01/08/2023
Ath. Ég er búinn að loka stofunni minni í Neskaupstað. Það kemur til af góðu. Ég mun hefja störf á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar 1. september þar sem ég fer í fullt starf sem ráðgjafi og meðferðaraðili og eyði þá öllum mínum starfskröftum í að hjálpa fólki með ráðum og dáð. Mig langar að þakka öllum sem hafa leitað til mín síðustu árin fyrir traustið og óska ykkur öllum góðs gengis í framtíðinni.
Munum að lífið er allskonar. S**t HAPPENS. En tilfinningar og hugsanir koma og fara og við þurfum ekki að láta þessi fyrirbæri stoppa okkur frá því að gera það sem við viljum og það sem við vitum að er gott fyrir okkur. Munum að dagurinn í dag...þetta augnablik...er lífið sjálft, hvað sem raddirnar í hausnum á okkur segja.
kær kveðja:
Siggi