VIVUS þjálfun

VIVUS þjálfun Við erum hópur sjúkraþjálfara sem hafa einnig réttindi sem styrktarþjálfari, crossfitþjálf

Í dag var ég að hreyfa mig eingöngu fyrir vellíðunar tilfinninguna bestu í líkamanum og hvíld fyrir huga og heila 💥Núna ...
11/09/2025

Í dag var ég að hreyfa mig eingöngu fyrir vellíðunar tilfinninguna bestu í líkamanum og hvíld fyrir huga og heila 💥

Núna síðustu vikur finn ég að ég er aftur að sigla inn í að geta keyrt mig áfram á æfingum og er frekar fljót að jafna mig eftir þær sem er ekkert eðlilega góð tilfinning eftir marga mánuði af sleni, þreytu, of mikilli streitu og allskonar sem getur fylgt þessu litla lífi 🥰

Tók á þessu tímabili (sem ég hafði samt alls enga þolinmæði fyrir) miklu meira af rólegum æfingum, léttari þyngdum en ég er vön og reyndi að breyta aðeins hugarfarinu mínu þegar kom að hreyfingu (erfiðara en það hljómar 😅).

Notaði aðallega hreyfingu til að ná niður streitu, kvíða og stirðleika í líkamanum og g*t einstaka sinnum keyrt púlsinn aðeins upp sem ég elska svo mikið!

Var mjög þakklát fyrir að hafa hreyfinguna til að hjálpa mér á þessu tímabili og er alls ekki minna þakklát fyrir hana í dag 🥹

Kveðja frá einni í post workout vímu sem keyrði púlsinn vel upp í dag ✨

Stundum finnst mér æði að gera þetta með félagsskap og stundum finnst mér jafn mikið æði að gera þetta ein 🥰Allt hér að ...
02/09/2025

Stundum finnst mér æði að gera þetta með félagsskap og stundum finnst mér jafn mikið æði að gera þetta ein 🥰

Allt hér að ofan á sinn stað og stund í hausnum á mér og er orðin nokkuð góð í finna hvenær ég þarf hvað, en samt ekki þar með sagt að lífið bjóði alltaf upp á að hægt sé að framfylgja þessu 😅 en þegar það tekst er það svo best og mikil hleðsla🔋

Er eitthvað sem þú elskar sem mætti bæta við þennan lista? 📋

Byrjar á mánudaginn 13.október á Langholtsveginum 🏋️‍♀️Skráning á Vivus.is
26/08/2025

Byrjar á mánudaginn 13.október á Langholtsveginum 🏋️‍♀️

Skráning á Vivus.is

Einstöku sinnum sveipa ég kápu yfir þjálfaragallann, læt á mig sólgleraugu og skjalatösku og þykist vera eitthvað allt a...
25/08/2025

Einstöku sinnum sveipa ég kápu yfir þjálfaragallann, læt á mig sólgleraugu og skjalatösku og þykist vera eitthvað allt annað en ég í raun er 😆💃

Það er ofsa gaman og næs líka en best er samt alltaf að fá að þjálfa hópana sem eru mætt til að gleyma sér, líða betur á sál og líkama, styrkja sig og umfram allt fá útrásina sína 🥰💪🏻

Pakkaður dagur í dag og þjálfaði miklu meira en ég myndi almennt mæla með fyrir mig sjálfa en kom samt heim bara þreytt á góðan hátt, ekkert eðlilega þakklát fyrir það 🥹🙏🏻

Svo gott hlaupasumar með öllu þessu dásamlega fólki 🥹 Úff svo þakklát fyrir að geta þetta og elska þetta og hvað þá fyri...
23/08/2025

Svo gott hlaupasumar með öllu þessu dásamlega fólki 🥹

Úff svo þakklát fyrir að geta þetta og elska þetta og hvað þá fyrir að eiga svona mikið af fólki sem er sama sinnis 😍

Hlakka alls ekkert minna til haustsins og að endurnýja kynnin aftur við lóðin og að verða ekkert eðlilega sterk með hrúgu af geggjuðu fólki með mér 🥹❤️

What a summer 😭

Átt þú þínar uppáhalds liðkanir og/eða æfingar sem létta á stífleika og verkjum? 🤸‍♂️Vaknaði í dag mjög stíf og nýbyrjuð...
18/08/2025

Átt þú þínar uppáhalds liðkanir og/eða æfingar sem létta á stífleika og verkjum? 🤸‍♂️

Vaknaði í dag mjög stíf og nýbyrjuð á túr og allt sem fylgir því! Rúllaði mér semí beint út rúminu og á gólfið og tók mínar uppáhalds liðkanir sem ég veit að létta á mér 😅🥰

Þetta endaði svo með 40 mínútna rólegu skokki í kjölfarið því ég fann svo mikinn mun á mér og peppaðist öll upp 😆💃

Fleira var það ekki að sinni!

…eða jú að það er til svo mikils að vinna að finna sínar liðkanir og æfingar á svona dögum 😇

Þið fáið svo með myndir úr blautu Esjubrasi frá því í sumar ⛰️

Elsku bestu sumarmóment 🥹🥰Svo til í rútínu og allt sem fylgir henni en líka sakn á sumarfríið, svipað dæmi og þegar maðu...
13/08/2025

Elsku bestu sumarmóment 🥹🥰

Svo til í rútínu og allt sem fylgir henni en líka sakn á sumarfríið, svipað dæmi og þegar maður getur ekki beðið eftir háttatímanum hjá þeim en saknar þeirra svo þegar þau sofna 😆❤️

Allt svo galið!

Address

Langholtsvegur 109/111
Reykjavík
104

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:30
Tuesday 08:00 - 16:30
Wednesday 08:00 - 16:30
Thursday 08:00 - 16:30
Friday 08:00 - 16:30

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when VIVUS þjálfun posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to VIVUS þjálfun:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram