að okkar verstu óvinir eða þeir sem særa okkur séu oft bestu vinir okkar í andlega heiminum. Þeir koma hingað til að kenna okkur lexíur, oft um það sem við viljum ekki horfast í augu við í okkur sjálfum. Við þurfum að átta okkur á því hvers vegna við bregðumst við með reiði eða sársauka.

Ég hef líka fundið fyrir sterkri sálartengingu við manneskju sem ég þekki mjög vel. Ég hafði þó aldrei hugsað um samband okkar sem tengingu tveggja sálna. Þegar ég fór að skynja hana sem sál varð mér ljóst hve mikil ást ríkti á milli okkar. Það var dýpri og óskilyrtari ást en sú sem birtist í daglegum samskiptum persónanna.

Þessari ást er ekki hægt að lýsa með orðum. Hún krefst einskis hún er einfaldlega til staðar.

Samhliða þessari reynslu fann ég mikinn sársauka innra með mér, bæði úr þessu lífi og fyrri lífum tengdan þessum manneskjum.

Við höfum öll upplifað sársaukafulla tíma og lægra sjálfið minnir okkur á hann með sínum blekkingum. Það blekkir okkur þannig að við finnum ekki fyrir ástinni, heldur upplifum við sársauka, reiði, ótta eða vonbrigði.

Þegar ég fann fyrir kærleikanum sem ríkti á milli okkar, hafði hann bæði heilandi og mildandi áhrif á þennan sársauka sem persónurnar voru að takast á um. Ef hægt er að tala um að kærleikur bræði sársauka, þá var það einmitt það sem gerðist á þessu augnabliki.

Þessi tvö dæmi annars vegar að finna strax kærleika við fyrstu kynni við sál og hins vegar að vera blind á hann lengi sýndu mér að sálartengingin er alltaf til staðar við þá sem við umgöngumst.

Við getum fundið fyrir öllum þeim sálum sem við þekkjum í orkunni. Þær eiga samskipti í andlegri vídd, jafnvel þótt persónurnar séu ómeðvitaðar um það. Og það sem sálirnar ræða saman er líklega allt annað en það sem við tölum um sem persónur.

Hvernig áföll í barnæsku hafa áhrifÞörfin til að læra heilunMargir finna köllun til að læra heilun eða aðrar meðferðir s...
07/09/2025

Hvernig áföll í barnæsku hafa áhrif

Þörfin til að læra heilun

Margir finna köllun til að læra heilun eða aðrar meðferðir sem styðja og hjálpa öðrum á einhvern hátt. Oftast er þessi þrá sprottin úr því að vilja vinna með eigin innri sársauka. Við erum speglar hvert fyrir annað og þegar við hjálpum öðrum að vinna úr sínum áföllum, þá erum við á sama tíma að vinna úr okkar eigin.

Áfallaminningar í líkama og orku

Áföll sitja ekki aðeins í huganum heldur líka í líkamanum og orkukerfunum okkar.

• Efnislíkami: Geymir orkuna í þéttasta forminu, beinin, vöðvar, sinar, lifrin, hjartað, lungun, vökvakerfi.

• Eterlíkaminn: Liggur næst efnislíkamanum og hefur næst þéttustu orkuna og er þar með líka mjög fastheldin á orku þegar við byrjum að losa hana út.

• Tilfinningalíkaminn: Tengist magastöðinni og geymir tilfinningaleg áföll.

Þessar minningar liggja í líffærum, vefjum, orkupunktum og orkuhjúpnum þar til þær eru meðvitað losaðar. Þarna eru oft mikið af tengiböndum við annað fólk.

Magastöðin/sacral orkustöðin 3 til 8 ára

Á aldrinum 3–8 ára virkjast þessi orkustöð sem tengist sköpun og tilfinningum. Áföll á þessum aldri geta myndað blokkeringar sem hindra sköpunarkraft, gleði og tengingu við lífið. Slíkar blokkeringar geta jafnvel orðið til þess að við leitum í fíknihegðun til að deyfa tilfinningar.

Sólarplexus 8 til 11 ára

Frá 8–11 ára virkjast sólarplexus, sem tengist sjálfsmati og því hvernig við speglum okkur í augum annarra. Áföll á þessum aldri geta brotið niður viljastyrk og gert okkur erfitt fyrir að:

• standa með sjálfum okkur,

• virða eigin skoðanir og óskir,

• aðgreina eigin þarfir frá þörfum annarra.

Þar getur myndast brenglað sjálfsmat sem fylgir okkur áfram inn í fullorðinsárin.

Heilunin
Felst í því læra að vinna með okkar eigin sáru minningar. Þannig opnast leið til að heila okkur sjálf og þar með möguleiki til að hjálpa öðrum með sama hætti.

Ferðalag sálarÞað gerðist fyrir nokkrum árum síðan að ég fékk að finna fyrir því hversu þungur og heftandi efnislíkaminn...
06/09/2025

Ferðalag sálar

Það gerðist fyrir nokkrum árum síðan að ég fékk að finna fyrir því hversu þungur og heftandi efnislíkaminn er. Ég vaknaði rétt fyrir ofan hann, greinilega komin úr einhvers konar sálnaflakki. Ég var sem sagt sálin mín á ferð og fann frelsið sem hafði fylgt þessu ferðalagi.

Næsta sem ég skynjaði var að ég fór að „klæða mig“ í líkamann. Ég fann hvernig ég færðist smám saman inn í búkinn, fæturna og hendurnar, þar til ég var komin alla leið inn. Um leið og það gerðist varð eins og smellur. Tilfinningin var sú að klæðast köldu, dimmu og þykku hylki eða þungri kápu sem umlukti mig.

Þetta var óvenjuleg reynsla. Ég man enn vonbrigðin sem dundu á mér þegar ég var föst í líkamanum, svipt hæfileikanum til að fljúga. Það var eins og að lenda undir þungu fargi þar sem engin leið er að hreyfa sig. Líkaminn var eins og steyptur niður, þungur og óhreyfanlegur. Mér fannst ég lokuð inni í fangelsi efnisins, aftur og enn á ný.

Þegar ég loks hóf að hreyfa líkama minn var það með erfiðismunum. Hann var stirður og kaldur, og aðeins hægt að hreyfa hann lítið til að byrja með. Smám saman kviknaði þó líf í hann á ný. Þarna fann ég muninn á því að vera bundin efnislíkamnum og því að vera frjáls sem sál. Það var ómetanlegt að fá að upplifa þann mun.

Þessi reynsla sannfærði mig um að ég er meira en þessi jarðneski búkur. Ég skildi að ég er líka til sem sál, lifandi og frjáls, óháð líkamanum. Ég get vel ímyndað mér að þannig sé þegar hún losnar í síðasta sinn. Það hlýtur að vera gríðarlegur léttir að sleppa þessu þunga fargi.

Við höldum oft að sálin, á leið yfir í hinn andlega heim, sé sorgmædd yfir því að kveðja. En miðað við þessa upplifun trúi ég að því að þessu sé alveg öfugt farið. Það var ótrúlega gott að upplifa það að vera svona frjáls léttari en fugl, hafin yfir allar hindranir efnisins.

Þá upplifði ég hve auðvelt er að vera til án líkama, ekkert efni til að hefta, ekkert sem veldur vonbrigðum eða ótta. Allt er mögulegt – ekkert ómögulegt. Sérkennilegt er að hugsa til þess hversu stutt augnablikið var, en í vitund minni virtist það eins og heil eilífð. Í einu augnabliki rann svo margt upp fyrir mér.

Ég skildi að enginn þarf að óttast dauðann, þó flestir geri það. Það er ekkert að óttast. Við getum hlakkað til þess dags þegar við yfirgefum jarðvistina og göngum inn í næsta stig tilverunnar. Þó að upplifun í líkama í jarðvist sé auðvitað alveg einstök og mögnuð og engu öðru lík.

Ég held að reynsla mín sé að einhverju leyti svipuð þeirri sem þeir lýsa sem hafa drukknað en verið endurlífgaðir. Margir segja frá miklum vonbrigðum þegar þeir snúa aftur til jarðar. Vellíðanin sem fylgir því að vera laus við líkama er ólýsanleg.

Address

Mosfellsbær

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Viska og gleði posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Viska og gleði:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Our Story

Mín ástríða í lífinu er að deila því sem mér finnst skemmtilegt og gefur lífinu lit. Stundum er það viska sem aðrir hafa uppgötvað og stundum er það eitthvað sem ég hef sjálf uppgötvað. Lífið er fjölbreytilegt og ef við leyfum þá breytast skoðanir okkar og viðhorf frá degi til dags, við lærum svo lengi sem við lifum. Vefsíðan mín viskaoggledi.is hefur verið á netinu í 10 ár og þar má finna ýmislegt að lesa sem snýr að því sem sumir kalla frumspeki en aðrir andleg mál.