06/09/2024
Íslenska fyrir neðan:
Earlier this year I enjoyed my stay in the Netherlands, where I gave a lecture/workshop at the Master of Art Therapy program at the International Week of the HAN University of Applied Sciences. I met colleagues and students who were both interesting and interested. Thanks to the organizers, Suzanne Haeyen, Thijs De Moor and my friend Céline Schweizer who initiated the idea of the visit.
At my lecture/workshop, on art therapy research, grounded theory and drawn diagrams, the participants were invited to engage in a creative exercise that provided insight into the opportunities inherent in art making and its potential contributions to research.
I´m grateful that some of the participants, including Evelien, Hanneke Goldsteen, Rutger Wolf, and Simon Hackett, generously consented that I share their interesting and inspiring artwork and the following feedback:
“The lecture/workshop on “Art Therapy Research, Grounded Theory and Drawn Diagrams“ was really an eye-opener for me“.
Evelien, psychologist
“You inspired me during your lecture. Many thanks for that! I am grateful to you, It is very pleasant to visualize the process I am in in this way and thus take some distance. Thanks for your interesting book chapter. I am impressed with your work!“
Hanneke Goldsteen, an art therapist and art graduate student at HAN University of Applied Sciences
“Unnur`s workshop was a great wake-up call to once again be reminded that I`m more than just a thinking head, and using art to organize my thoughts or let them wander doesn`t just take time; it actually helps. Practicing what she taught, Unnur provided an opportunity to immediately do the actual artwork, helping me, who was otherwise procrastinating, get the research started.”
Rutger Wolf, music therapist
During my presentation at the panel “Redefining the Pedagogical Landscape: Methodologies in Art Therapy Research Education“ at the ECArTE conference in Ghent next week, I will include the artwork of Eveline, Hanneke Goldsteen, and Rutger Wolf Woolf, who have generously allowed me to share their artwork and feedback in more depth. The other participants on the panel will be Dominik Havsteen-Franklin, Celine Schweizer, Marián López Fdz. Cao, and Mimmu Rankanen. Robert van den Broek will be the chair of the panel. I look forward to sharing the information, hearing the other participants' presentations, and discussing the important subject of art therapy research education at the panel in Gent, Belgium, next week.
IS:
Fyrr á þessu ári fór ég í skemmtilega ferð til Hollands, þar sem ég hélt fyrirlestur/vinnustofu í meistaranámi í listmeðferð á Alþjóðaviku HAN Háskólans. Ég hitti áhugaverða og áhugasama nemendur og fagfólk. Sérstakar þakkir til skipuleggjendanna, Suzanne Haeyen, Thijs De Moor, og vinkonu minnar Céline Schweizer, sem átti hugmyndina að ferðinni.
Á fyrirlestrinum/vinnustofunni um rannsóknir í listmeðferð, grundaða kenningu og teiknaðar skýringarmyndir, var þátttakendum boðið að taka þátt í skapandi æfingu sem gaf innsýn í tækifærin sem felast í listsköpun og mögulegt framlag hennar til rannsókna.
Ég er þakklát að nokkrir þátttakendur, þar á meðal Evelien, Hanneke Goldsteen, Rutger Wolf og Simon Hackett, góðfúslega samþykktu að ég deildi áhugaverðum listaverkum þeirra og eftirfarandi hvetjandi umsögnum:
„Fyrirlesturinn/vinnustofan um "Rannsóknir í listmeðferð, grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndir" opnaði virkilega augu mín."
Evelien, sálfræðingur
„Þú gafst mér innblástur í fyrirlestrinum þínum. Kærar þakkir fyrir það! Ég er þér þakklát, það er mjög ánægjulegt að fá að sjá ferlið mitt á þennan hátt og þannig ná smá fjarlægð. Takk fyrir áhugaverðan bókarkaflann. Mér líkar verkin þín!“
Hanneke Goldsteen, listmeðferðaraðili og meistaranemi við HAN Háskólann í hagnýtum vísindum
„Vinnustofa Unnar var frábær vakning til að minna mig á að ég er meira en bara hugsandi höfuð, og að nota list til að skipuleggja hugsanir mínar eða leyfa þeim að reika, tekur ekki bara tíma; það hjálpar í raun. Með því að framkvæma það sem hún kenndi, gaf Unnur mér tækifæri til að hefja listsköpun strax, sem hjálpaði mér, sem ég annars frestaði, að hefja rannsóknina.“
Rutger Wolf, músíkmeðferðarfræðingur
Í kynningu minni á pallborðinu „Endurskilgreining á landslagi kennsluaðferða: aðferðir í listmeðferðarrannsóknakennslu“ á ECArTE ráðstefnunni í Gent í næstu viku mun ég m.a fjalla um verk Eveline, Hanneke Goldsteen og Rutger Wolf, sem hafa góðfúslega leyft mér að deila listaverkum þeirra og endurgjöf með ítarlegri hætti. Aðrir þátttakendur í pallborðinu verða Dominik Havsteen-Franklin, Céline Schweizer, Marián López Fdz. Cao og Mimmu Rankanen. Robert van den Broek stjórnar pallborðinu. Ég hlakka til að deila upplýsingunum, heyra kynningar hinna þátttakendanna og ræða þetta mikilvæga viðfangsefni um kennslu í rannsóknum í listmeðferðarnámi, á pallborðinu í Gent, Belgíu, í næstu viku.