Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - HSS Frá árinu 1954 hefur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veitt íbúum Suðurnesja heilbrigðisþjónu

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er rekin heilsugæsluþjónusta, sjúkradeild, hjúkrunardeild, ljósmæðravakt og Slysa- og bráðamóttaka.

Guli dagurinn er 10. september.
08/09/2025

Guli dagurinn er 10. september.

Við getum öll bjargað lífi ;
03/09/2025

Við getum öll bjargað lífi ;

08/06/2025

Rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og nú en rekstrarafkoma stofnunarinnar var jákvæð um 150 milljónir króna á síðasta ári, sem er viðsnúningur upp á um 849 milljónir frá árinu á undan þegar afkoman var neikvæð upp á 705 milljóni...

06/06/2025

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur opnað langþráða heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ. Það var því hátíðleg stund þegar heilsugæslustöðin var formlega opnuð. Þá klipptu á borða þau Alma Möller heilbrigðisráðherra, Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Suðurnesjabæ og G...

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja auglýsir eftir deildarstjóra á rannsókn
05/06/2025

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja auglýsir eftir deildarstjóra á rannsókn

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða til starfa lífeindafræðing í ...

HSS er að fara af stað með þjónustukönnun.Markmið þjónustukönnunar er að kanna upplifun skjólstæðinga á þjónustunni og s...
28/05/2025

HSS er að fara af stað með þjónustukönnun.

Markmið þjónustukönnunar er að kanna upplifun skjólstæðinga á þjónustunni og stuðla að umbótum þar sem þörf er á.

Skjólstæðingar sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslunni, dagdeild, röntgen, rannsókn og sálfélagslegri þjónustu fá áminningu um tímann í SMS.

Daginn eftir heimsóknina mun síðan berast annað SMS í sama símanúmer þar sem spurt er um þjónustuna.

Sé fólk ekki með skráð símanúmer er hægt að ræða við starfsfólk móttöku og skrá símanúmer við komuna.

Hafi skjólstæðingar fengið fleiri en eina þjónustu sama daginn fá þeir sent eitt SMS með hlekk á þjónustukönnunina fyrir hverja þjónustu sem viðkomandi fékk þann daginn.

Þessi þjónustukönnun fer einnig til skjólstæðinga sem mæta á heilsugæsluna í Vogum og Suðurnesjabæ.

Við værum þakklát fyrir góða þátttöku í þjónustukönnuninni.

Endilega deilið :)

Vegna Sumarleyfa verður skert þjónusta í heilsugæsluteymum 1 og 2 frá 1. júní til 31. ágúst. Almenn móttaka lækna, hjúkr...
28/05/2025

Vegna Sumarleyfa verður skert þjónusta í heilsugæsluteymum 1 og 2 frá 1. júní til 31. ágúst.

Almenn móttaka lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra er alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00. Læknar í teymum verða með opna tíma á heilsugæslunni svo hægt er að biðja sérstaklega um tíma hjá þeim.

Tímapantanir alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00 í síma 422-0500.
Hægt er að fá aðstoð varðandi ýmis erindi í símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga. Dæmi um þessi erindi eru grunur um þvagfærasýkingu, ráðgjöf vegna kynsjúkdóma, ferðamannabólusetningar, mat á alvarleika veikinda (ef óvissa er um hvort fólk þurfi að leita læknis).

Hægt er að panta símatíma hjá hjúkrunarfræðingi alla virka daga kl. 8:00 – 12:00.
Læknavakt er frá kl. 15:30 - 20:00 virka daga en kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 15:00 um helgar og helgidaga.

Bóka þarf tíma á læknavaktina eftir kl. 13:00 samdægurs virka daga og kl. 10:00 um helgar.

Ef um lífsógnandi tilfelli er að ræða á að hringja í 112

Í vafatilfellum skal hringja í upplýsingasímann 1700.

Hægt er að óska eftir lyfjaendurnýjun í gegnum mínar síður á heilsuveru sem fyrr og einnig er hægt að hringja í 422-0500.

HSS minnir á Ársfundinn næsta föstudag 24. maí 2025Mikilvægt að skrá sig á fundinn á hss@hss.isAllir velkomnir á meðan h...
20/05/2025

HSS minnir á Ársfundinn næsta föstudag 24. maí 2025
Mikilvægt að skrá sig á fundinn á hss@hss.is

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Vinsamlega deilið 😀

Samráðsfundur um verkefnið Öruggari Suðurnes var haldinn í samkomuhúsinu í Sandgerði sl. miðvikudag. Áhersla fundarins v...
13/05/2025

Samráðsfundur um verkefnið Öruggari Suðurnes var haldinn í samkomuhúsinu í Sandgerði sl. miðvikudag.

Áhersla fundarins var málefni barna og ungmenna á Suðurnesjum.

HSS tekur stolt þátt í þessu verkefni og hér á myndinni er forstjóri HSS að flytja erindi á fundinum.

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verður haldinn 23.maí á Hótel Keflavík frá klukkan 14:00 til 16:00.Fundurinn e...
08/05/2025

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verður haldinn 23.maí á Hótel Keflavík frá klukkan 14:00 til 16:00.

Fundurinn er opinn öllum svo lengi sem húsrúm leyfir og er óskað eftir að áhugasamir skrái sig með því að senda tölvupóst til hss@hss.is.

Við munum stikla á stóru í umfjöllun um atburði og árangur ársins 2024 og nýta svo fundartímann til samráðs við nærsamfélagið okkar.

Breytingar á opnunartíma læknavaktar HSS um helgar og helgidaga. Læknavakt er frá kl. 15:30 - 20:00 virka daga en kl. 10...
05/05/2025

Breytingar á opnunartíma læknavaktar HSS um helgar og helgidaga.

Læknavakt er frá kl. 15:30 - 20:00 virka daga en kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 15:00 um helgar og helgidaga.

Bóka þarf tíma á læknavaktina eftir kl. 13:00 samdægurs virka daga og kl. 10:00 um helgar.

Íbúafundur í Suðurnesjabæ 13. maí  kl. 17:00Vinsamlega deilið Íbúar Suðurnesjabæjar
29/04/2025

Íbúafundur í Suðurnesjabæ 13. maí kl. 17:00

Vinsamlega deilið

Íbúar Suðurnesjabæjar

Address

Skólavegi 6
Njarðvík
230

Telephone

+3544220500

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - HSS posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - HSS:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Á HSS er rekin heilsugæsluþjónusta og sjúkradeild auk hjúkrunardeildar fyrir aldraða í Víðihlið í Grindavík.