Kakó & Heilun með Birnu

Kakó & Heilun með Birnu Birna aðstoðar einstaklinga og hópa að virkja sinn eigin heilunar- og sköpunarkraft með kakóa

SjálfsástÍ tilefni nýja tunglsins í Krabba langar mig að skrifa um hugtakið sjálfsást. Hugtakið hefur áreiðanlega jafn m...
14/07/2021

Sjálfsást

Í tilefni nýja tunglsins í Krabba langar mig að skrifa um hugtakið sjálfsást.
Hugtakið hefur áreiðanlega jafn margar merkingar og við erum mörg en fyrir mér er sjálfástin "sjálfsást" þegar við elskum okkur og hlúum að okkur þegar okkur finnst við ekki eiga skilið að vera elskuð. Að yfirgefa okkur ekki þó aðrir geri það.

Á þessum erfiðu stundum skiptir sjálfsástin okkur mestu máli og þar af leiðandi er það þá sem við eigum erfiðast með að virkja hana.

Hjá mér er sjálfsástin mjög mismunandi eftir dögum. Stundum er það að taka hvíldardag mig þó innri gagnrýnandinn segir að ég sé ekki nógu dugleg. Næsta dag getur það verið að halda áfram á hnefanum þegar innri gagnrýnandinn segir að ég geti ekkert og ætti frekar að sleppa því að reyna.

Gera það sem lætur mér líða vel án þess að festa mig í þægindarammanum og gera aldrei neitt sem mér finnst erfitt. Taka við áskorunum án þess að brjóta eigin mörk á hverju ég vil ekki gera eða hef ekki orku til.

Sjálfsástin er líka að taka á móti mennskunni sinni með mildi. Þegar maður gerir mistök, gerir á hlut annarra, eða klúðrar einhverju að taka þá á móti sér með mildi í stað niðurrifs, læra af mistökum sínum og gera betur næst. Bjóða djöflunum sínum í te í stað þess að þykjast ekki hafa neina. Sættast við sína breyskleika, biturð eða sára fortíð. Það er hægara sagt en gert en afneitun er engin leið til bata. Við höfum jú öll eitthvað og það gerir okkur ekki verri en næsta mann.

Sjálfsástin er líka að fagna kostunum sínum og minna sig reglulega á þá án þess að falla í samanburðargryfjuna eða upplifa sem betri en aðra.

Þess vegna er sjálfsástin í mínu tilviki ekki alltaf leið sem er auðvelt að feta og mig grunar að hún sé það hjá fleirum. Sjálfsást er ekki að hugleiða þar til þú prumpar glimmeri og losnar við allt „neikvætt“ úr þínum hugsunum. Sjálfsást er þegar þú mætir þér og stendur þér að baki þó þig langi ekki til þess. Mína sjálfsást rækta ég með því að hlusta á mig eins vandlega og ég get og rækta sambandið við sjálfa mig. Augnablikin þar sem ég hef misst alla trú á sjálfri mér og sá eini sem mætir á svæðið er innri gagnrýnandinn, minna mig á hvað það er mikilvægt að rækta sjálfsástina og þess vegna er ég að deila þessu með þér. Þannig að þegar á reyni á hafir þú mögulega kannað þitt form af sjálfsást þegar þú þarft á henni að halda.

Megi þér ganga vel að finna þína sjálfsást,

Birna

Heil og sæl öllsömul 🌈Ég er nú komin heim til Íslands og hef lokið Cacao Facilitator Teacher Training undir handleiðslu ...
13/02/2020

Heil og sæl öllsömul 🌈

Ég er nú komin heim til Íslands og hef lokið Cacao Facilitator Teacher Training undir handleiðslu Júlíu Óttarsdóttur í Guatemala.

Að sjálfsögðu er ég með 100% ceremonial cacao í farteskinu sem ég mun nota og bjóða upp á skemmtilega viðburði því tengda; heilunarseremóníur með kakó, hugleiðslur, tónheilun, workshop þar sem unnið er með að virkja eigin sköpunarkraft, einstaklingsmeðferðir og fleira 🍫

Aðal breytingin verður þó sú að ég mun ekki bjóða upp á klassískt nudd lengur heldur verð ég í staðinn með heilun sem aðalmeðferð, ásamt seremóníum og fleiri hóptímum.

Ástæður þess eru nokkrar en sú stærsta er að mínu mati er það áhrifaríkari meðferð við flestum kvillum sem koma upp á borð til mín og snýr meira að því sem ég vil vinna með - sem eru heildrænar meðferðir með líkama og sál sem gefa einstaklingnum einnig valdeflandi tól og tæki til að taka með sér út í lífið 🌈

Fyrir mig persónulega hefur heilun reynst einna best og heldur áfram að koma mér á óvart hversu mögnuð slík meðferð getur verið. Ég er því afskaplega spennt að vinna meira með það og deila því með ykkur 🧡

Kakóið, sem ég er búin að drekka í tvö ár, hefur að sama skapi haft mjög góð áhrif og er efni í heilan pistil sem kemur án efa bráðlega.

En ef ykkur vantar ráðleggingar og viljið eingöngu klassískt nudd get ég ábyggilega aðstoðað ykkur við að finna góða meðferðaraðila 🤗

Mun setja inn litla könnun á næstu dögum til að kanna áhuga á þessum nýjungum og sjá hvers konar viðburð ég mun halda fyrst ❤

Hjartans kveðjur,

Birna

Ps endilega sendið mér PM ef þið viljið forvitnast meira 🙏

Address

Miðholt
Mosfellsbær
270

Telephone

3547819913

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Kakó & Heilun með Birnu posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Kakó & Heilun með Birnu:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Our Story

Ég er útskrifaður heilsunuddari frá FÁ og býð upp á einstaklingsmiðaðar nuddmeðferðir sem eru blanda af þeim mörgu nuddformum sem ég hef lært og einnig tónheilun. Ég hef einnig klárað námskeið í Thai Yoga Massage. Legg mikið upp úr að ná losun og slökun á vöðva- og taugakerfi sem hefur reynst mér best til að ná fram langvarandi minnkun á verkjum. Ég er staðsett í Mosfellsbæ þar sem ég nudda í heimahúsi. Hægt er að panta tíma í gegnum birnakristina@gmail.com og Facebook síðuna.