Dyngjan áfangaheimili

Dyngjan áfangaheimili Dyngjan er áfangaheimili fyrir konur, skipulagt að þörfum þeirra sem eru að koma úr áfengis Dyngjan tók til starfa 9. apríl 1988 og hefur starfað óslitið síðan.

Dyngjan er áfangaheimili fyrir konur, skipulagt að þörfum þeirra sem eru að koma úr áfengis og vímuefnameðferð. Þar er þeim veittur allur stuðningur til að lifa heilbrigðu líferni. Fjórtán konur geta dvalið hverju sinni á heimilinu og ráðgjafar meðferðarstaðanna sækja um dvöl fyrir konurnar. Ferill uppbyggingar og breytinga tekur við eftir áfengis og vímuefnameðferð og koma konurnar að eigin ósk

á áfangaheimilið með það að markmiði að geta einbeitt sér að breyttum lifnaðarháttum. Lagt er upp með að verja minnst þremur mánuðum á heimilinu. Reglulega er fylgst með bata hverrar konu og hvert hún stefnir að lokinni dvöl á Dyngjunni. Greitt er mánaðarlegt vistgjald. Konurnar sem hafa nýtt sér þetta úrræði frá upphafi eru orðnar 1192 talsins auk fjöldi barna sem hafa fylgt mæðrum sínum. Samstarfsaðilar Dyngjunnar eru t.a.m. SÁÁ, Hlaðgerðarkot, Landspítalinn, Krýsuvíkursamtökin, Grettistak (samstarfsverkefni TR og Velferðarsviðs Reykjavíkurbogar), Virk, Hvítabandið, Bjarkarhlíð, Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg.

Address

Snekkjuvogur 21
Reykjavík
104

Telephone

+3545885450

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Dyngjan áfangaheimili posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Dyngjan áfangaheimili:

Share