10/11/2025
Gjöf til allra kvenna frá Kvenfélagasambandi Íslands.
Ljósmæðravakt HSS barst á dögunum höfðingleg gjöf frá Kvenfélagasambandi Íslands. Um er að ræða rafrænt skráningarkerfi fósturhjartsláttarrita sem tengist mæðraskrá barnshafandi kvenna.
Ljósmæðravakt HSS þakkar kvenfélagasambandi Íslands kærlega fyrir gjöfina sem á án vafa eftir að koma sér vel.
Sjá nánar á heimasíðu HSS hss.is