
11/09/2025
Í dag var ég að hreyfa mig eingöngu fyrir vellíðunar tilfinninguna bestu í líkamanum og hvíld fyrir huga og heila 💥
Núna síðustu vikur finn ég að ég er aftur að sigla inn í að geta keyrt mig áfram á æfingum og er frekar fljót að jafna mig eftir þær sem er ekkert eðlilega góð tilfinning eftir marga mánuði af sleni, þreytu, of mikilli streitu og allskonar sem getur fylgt þessu litla lífi 🥰
Tók á þessu tímabili (sem ég hafði samt alls enga þolinmæði fyrir) miklu meira af rólegum æfingum, léttari þyngdum en ég er vön og reyndi að breyta aðeins hugarfarinu mínu þegar kom að hreyfingu (erfiðara en það hljómar 😅).
Notaði aðallega hreyfingu til að ná niður streitu, kvíða og stirðleika í líkamanum og g*t einstaka sinnum keyrt púlsinn aðeins upp sem ég elska svo mikið!
Var mjög þakklát fyrir að hafa hreyfinguna til að hjálpa mér á þessu tímabili og er alls ekki minna þakklát fyrir hana í dag 🥹
Kveðja frá einni í post workout vímu sem keyrði púlsinn vel upp í dag ✨