Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - HSS Frá árinu 1954 hefur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veitt íbúum Suðurnesja heilbrigðisþjónu

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er rekin heilsugæsluþjónusta, sjúkradeild, hjúkrunardeild, ljósmæðravakt og Slysa- og bráðamóttaka.

HPV bólusetning er í boði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir drengi í árgangi 2008-2009 dagana 12.-15. janúar.HPV (Human...
14/01/2026

HPV bólusetning er í boði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir drengi í árgangi 2008-2009 dagana 12.-15. janúar.

HPV (Human Papilloma Veira) getur valdið krabbameini í hálsi og víðar ásamt vörtum á kynfærum, sjá nánar frétt á heimasíður hss.is

Við hvetjum alla drengi í þessum árgöngum að þiggja bólusetningu. Ef þeir eru ekki nemendur í FS, eða komast ekki á þessum dagsetningum þá er hægt að bóka tíma á heilsugæslu sem þeir eru skráðir á og fá bólusetningu þar.

Með bestu kveðju
Heilsugæsla HSS

Vinsamlega deilið :)

23/12/2025
🎄Opnunartími læknavaktar HSS yfir hátíðarnar🎆Læknavakt HSS er opin alla hátíðisdaga kl. 10:00 til 15:00.📞Tímabókanir sam...
22/12/2025

🎄Opnunartími læknavaktar HSS yfir hátíðarnar🎆

Læknavakt HSS er opin alla hátíðisdaga kl. 10:00 til 15:00.

📞Tímabókanir samdægurs í síma 422-0500.

🚑 Bráðamóttaka HSS er opin allan sólarhringinn vegna slysa og bráðra veikinda.

👉Sjá nánar á hss.is

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til fyrirmyndar
26/11/2025

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til fyrirmyndar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er orðin fremst meðal jafningja í árlegri könnun á þjónustu ríkisstofnana. Til hamingju með það, íbúar á Suðurnesjum og starfsfólk og stjórnendur HSS.

,,Þegar niðurstöður könnunarinnar eru bornar saman við árangur annarra heilbrigðisstofnana má sjá að HSS er deilir annað hvort hæstu eða næst hæstu einkunn með öðrum heilbrigðisstofnunum. HSS er að fá á bilinu 4,2 til 4,6 stig af fimm mögulegum í öllum þáttum könnunarinnar".

Nánar um niðurstöðurnar, sjá tengil í fyrstu athugasemd.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - HSS

Nú er mikið um öndunarfærasýkingar í samfélaginu. Inflúensan er fyrr á ferðinni í ár en undanfarin ár. HSS biðlar til fó...
26/11/2025

Nú er mikið um öndunarfærasýkingar í samfélaginu. Inflúensan er fyrr á ferðinni í ár en undanfarin ár.

HSS biðlar til fólks sem kemur á stofnunina að vera með andlitsmaska og passa vel upp á almennar sóttvarnir ef þið eruð með einkenni frá öndunarfærum.

Ekki er æskilegt að fara í heimsóknir til inniliggjandi skjólstæðinga ef þið eruð með einkenni frá öndunarfærum.

Enn er hægt að fá Inflúensubólusetningu á heilsugæslunni, hægt að panta tíma í síma 422-0500

Hægt er að fá andlitsmaska í afgreiðslu HSS þegar komið er inn á stofnunina.

Vinsamlega deildið

Gjöf til allra kvenna frá Kvenfélagasambandi Íslands.Ljósmæðravakt HSS barst á dögunum höfðingleg gjöf frá Kvenfélagasam...
10/11/2025

Gjöf til allra kvenna frá Kvenfélagasambandi Íslands.

Ljósmæðravakt HSS barst á dögunum höfðingleg gjöf frá Kvenfélagasambandi Íslands. Um er að ræða rafrænt skráningarkerfi fósturhjartsláttarrita sem tengist mæðraskrá barnshafandi kvenna.

Ljósmæðravakt HSS þakkar kvenfélagasambandi Íslands kærlega fyrir gjöfina sem á án vafa eftir að koma sér vel.

Sjá nánar á heimasíðu HSS hss.is

Síðasti dagur inflúensubólusetningar í Kirkjulundi er mánudaginn 17. nóvember.Sjá nánar á hss.is
07/11/2025

Síðasti dagur inflúensubólusetningar í Kirkjulundi er mánudaginn 17. nóvember.
Sjá nánar á hss.is

Á heimasíðu HSS eru að finna upplýsingar um einkenni og meðferð við inflúensu.Þar kemur einnig fram munur á inflúensu og...
29/10/2025

Á heimasíðu HSS eru að finna upplýsingar um einkenni og meðferð við inflúensu.
Þar kemur einnig fram munur á inflúensu og kvefipest.

Endilega kynnið ykkur það á hss.is

Inflúensubólusetning fyrir börn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býður öllum börnum frá 6 mánaða til 5 ára bólusetningu geg...
29/10/2025

Inflúensubólusetning fyrir börn

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býður öllum börnum frá 6 mánaða til 5 ára bólusetningu gegn inflúensu þeim að kostnaðarlausu.

Inflúensan getur verið alvarleg, sérstaklega fyrir ung börn. Með því að bólusetja veitum við þeim aukna vörn og hjálpum til við að draga úr útbreiðslu veirunnar.

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

Börn fædd 2020 eða síðar sem náð hafa 6 mánaða aldri við bólusetningu.

Börn með undirliggjandi sjúkdóma

Börn sem eru í nánum tengslum við viðkvæma aðila

Það tekur það líkamann tvær vikur að þróa vörn gegn inflúensunni eftir að barnið er bólusett

Nú er tíminn til að bólusetja - áður en inflúensutímabilið nær hámarki.

Hægt að bóka tíma í afgreiðlsu HSS frá kl. 9-15 í síma 4220500

Nánari upplýsingar á hss.is

Brjóstaskimun verður í boði á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 24. - 28. nóvember. Tímapantanir fara fram hjá...
24/10/2025

Brjóstaskimun verður í boði á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 24. - 28. nóvember.

Tímapantanir fara fram hjá Brjóstamiðstöðinni í síma 543-9560 eða með tölvupósti á brjostaskimun@landspitali.is

Vinsamlega deilið :)

Starfsgreinakynning fyrir grunnskólanemendur.Þriðjudaginn 14. október var haldin starfsgreinakynning fyrir nemendur í 8....
18/10/2025

Starfsgreinakynning fyrir grunnskólanemendur.

Þriðjudaginn 14. október var haldin starfsgreinakynning fyrir nemendur í 8. og 10. bekkjum grunnskóla á Suðurnesjum í íþróttahúsi Keflavíkur.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var með fulltrúa úr flestum faggreinum stofnunarinnar, þar voru kynnt störf, geislafræðinga, heilbrigðisgagnafræðinga, hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga, lækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, sjúkraliða og sjúkraþjálfa

Við vonumst til að sjá sem flesta þessa nemenda í heilbrigðisþjónustu í framtíðinni 🙂

https://island.is/s/hss/frett/starfsgreinakynning

Hópbólusetningar HSS við inflúensu verða í Kirkjulundi í ár. Einnig verður boðið uppá bólusetningar á heilsugæslum í Suð...
09/10/2025

Hópbólusetningar HSS við inflúensu verða í Kirkjulundi í ár. Einnig verður boðið uppá bólusetningar á heilsugæslum í Suðurnesjabæ og Vogum. Sjá auglýsingu.

Vinsamlega deilið

Address

Skólavegi 6
Njarðvík
230

Telephone

+3544220500

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - HSS posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - HSS:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Á HSS er rekin heilsugæsluþjónusta og sjúkradeild auk hjúkrunardeildar fyrir aldraða í Víðihlið í Grindavík.