Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - HSS Frá árinu 1954 hefur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veitt íbúum Suðurnesja heilbrigðisþjónu

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er rekin heilsugæsluþjónusta, sjúkradeild, hjúkrunardeild, ljósmæðravakt og Slysa- og bráðamóttaka.

Gjöf til allra kvenna frá Kvenfélagasambandi Íslands.Ljósmæðravakt HSS barst á dögunum höfðingleg gjöf frá Kvenfélagasam...
10/11/2025

Gjöf til allra kvenna frá Kvenfélagasambandi Íslands.

Ljósmæðravakt HSS barst á dögunum höfðingleg gjöf frá Kvenfélagasambandi Íslands. Um er að ræða rafrænt skráningarkerfi fósturhjartsláttarrita sem tengist mæðraskrá barnshafandi kvenna.

Ljósmæðravakt HSS þakkar kvenfélagasambandi Íslands kærlega fyrir gjöfina sem á án vafa eftir að koma sér vel.

Sjá nánar á heimasíðu HSS hss.is

Síðasti dagur inflúensubólusetningar í Kirkjulundi er mánudaginn 17. nóvember.Sjá nánar á hss.is
07/11/2025

Síðasti dagur inflúensubólusetningar í Kirkjulundi er mánudaginn 17. nóvember.
Sjá nánar á hss.is

Á heimasíðu HSS eru að finna upplýsingar um einkenni og meðferð við inflúensu.Þar kemur einnig fram munur á inflúensu og...
29/10/2025

Á heimasíðu HSS eru að finna upplýsingar um einkenni og meðferð við inflúensu.
Þar kemur einnig fram munur á inflúensu og kvefipest.

Endilega kynnið ykkur það á hss.is

Inflúensubólusetning fyrir börn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býður öllum börnum frá 6 mánaða til 5 ára bólusetningu geg...
29/10/2025

Inflúensubólusetning fyrir börn

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býður öllum börnum frá 6 mánaða til 5 ára bólusetningu gegn inflúensu þeim að kostnaðarlausu.

Inflúensan getur verið alvarleg, sérstaklega fyrir ung börn. Með því að bólusetja veitum við þeim aukna vörn og hjálpum til við að draga úr útbreiðslu veirunnar.

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

Börn fædd 2020 eða síðar sem náð hafa 6 mánaða aldri við bólusetningu.

Börn með undirliggjandi sjúkdóma

Börn sem eru í nánum tengslum við viðkvæma aðila

Það tekur það líkamann tvær vikur að þróa vörn gegn inflúensunni eftir að barnið er bólusett

Nú er tíminn til að bólusetja - áður en inflúensutímabilið nær hámarki.

Hægt að bóka tíma í afgreiðlsu HSS frá kl. 9-15 í síma 4220500

Nánari upplýsingar á hss.is

Brjóstaskimun verður í boði á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 24. - 28. nóvember. Tímapantanir fara fram hjá...
24/10/2025

Brjóstaskimun verður í boði á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 24. - 28. nóvember.

Tímapantanir fara fram hjá Brjóstamiðstöðinni í síma 543-9560 eða með tölvupósti á brjostaskimun@landspitali.is

Vinsamlega deilið :)

Starfsgreinakynning fyrir grunnskólanemendur.Þriðjudaginn 14. október var haldin starfsgreinakynning fyrir nemendur í 8....
18/10/2025

Starfsgreinakynning fyrir grunnskólanemendur.

Þriðjudaginn 14. október var haldin starfsgreinakynning fyrir nemendur í 8. og 10. bekkjum grunnskóla á Suðurnesjum í íþróttahúsi Keflavíkur.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var með fulltrúa úr flestum faggreinum stofnunarinnar, þar voru kynnt störf, geislafræðinga, heilbrigðisgagnafræðinga, hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga, lækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, sjúkraliða og sjúkraþjálfa

Við vonumst til að sjá sem flesta þessa nemenda í heilbrigðisþjónustu í framtíðinni 🙂

https://island.is/s/hss/frett/starfsgreinakynning

Hópbólusetningar HSS við inflúensu verða í Kirkjulundi í ár. Einnig verður boðið uppá bólusetningar á heilsugæslum í Suð...
09/10/2025

Hópbólusetningar HSS við inflúensu verða í Kirkjulundi í ár. Einnig verður boðið uppá bólusetningar á heilsugæslum í Suðurnesjabæ og Vogum. Sjá auglýsingu.

Vinsamlega deilið

Nú verður í boði HPV bólusetning fyrir pilta í árgöngum 2008-2010Piltum í grunnskólum verður boðin bólusetning í skólanu...
07/10/2025

Nú verður í boði HPV bólusetning fyrir pilta í árgöngum 2008-2010

Piltum í grunnskólum verður boðin bólusetning í skólanum. Einnig verður piltum í þessum árgöngum boðið uppá bólusetningu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem verður nánar auglýst síðar.
Í kjölfarið verður hægt að panta tíma á heilsugæslunni í bólusetningu.

Veturinn 2025-2026 verða HPV bólusetningar gjaldfrjálsar fyrir pilta í árgöngum 2008-2010. Bólusetning gegn HPV hefur verið gerð óháð kyni frá haustinu 2023 við 12 ára aldur, og verður átakið því gert til viðbótar við almennar bólusetningar þriðja árgangsins sem fær HPV b...

Vaskur hópur hjúkrunarfræðinga frá HSS fóru á hjúkrunarráðstefnu í Hofi á Akureyri dagana 25. -26. september. Þar var fa...
05/10/2025

Vaskur hópur hjúkrunarfræðinga frá HSS fóru á hjúkrunarráðstefnu í Hofi á Akureyri dagana 25. -26. september. Þar var fagmennskan í fyrirrúmi og voru fulltrúar HSS með glæsileg erindi á ráðstefnunni.

Fyrst ber að nefna Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra sem fór með erindið um „Mönnunarviðmið í hjúkrun, næstu skref“. En Guðlaug Rakel var í verkefnahóp sem heilbrigðisráðherra skipaði um mönnunarviðmið í hjúkrun. Þar kynnti hún helstu niðurstöður skýrslunnar.

Næst ber að nefna erindi Ingibjargar Þórðardóttur, deildarstjóra Víðihlíðar í Grindavík. Ingibjargar erindi var „Þegar náttúruöflin taka völdin: Hjúkrunarheimili í skugga náttúruhamfara“ Þar fór Ingibjörg yfir aðdraganda, rýmingu og áhrif náttúruhamfaranna á starfsfólk og vistmenn á hjúkrunarheimilinu Víðihlíðar í Grindavík.

Síðast en ekki síst kynntu Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun og Berglind Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur frumniðurstöður rannsóknar sem unnin hefur verið á HSS „Sykursýki fyrsta árið“ Markmið rannsóknarinnar var að skoða stöðu einstaklinga með nýgreinda sykursýki tegund 2 við greiningu og áhrif þverfaglegrar meðferðar og stuðnings á blóðsykur, líkamsþyngd, mataræði, hreyfingu, svefn og andlega líðan 12 mánuðum síðar.

Vefur HSS flytur á island.isNýr vefur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja www.hss.is hefur verið gefinn út í vefumsjónarkerf...
01/10/2025

Vefur HSS flytur á island.is

Nýr vefur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja www.hss.is hefur verið gefinn út í vefumsjónarkerfi Stafræns Íslands.

Vefumsjónarkerfið gerir vefinn þægilegri í notkun á snjalltækjum og bíður upp aukna möguleika fyrir birtingu efnis á fleiri tungumálum.

Vefurinn er hnitmiðaður í uppsetningu og á að auðvelda fólki að nálgast þjónustu HSS hratt og örugglega.

Heilsu og forvarnarvika á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ætlar að bjóða upp á fræðslu fyrir almenning og starfsmenn á...
30/09/2025

Heilsu og forvarnarvika á HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ætlar að bjóða upp á fræðslu fyrir almenning og starfsmenn á biðstofu Heilsugæslu 1. október kl. 15-16 þar sem:

Sykursýkismóttaka kynnir sykursýki og áhættuþætti (Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir sérfræðingur í hjúkrun einstaklinga með sykursýki)

Kynning á öldrunarmóttökunni (Rósa Víkingsdóttir og Hildur Þóra Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingar)

Heilbrigður lífsstíll, af hverju (Guðrún Karítas Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur)

Heilbrigður lífsstíll er að huga að líkamanum á heildrænan hátt. Líkamlega, andlega og félagslega heilsan er samofin og þarf að huga að öllum þessum þáttum. Átak, megrun og tímabundin markmið eru okkur ekki til góðs. Holl, regluleg næring, hreyfing og góður svefn er undirstaða þess að halda líkamanum eins heilbrigðum og hægt er og þarf að huga að því alla daga og til framtíðar en ekki bara hlut af ári.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Guli dagurinn er 10. september.
08/09/2025

Guli dagurinn er 10. september.

Address

Skólavegi 6
Njarðvík
230

Telephone

+3544220500

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - HSS posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - HSS:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Á HSS er rekin heilsugæsluþjónusta og sjúkradeild auk hjúkrunardeildar fyrir aldraða í Víðihlið í Grindavík.