
05/08/2025
𝐍ý 𝐬𝐩𝐢𝐥 𝐨𝐠 𝐤𝐫𝐢𝐬𝐭𝐚𝐥𝐚𝐫 - 𝐨𝐩𝐢ð á 𝐟𝐢𝐦𝐦𝐭𝐮𝐝𝐚𝐠!
Það verður opið hjá okkur á Krókhálsinum á fimmtudag. Við vorum að taka upp nýja sendingu af kristölum og leiðsagnarspilum svo það er um að gera að kíkja við og skoða hvort nýjir vinir þurfi að fara með þér heim😃
Strax á eftir opnun er námskeið um verndardýr í Sálarfóðri.
𝐒á𝐥𝐚𝐫𝐟óð𝐮𝐫 eru tveggja tíma samverustundir sem við höldum mánaðarlega og að þessu sinni munum við kynnast verndardýrinu okkar í gegnum hugleiðslu ásamt því að fá leiðsögn frá dýrum í gegnum leiðsagnarspil.
Námskeiðinu fylgja leiðsagnarspil með dýrun en við eigum nokkrar tegundir dýraspila. Hægt er að kaupa íslenska þýðingu með einum spilunum.
Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið en það er gert á starcodesacademy.is og færðu tölvupóst til staðfestingar þegar skráningu og greiðslu er lokið.
Við hlökkum til að sjá þig! 💙
Alma & Hrabbý