18/09/2022
Hæhæ
Ég heiti Katla Guðrún og útskrifaðist í apríl 2022 úr skóla og er því fulllærð í svæðameðferðarfræði.
Ég lauk rúmlega 2,5 árs námi í Svæðameðferðaskóla Þórgunnu þann 12 apríl 2022. Þaðan útskrifaðist ég sem svæðameðferðaraðili.
Að fá til sín sem flesta er mikilvægt vegna þess að það er nauðsynlegt að kunna að lesa í allar stærðir og gerðir af fótum, því engir tveir fætur eru eins.
Einn tími í svæðameðferð tekur rúmlega 60 mínútur.
Er tíminn á 8000 krónur.
Svæðameðferð eða svæðanudd er áhrifarík nuddmeðferð á fótum sem virkar fyrir allan líkamann. Fæturnir eru kortlagðir þannig að ákveðin svæði á fótum eiga sér tilsvarandi svæði í líkamanum. Meðferðin byggir einnig á svokallaðri viðbragðsmeðferð þar sem þrýst er á punkta á ákveðnum orkubrautum líkamans.
Þegar ójafnvægi eða verkir gera vart við sig hjá okkur, speglast það í tilsvarandi viðbragðssvæði á fótum. Með því að þrýstinudda þessi svæði skapast jafnvægi í líkamanum og orkuflæði eykst. það losnar um stíflur og hnúta, og líkaminn fer að hjálpa sér sjálfur. Nuddið gefur einnig góða slökun.
Svæðameðferð er afar virk aðferð til að losna við verki, og hjálpa til við að uppræta ýmsa kvilla bæði í stoðkerfi og innri líffærum, og getur m.a. hjálpað þegar um eftirfarandi tilfelli er að ræða:
Ójafnvægi í stoðkerfi, svo sem bakverkir, vöðvabólga o.fl.
Maga og meltingartruflanir
Höfuðverkur og mígreni
Ójafnvægi í hormónakerfi
Astma og ofnæmi
Exem og húðvandamál
Þreyta og slen
Hlakka til að fá vonandi sem flesta til mín, og ekki skemmir fyrir að hver tími endar á slakandi fótanuddi, það er algengt að nuddþegar nái að slaka það vel að þeir dormi smá stund eftir tímann.