30/12/2025
Árið 2025 var ansi viðburðaríkt hjá Kjarna. Á vormánuðum hófum við umfangsmikla vinnu við að stækka aðstöðu okkar í Síðumúla 28. Framkvæmdirnar stóðu yfir í nokkra mánuði og í dag höfum við tvöfaldað aðstöðuna með fleiri meðferðarrýmum, nýjum tækjasal, hópæfingasal, endurbættri móttöku og ýmsum öðrum úrbótum. Á sama tíma styrktum við teymið okkar enn frekar og bættust fimm frábærir sjúkraþjálfarar í hópinn á árinu.
Markmiðin okkar eru skýr, að veita skjólstæðingum okkar framúrskarandi þjónustu í fyrsta flokks aðstöðu, með öflugum búnaði og faglegri, persónulegri nálgun.
Við viljum þakka öllum okkar skjólstæðingum kærlega fyrir traustið og stuðninginn, án ykkar væri þessi vegferð ekki möguleg. Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári og halda áfram að styðja ykkur á leiðinni að betri heilsu og vellíðan.
✨Gleðilegt nýtt ár ✨