Hér er smá um mig:
Ég hef sérhæft mig í einstaklingsmeðferð fullorðinna. Ég hef unnið umtalsvert með kvíða, þunglyndi, áráttu og þráhyggju og áfallastreitu. Einnig hef ég unnið talsvert með innflytjendum og sjálfboðaliðum og var um nokkurra ára skeið verkefnastjóri áfallahjálpar hjá Rauða krossinum á Íslandi (2014-2017). almennt HAM námskeið, sálrænn stuðningur, Klókir krakkar, Streitueinkenni og kulnun).
Ég hef lokið sérmenntun í Hugrænni atferlismeðferð (Cogntive behavioural Therapy), setið námskeið í Hugrænni úrvinnslumeðferð (Cognitive processing therapy) og er byrjuð að leggja fyrir mig ACT (Acceptance and Commitment Training) bæði með námskeiðum og í sérnámi . Auk þess hef ég setið nokkur námskeið og fyrirlestra um hin ýmsu málefni (geðlyf, meðferð flókinna vandamála, sálfélagslegan stuðning, aðbúnað flóttafólks o.s.frv.)
Ég lauk B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, diploma í Alþjóða samskiptum frá Háskóla Íslands árið 2009 og MSc í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2012. Árið 2019 lauk ég svo tveggja ára sérnámi í Hugrænni atferlismeðferð og hóf að sækja mér þekkingu í Acceptance and commitment therapy árið 2020. Árið 2021 fékk ég titilinn; Sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna frá Landlækni. Hóf síðan tveggja ára sérmenntun í Acceptance and commitment Therapy vorið 2023.
Ég var í starfsnámi á Reykjalundi árið 2011. Ég vann í örstuttan tíma hjá Fangelsismálastofnun ríkisins áður en ég hóf störf sem sálfræðingur og verkefnisstjóri áfallahjálpar hjá Rauða Krossinum á Íslandi. Ég starfaði svo við greiningar hjá fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar í tæp tvö ár áður en ég hóf störf sem klínískur sálfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Sólvangi en þar starfaði ég í 3 og hálft ár. Samhliða þessum störfum hef ég rekið mína eigin stofu en árið 2022 færði ég mig alfarið í einkarekstur.