13/02/2022
Kynning á konunum á bakvið Sofðu rótt:
Dísa
-Ég er þroskaþjálfi og atferlisfræðingur að mennt.
-Ég starfa núna á Ráðgjafar- og greiningarstöð þar sem ég sinni ráðgjöf vegna barna með þroskafrávik á aldrinum 2-6 ára.
-Ég hef unnið með fólki með þroskafrávik á öllum aldri síðan ég var 18 ára, meðal annars í leikskóla, á skammtímavistun, í íbúðakjarna og á frístundaheimili.
-Ég glímdi sjálf við svefnvanda sem barn og unglingur, sem fór ekki að lagast fyrr en eftir töluverða vinnu á fullorðinsárum. Upp frá því má segja að áhugi minn á því að aðstoða foreldra með svefnvanda barna sinna hafi kviknað.
-Ég er frekar nýlega útskrifuð úr meistaranámi svo það hefur ekki gefist mikill tími fyrir áhugamál síðustu tvö ár eða svo, en mér finnst gaman að spila, eyða tíma með vinkonum, lesa góðar bækur og leika við kettina mína.