01/11/2024
JÆJA ELSKU STRÁKAR! Núna er tækifæri að komast í betri tengingu við líkamann áður en amstur desember mánaðar tekur við.
11. nóvember – 27. Nóvember: Kennt er á mánudags/miðvikudagskvöldum frá 20:00 -21:15
12. nóvember – 28. Nóvember: Kennt á þriðjudags/fimmtudagskvöldum frá 20:00-21:15
Um er að ræða tvo hópa og stendur kennsla yfir í 3 vikur.
Hópur 1: Kennt er á mánudags- og miðvikudagskvöldum 20:00-21:15
Hópur 2: þriðjudags- og fimmtudagskvöldum 20:00-21:15
S*x skipti og fara menn heim með tæki og tól í verkfærakistunni á borð við heildrænt teygju-prógram ásamt skilningi á mismunandi kerfum líkamans.
STAÐSETNING: Grandi 101, Fiskislóð 49-51
VERÐ: 21.900 kr.
Bókun og nánari upplýsingar í gegnum Messenger eða netfangið: losaogbrosa@gmail.com
FYRIR HVERJA:
Námsskeiðin er uppbyggð þannig að þau henta öllum köllum, stórum sem smáum.
Engin inntökuskilyrði eða lágmarkskröfur.
Það eina sem þarf er löngunin til að líða betur í eigin líkama og viljinn til að mæta.
Verkir minnka eða hverfa, svefn bætist, skapið kætist og hugur skýrist
Lífið verður almennt þægilegra.
Undantekningalaust eru nemendur sammála því að finna fyrir aukinni orku og bættri getu til þess að sinna daglegum erindum í kjölfar námskeiðisins og eru flestir samróma um að finnast líkami þeirra hafa yngst um nokkur ár og jafnvel áratugi.
UMSAGNIR:
“Ég er búinn með eitt svona námskeið og ég hefði aldrei trúað því hvað þetta myndi hjálpa mikið til. Ekki bara líkamlega heldur lika andlega. Að losna við margra ára bak verki og reglulega hausverki er alveg ómetanlegt. Svo skemmir ekki að það er frábær þjálfari sem hvetur mann áfram og útskýrir það sem maður er að gera með æfingunum. Takk kærlega fyrir mig Tryggvi minn.!”
- Elmar Eggertsson
“Takk fyrir mig, þetta námskeið er hreinræktuð bylting í liðleika, er ennþá laust pláss á næsta námskeið? Ég myndi vilja hafa svona teygjuprógramm fastan lið í hverri viku.”
- Kristófer Leifsson
“Ég fór á námskeið "Losa og brosa" hjá honum Tryggvi Vidarsson fyrir nokkrum mánuðum síðan. Á námskeiðinu lærðum við geggjaða teygjurútínu sem losar fasciubrautir líkamans. Fyrir þá sem vita ekki hvað fascia er. Þá mætti líkja fasciunni við blautbúning sem er of lítill og þröngur á manni. Maður veit bara ekki af því fyrr en maður er búinn að teygja vel úr blautbúningnum. Því fylgir vellíðan. Ég mæli með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja auka liðleikan, hreyfigetuna og vellíðunina.”
- Jóel D Ólafsson
LEIÐBEINANDI, TRYGGVI VIÐARSSON:
“Fyrir rúmum 5 árum síðan lenti ég í alvarlegu slysi og tók í kjölfarið algera U beygju og hefur heilsa og heilsueflandi aðferðir síðan þá átt hug minn allan. Ég fann ástríðuna við að hjálpa fólki að lifa verkjalausu lífi.”
200 klst RYT Yoga kennaranám frá YogaShala
200 klst RYS Yoga kennaranám frá Iceland PowerYoga
Divine Sleep Yoga Nidra Teacher Training
Traditional Thai Massage
Chi Nei Tsang Abdominal Healing Massage Líffæranudd
Anatomy Trains (Thom Myers)
Functional Patterns (Naudi Aguilar)
Hyperbolic Stretchin
Ancient healing (Rahul Bharti)
Anatomy & Assessment (Moved Academy)
UM NÁMSKEIÐIÐ:
Námsskeiðið verður smekkfullt af allskonar djúsí heilsueflandi stöffi... meðal annars:
Styrkur (Virkja og styrkja mikilvægustu vöðva stoðkerfisins)
Teygjur (Opnum, mýkjum og lengjum vöðva og liðamót)
Styrktarteygjur (Lengja og tengja Við myndum styrk í teygju til að auka hreyfigetu Range Of Motion)
Vefjalosun MRT (Myofascial Release Technique & myofascial lines)
Verkja/spennulosun TPRT (Triggerpoint Release Technique & meridian lines)
Öndun (Tummo / Boxed breathing / Buteyko)
Hugleiðsla (Yoga Nidra og Taoist healing meditations)
Fræðsla um helstu kerfi líkamans og hvernig má virkja og styrkja þau (Hormónakerfi, taugakerfi, öndunar og sogæðakerfi.)
---
Ekki bíða með breytingar. Lífið er NÚNA!
Þetta er tækifærið!