
20/12/2023
GJAFABRÉF Í BOWEN 💜 💜
Gefðu gjafabréf í bowen 💜💜
——————————————————
Bowentæknin er mjúk meðferð sem gefin er með röð rúllandi hreyfinga yfir vöðva, sinar og aðra mjúka vefi. Bowentæknir notar handahreyfingar á ákveðin svæði og beitir á þau mildum þrýstingi til að koma hreyfingu á vefina. Hreyfingarnar grípa inn í boð heilans út til líkamans, sem fer svo í að endurskoða og hlaða inn ný boð og leiðrétta.
Meðhöndlunina má nær undantekningalítið gefa í gegnum léttan klæðnað. Meðferðin veldur ekki skaða á neinn hátt. Bowen er meðferðarform þar sem einkenni líkamans eru meðhöndluð en ekki sjúkdómar. Bowen jafnar orkuna um líkamann, stuðlar að verkjalosun og gefur góða og djúpa slökun.
Áhrif meðferðinnar er djúp og slakandi fyrir líkama og sál.
Meðferðin virkar vel á fólk sem þjáist af bakverkjum, brjósklosi, mígreni, hnémeiðslum, liðagigt, háls- og herðaverkjum, astma, kvíða, ofvirkni, þunglyndi og svefnleysi.
Eins hefur Bowen hjálpað til við síþreytu, gigt, vöðvabólgu, frosnum öxlum, tennisolnboga, undirmigu barna og og fleiru. Eins er Bowen góð meðferð fyrir barnshafandi konur sem eiga við grindargliðnun, bakverk, höfuðverk eða bjúg að glíma. Ennfremur hefur það mjög örvandi og góð áhrif á sogæðakerfið. Þessi tækni er t.d. notuð eftir slys og áverka og getur flýtt fyrir að líkaminn komist í jafnvægi og betra ástand.
Bowentæknin er heildræn og heilandi meðferð, hún verkar á allan líkamann þannig að hann velur sjálfur og forgangsraðar hvað hann leiðréttir. Mælt er með að taka 3 meðferðir í byrjun með 5 til 10 daga millibili.
-----------------------------------
Meðferðin tekur 45 - 60 mínútur.
Bókir á noona.is/heilsutaekni