Sofðu rótt

*Dísa og Rakel, stofnendur Sofðu rótt
Sofðu rótt er vinnustofa um svefn og svefnvanda barna á aldrinum 2-7 ára. Þátttakendur fá fræðslu um svefnvanda barna, kennslu í að greina hver svefnvandi barnsins er og lausnir við honum.

Dagsetningar komnar fyrir næstu námskeið! 🎉Skráning fer fram í gegnum link sem má finna í bio eða með því að senda póst ...
23/03/2022

Dagsetningar komnar fyrir næstu námskeið! 🎉

Skráning fer fram í gegnum link sem má finna í bio eða með því að senda póst á sofdu.rott21@gmail.com.

Hlökkum til að sjá ykkur!

03/03/2022
Kynning á konunum á bakvið Sofðu rótt:Dísa-Ég er þroskaþjálfi og atferlisfræðingur að mennt.-Ég starfa núna á Ráðgjafar-...
13/02/2022

Kynning á konunum á bakvið Sofðu rótt:

Dísa

-Ég er þroskaþjálfi og atferlisfræðingur að mennt.
-Ég starfa núna á Ráðgjafar- og greiningarstöð þar sem ég sinni ráðgjöf vegna barna með þroskafrávik á aldrinum 2-6 ára.
-Ég hef unnið með fólki með þroskafrávik á öllum aldri síðan ég var 18 ára, meðal annars í leikskóla, á skammtímavistun, í íbúðakjarna og á frístundaheimili.
-Ég glímdi sjálf við svefnvanda sem barn og unglingur, sem fór ekki að lagast fyrr en eftir töluverða vinnu á fullorðinsárum. Upp frá því má segja að áhugi minn á því að aðstoða foreldra með svefnvanda barna sinna hafi kviknað.
-Ég er frekar nýlega útskrifuð úr meistaranámi svo það hefur ekki gefist mikill tími fyrir áhugamál síðustu tvö ár eða svo, en mér finnst gaman að spila, eyða tíma með vinkonum, lesa góðar bækur og leika við kettina mína.

13/02/2022

Voruð þið búin að hlusta á Dísu segja frá vinnustofunni okkar í viðtali á K100 á miðvikudaginn?

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi vinnustofuna þá er velkomið að senda skilaboð á messenger eða tölvupóst í sofdu.rott21@gmail.com

Ennþá laus pláss á næstu vinnustofur, 22.feb og 9.mars 👏 Eru á kynningarverði, 9900kr fyrir einstakling og 14900kr fyrir foreldrapar! Verður á zoom!
Skráning hér:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSceLUHnNiykI_Xjvhp0P1lE9If7_GjP335PPptVQcRym-KBGg/viewform?usp=sf_link

Dísa fór í spjall í Ísland vaknar á  í morgun að tala um svefnvinnustofuna okkar 👏https://k100.mbl.is/brot/spila/13306/
09/02/2022

Dísa fór í spjall í Ísland vaknar á í morgun að tala um svefnvinnustofuna okkar 👏

https://k100.mbl.is/brot/spila/13306/

K100 er útvarpsstöð sem spilar allt það besta í popptónlist. Hlustið á FM 100,5 - eða hlustið og horfið á netinu og í Sjónvarpi Símans.

Við bjóðum upp á eftirfylgd í kjölfar vinnustofunnar!Foreldrar skrá í svefndagbók viku fyrir vinnustofuna og er boðið up...
07/02/2022

Við bjóðum upp á eftirfylgd í kjölfar vinnustofunnar!

Foreldrar skrá í svefndagbók viku fyrir vinnustofuna og er boðið upp á eftirfylgd í gegnum svefndagbókina í viku eftir vinnustofuna til að fá endurgjöf á hvernig gengur í kjölfar breytinganna!
Það getur verið gríðarlega mikilvægt upp á að grípa fljótt inn í!

Skráning  hafin á næstu tvö námskeið! Takmarkaður fjöldi!Á vinnustofunni verður fjallað um svefnvanda barna á aldrinum 2...
07/02/2022

Skráning hafin á næstu tvö námskeið! Takmarkaður fjöldi!

Á vinnustofunni verður fjallað um svefnvanda barna á aldrinum 2-7 ára.

Á námskeiðinu fá þátttakendur fræðslu um svefnvanda barna, kennslu í að greina hver svefnvandi barnsins er og mögulegar lausnir við honum. Þátttakendur ganga út af vinnustofunni með áætlun um hvernig hægt er að bregðast við svefnvandanum sem um ræðir en fara jafnframt með verkfæri í höndunum til að takast á við svefnvanda síðar meir eða hjá fleiri börnum á þessu aldursbili.

Krafa er um að þátttakendur fylli út í svefndagbók fyrir barn vikuna fyrir námskeið og svo áfram í viku í kjölfar námskeiðsins og breytinganna sem þau gera til að breyta svefnvenjum barnsins. Kennarar á námskeiðinu veita eftirfylgd og endurgjöf á það sem er sett í svefndagbókina í viku eftir námskeiðið. Námskeiðið nýtist þátttakendum því best ef þau fylla út svefndagbókina jafnóðum og gera breytingar strax í kjölfar námskeiðsins.

Öll velkomin!
Kynningarverð á næstu tveimur námskeiðum!
Skráning hér: https://forms.gle/5v12KsbT2oSPjNiY7

Kynning á konunum á bak við Sofðu rótt: RakelÉg er þroskaþjálfi og atferlisfræðingur að mennt.Ég starfa núna hjá Ráðgjaf...
07/02/2022

Kynning á konunum á bak við Sofðu rótt:

Rakel

Ég er þroskaþjálfi og atferlisfræðingur að mennt.

Ég starfa núna hjá Ráðgjafar og greiningarstöð sem ráðgjafi barna með þroskafrávik og fjölskyldna þeirra á aldrinum 2-18 ára.

Ég hef mikla reynslu af vinnu með fólki með þroskafrávik og hef meðal annars starfað á leikskóla, heimili fólks, skammtímavistun og frístundaheimili.

Þá var ég líka stuðningsfjölskylda fyrir eina dásamlega dömu í nokkur ár.

Síðast en ekki síst er ég eiginkona og móðir. Ég á tveggja ára, kraftmikinn strák sem lætur foreldra sína sko alveg hafa fyrir sér. Hann er barn sem hefur bæði átt mjög góð svefn tímabil en önnur þar sem hann var með svefnvanda.

Ég hef því bæði reynslu af vinnu með svefnvanda sem ráðgjafi og af eigin skinni sem foreldri. Ég veit því vel að þetta getur verið mjög flókið og krefjandi.

Þess utan æfi ég crossfit, hef gaman af útivist, ferðalögum, góðum vegan mat og hef mjög gaman af því að spila.

Vissir þú að ótrúlega hár hluti barna á við svefnvanda á einhverjum tímapunkti?
06/02/2022

Vissir þú að ótrúlega hár hluti barna á við svefnvanda á einhverjum tímapunkti?

06/02/2022
Á eitthvað af þessu við um barnið þitt?Erfiðleikar með svefn geta verið allskonar en við miðum við að þeir hafi verið vi...
06/02/2022

Á eitthvað af þessu við um barnið þitt?
Erfiðleikar með svefn geta verið allskonar en við miðum við að þeir hafi verið viðvarandi í lengri tíma til þess að kalla það svefnvanda!

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sofðu rótt posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sofðu rótt:

Share