22/01/2025
Ætla að taka 1-2 daga í mánuði á stofunni. Hægt að panta tíma með að senda á sverrirsal@gmail.com
Ég sinni sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna (18+) á austurlandi.
Mýrargötu 20
Neskaupstaður
740
09:00 - 16:00 |
Be the first to know and let us send you an email when Sverrir Björn sálfræðingur - austurland posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Send a message to Sverrir Björn sálfræðingur - austurland:
Ég útskrifaðist með BA gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2015 og MSc gráðu í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík 2018 þar sem mikil áhersla var lögð á hugræna atferlismeðferð (HAM). Þær vinnustofur sem ég hef sótt eru HAM við félagskvíða hjá Brynjari Halldórssyni (vorið 2017), HAM við lágu sjálfsmati hjá dr. Melanie Fennell (vorið 2018) og HAM með virknimeðferð við þunglyndi hjá Dr. Stephen Barton (vorið 2018). Í verknáminu starfaði ég hjá Átröskunarteymi Landspítalans, Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, var í hjarta- og lungnateymi ásamt endurhæfingarteymi Reykjalundar. Einnig sat ég hópmeðferðatíma hjá Þunglyndis- og kvíðateymi Landspítalans. Ég sinni meðal annars meðferðarvinnu og greiningu fullorðinna með áherslu á þunglyndi, kvíðavanda og lágt sjálfsmat. Ég starfaði hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands til Nóvembers 2018 en starfa núna á eigin stofu í Neskaupstað og hef viðverðu á Heilsugæslunni á Egilsstöðum tvisvar í mánuði.