Urðarbrunnur - Fjölskylda & Ráðgjöf

Urðarbrunnur - Fjölskylda & Ráðgjöf Elísabet er menntuð fjölskylduráðgjafi, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.

„Erum við of ólík til að eiga gott samband?“Ég hitti oft pör sem spyrja mig að þessu eða hafa áhyggjur af því að vera „o...
21/07/2025

„Erum við of ólík til að eiga gott samband?“
Ég hitti oft pör sem spyrja mig að þessu eða hafa áhyggjur af því að vera „of ólík“. Sum óttast jafnvel að ef þau deila ekki sömu gildum, þá sé sambandið dæmt til að mistakast.
En svona er það ekki. Ólíkindi þurfa ekki að vera vandamál – þau geta jafnvel orðið að gjöf. Það sem skiptir máli er hvernig þið talið saman, sýnið forvitni og vinnið með ólíkindin.
✔️ Það skiptir minna máli hvort þið eruð ólík í persónuleika, áhugamálum eða lífsstíl…
❗…en sameiginlegur skilningur á lykilgildum styrkir sambandið, eins og:
• Uppeldi barna
• Peningamál
• Nánd og kynlíf
• Hlutverk fjölskyldu og vina
• Hvernig þið leysið úr ágreiningi
• Hvernig þið sýnið ást og umhyggju
Ef gildi ykkar eru ekki alveg í takt núna, þá þýðir það ekki að allt sé tapað. Oft er það skortur á opnum samskiptum, forvitni og trausti sem veldur spennu – og það er eitthvað sem hægt er að vinna með. Þegar við nálgumst hvort annað með virðingu og forvitni geta ólíkindin jafnvel styrkt sambandið og gefið því dýpt.
Hvað finnst þér? Hvaða gildi finnst þér skipta mestu máli í sambandi? Deildu í athugasemdunum – mig langar að heyra hvað þú hugsar!

❤️ Og ef þetta er áskorun í ykkar sambandi, munið: það er hægt að vinna með þetta. Pararáðgjöf getur hjálpað ykkur að eiga þessi samtöl á uppbyggilegan hátt og finna leiðir til að láta ólíkindin styrkja frekar en veikja sambandið. ö

https://ufr.is/

💔 Ertu sparsöm eða sparsamur á að sýna ást?Við viljum öll vera elskuð, en samt höldum við oft aftur af okkur – af ótta v...
16/07/2025

💔 Ertu sparsöm eða sparsamur á að sýna ást?
Við viljum öll vera elskuð, en samt höldum við oft aftur af okkur – af ótta við höfnun eða sársauka. Við lokum á tilfinningar okkar, þorum ekki að opna okkur og fjarlægjumst hvort annað… þó við þráum ekkert meira en að finnast við vera elskuð.

👉 Í þessum glærum skoðum við:
✔️ hvers vegna við lokum á tilfinningar,
✔️ hvernig gömul varnarviðbrögð geta fjarlægt okkur,
✔️ og hvað við getum sjálf gert til að tengjast betur og leyfa ástinni að flæða.

✨ Ástin vex þegar við opnum okkur – ekki þegar við erum í vörn.
Hvað ertu tilbúin/n að leggja af mörkum í sambandið?

Hvað heldur þér stundum frá því að opna þig tilfinningalega í sambandinu?


https://ufr.is/

Þegar upplifun þín er ekki virt – hvernig geturðu staðið með þér af mildi og festu?Í samskiptum er ekki alltaf samhljómu...
15/06/2025

Þegar upplifun þín er ekki virt – hvernig geturðu staðið með þér af mildi og festu?

Í samskiptum er ekki alltaf samhljómur – og það þarf ekki að vera vandamál.

En þegar okkur líður eins og okkar upplifun sé ekki viðurkennd, getur það verið bæði ruglandi og særandi. Þá skiptir máli að muna:

✨ Þú mátt setja orð á þína reynslu.
✨ Þú mátt eiga sannleika sem stendur með þér – jafnvel þótt einhver annar upplifi það sama öðruvísi.
✨ Þú mátt hlusta án þess að samþykkja.
✨ Þú mátt taka pásu. Endurskoða. Standa með sjálfri/um þér.

Í þessum glærum finnurðu orð og viðhorf sem hjálpa þér að samsama þér sjálfri/um þér – án þess að slíta tengingu við hinn.

💛 Hvað af þessu langar þig að æfa næst?



https://ufr.is/

✨ Að setja mörk er ekki eigingirni – það er sjálfsvirðing.Mörk hjálpa þér að rækta sambandið við sjálfa/n þig og láta að...
14/06/2025

✨ Að setja mörk er ekki eigingirni – það er sjálfsvirðing.

Mörk hjálpa þér að rækta sambandið við sjálfa/n þig og láta aðra vita hvar þú stendur – með öryggi, virðingu og kærleika.
En mörk geta líka verið óþægileg ef þú ert ekki vön/vanur að setja þau… og þá reynir óttinn oft að taka völdin:

🙇‍♀️ „Hvað ef ég særi einhvern?“
😬 „Er ég að vera leiðinleg/ur?“
😔 „Æ, ég á bara að hjálpa…“

👉 Í þessum póst deili ég 7 einföldum og hagnýtum skrefum til að æfa þig í að setja heilbrigð mörk – án sektarkenndar og án þess að afsaka þig.

📲 Flettu í gegnum glærurnar og veldu það sem talar til þín.
https://ufr.is/

Af hverju dregur maki minn sig til baka þegar við lendum í ágreiningi?Ef þú hefur spurt þig að þessu – þá ertu langt í f...
02/06/2025

Af hverju dregur maki minn sig til baka þegar við lendum í ágreiningi?
Ef þú hefur spurt þig að þessu – þá ertu langt í frá ein(n).

Þegar við viljum laga, tengjast og tala –
en makinn lokar, dregur sig inn á við eða verður fjarlægur…
þá getur það virst sárt og jafnvel höfnun.

En þessi hegðun er oft ekki valin meðvitað –
heldur sjálfvirk vörn taugakerfisins, sem hefur lært að rifrildi séu hættuleg.

➡️ Í þessum glærum sýni ég hvernig þessi viðbrögð verða til –
og hvað við getum gert til að mæta þeim af öryggi og skilningi.

✨ Þegar við skiljum hvort annað dýpra,
opnast leiðin að tengingu, trausti og heilbrigðari samskiptum.

https://ufr.is/

Hvort fær meiri nærveru frá þér – síminn þinn eða sá sem þú elskar?Við tengjumst oft símanum meira en fólkinu sem skipti...
26/05/2025

Hvort fær meiri nærveru frá þér – síminn þinn eða sá sem þú elskar?

Við tengjumst oft símanum meira en fólkinu sem skiptir okkur mestu máli.
Í amstri dagsins er það skiljanlegt. Síminn krefst einskis – en samband krefst nærveru.

Nánd byggist ekki á stórum gjörðum, heldur litlum, meðvituðum augnablikum.
Að hlusta. Líta upp. Vera til staðar.

Þessi póstasería er áminning – ekki um að gera meira, heldur um að vera meira.
Meira meðvituð. Meira nær. Meira saman.

Snúðu þér að sambandinu í dag – ekki frá því.
Það sem þú ræktar, það dafnar.













https://ufr.is/

Finnst ykkur sambandið stundum eins og tilfinningalegur rússíbani?Það getur verið vegna þess að þið hafið ólík tengslamy...
17/05/2025

Finnst ykkur sambandið stundum eins og tilfinningalegur rússíbani?
Það getur verið vegna þess að þið hafið ólík tengslamynstur – ekki vegna skorts á ást.

Í þessum póstum skoðum við hvernig ólík tengslamynstur birtast í nánum samböndum og gefum hagnýt ráð til að mæta hvort öðru af meiri skilningi, öryggi og nærveru.
Það byrjar með því að skilja sjálfan sig – og svo hvort annað.

Sambandið ykkar getur blómstrað, ef þið lærið að skilja mynstur ykkar.

https://ufr.is/

Sköpum tengsl sem endast.Traust, hlýja og dýpri samskipti eru ekki tilviljun – þau eru ræktuð með nærveru, stuðningi og ...
27/04/2025

Sköpum tengsl sem endast.

Traust, hlýja og dýpri samskipti eru ekki tilviljun – þau eru ræktuð með nærveru, stuðningi og viljanum til að vaxa saman.

Ég styð pör, fjölskyldur og einstaklinga í að styrkja tengslin sem skipta mestu máli.
Með sérhæfingu í:
- Pararáðgjöf og samskiptameðferð
- Fjölskyldumeðferð
- Skilnaðarráðgjöf og stuðningi við foreldra í skilnaðarferli
- Áfallavinnu og meðvirkniúrvinnslu

Ég vinn ég með hlýju, virðingu og fagmennsku.

Þjónustan mín er í boði bæði á íslensku og dönsku, í eigin persónu og í gegnum fjarfundabúnað.

Velkomin/n í öruggt rými þar sem tengsl fá að blómstra.

Við byrjum vegferðina saman.

Hafa samband: elisabet@salfraedistofan.is og/eða 5277600 | Nánar á: ufr.is

Þið munuð rífast það er óumflýjanlegt. En hvernig þið takist á við ágreininginn getur styrkt – eða veiklað – sambandið y...
26/04/2025

Þið munuð rífast það er óumflýjanlegt. En hvernig þið takist á við ágreininginn getur styrkt – eða veiklað – sambandið ykkar.
SÁTT Í PARASAMBÖNDUM
Það er ómögulegt að lifa án ágreinings, því fólk er ólíkt og hefur mismunandi þarfir.
Það sem skiptir mestu máli er hvernig við bregðumst við honum – með virðingu, hlustun og tengingu.
Forvarnir eru lykillinn.
Talið reglulega og heiðarlega saman um málin.
En þegar eitthvað fer úrskeiðis:
• Biddu afsökunar
• Fyrirgefið
• Haltu áfram að vera opin(n), jafnvel þegar særindin banka upp á.
Ef við reynum ekki að sættast…
• Fjarlægðin á milli okkar vex
• Óöryggi og kvíði safnast upp
• Neikvæðar væntingar verða ríkjandi
Þess vegna er lykilatriði að kunna að sættast.
Sátt skiptir alltaf máli
Hvort sem ágreiningurinn er „smár“ eða „stór“.
• Minni atburðir: Gleyma loforði, mæta of seint o.s.frv.
• Stærri atburðir: Lygi, skortur á stuðningi, framhjáhald.
Traust brotnar – og þarf að byggja það upp aftur með ást, virðingu og vilja til sáttar.
Þegar þú upplifir særindi…
Spyrðu sjálfan þig:
“Ætlaði maki minn virkilega að særa mig?”
Oft eru það misskilningur eða vanhugsun – ekki illur ásetningur.
Skilningur og samkennd eru lyklar að sátt.
Sátt er alltaf sameiginleg vegferð.
• Sá sem særði getur teygst til hins.
• Sá sem særðist getur tekið á móti með opnu hjarta.
Báðir þurfa að leggja sitt af mörkum.
Saman getið þið byggt brú – eitt skref í einu.

Hvað er framhjáhald?Það er engin skýr lína á milli framhjáhalds og saklausra brosa, faðmlaga eða hrósa. Það sem einum fi...
23/04/2025

Hvað er framhjáhald?

Það er engin skýr lína á milli framhjáhalds og saklausra brosa, faðmlaga eða hrósa. Það sem einum finnst í lagi, getur öðrum fundist fara yfir mörk. Fyrir suma snýst þetta helst um líkamleg tengsl – hvort einhver hafi farið yfir línuna þar. Aðrir leggja meiri áherslu á hvort tilfinningar hafi verið í spilinu.
Er maður t.d. að halda framhjá ef maður fantasíerar um aðra? Eða dansar rómantískan dans á jólahlaðborði? Eða daðrar við afgreiðslumann í búð?
Það er auðvitað góð hugmynd að ræða við maka sinn hvar mörkin liggja hjá ykkur, svo þið lendið ekki í aðstæðum þar sem annar aðilinn upplifir svik.
Sleppið rifrildunum um hvort eitthvað sé framhjáhald eða ekki.
Sum pör eyða miklum tíma í að rífast um hvort ákveðin atvik séu framhjáhald eða ekki. En slíkar umræður eru oft ekki sérlega uppbyggilegar. Því ef maki þinn er afbrýðisamur, sár og reiður, þá hefur sambandið þegar orðið fyrir skaða – jafnvel þó þú teljir þig ekki hafa gert neitt rangt. Þá þarf að tala saman, vinna að sátt og endurvekja kærleiksríkt samband.
Ég hef hitt mörg pör sem hafa fest sig í þreytandi rifrildum um hvort um framhjáhald hafi verið að ræða eða ekki. Sá sem særðist upplifir oft mikla léttir þegar hinn viðurkennir loksins að hann/hún hafi gert eitthvað sem ekki var í lagi (jafnvel þó það sé ekki “alvöru” framhjáhald).
Því sama hvað gerðist, þá getur sátt aðeins hafist þegar sá sem braut traustið viðurkennir gjörðir sínar og viðurkennir að hann/hún hafi sært makann sinn og þar með skaðað sambandið.

Hugtakið micro cheating kemur frá ástralska sálfr. Melanie Schilling. Hún skilgreinir hugtakið sem röð smárra gjörða sem...
21/04/2025

Hugtakið micro cheating kemur frá ástralska sálfr. Melanie Schilling. Hún skilgreinir hugtakið sem röð smárra gjörða sem virðast saklausar en gefa til kynna að viðkomandi beinist tilf eða líkaml að öðrum en maka sínum. Dæmi um þetta geta verið:- Að senda skilaboð til einhvers án þess að makinn viti af því – oft kallað stafrænt framhjáhald. - Að vista nöfn í símanum undir röngu nafni. -Að ljúga til um sambandssstöðu sína, t.d. að þykjast vera einhleyp/ur.
„Mc“ felur einnig í sér að við deilum tilf. og/eða kynf. nánd með öðrum án þess að makinn viti af því. Dæmi: -Að segja að maður sé einhleypur þrátt fyrir að búa með maka sínum í mörg ár -Að láta eins og sambandið sé að renna sitt skeið, en segja að maður verði að vera áfram í sambúð vegna veikinda makans -Að þykjast vera bara sambýlingar, ekki par -Að búa saman „bara fyrir börnin“ -Að segjast ekki geta flutt út fyrr en fasteignin selst -Að segjast vera skilin, en eiga eftir að „klára síðustu mál“. „Mc“ á sér oft stað í leyni sem magnar upp spennuna og gerir þetta að trúnaðarbroti sem lifir og vex í skuggunum – leyndin ýtir undir spennuna og tenginguna. Þótt einstaklingar hittist aldrei geta samsk samt haft djúpstæð áhrif á sambandið.
Það getur falið í sér: -Tilf/kynfl. nánd með einhverjum sem makinn veit ekki af -Að ræða vandamál í sambandinu, jafnvel í kynlífi, við einhvern annan -Að senda/þiggja persónulegar uppl. og hrós sem maður myndi ekki deila ef makinn væri með í samtalinu.
Þannig er verið að byggja upp samband utan samb, oft með aðila sem makinn hefur enga vitneskju um eða stafrænt framhjáhald. Tækni og samfélagsm. auðvelda slík sambönd en með samfélagsmiðlun geta allir haft stöðug tilf og/eða kynf samband í leyni. Það byggist upp smám saman með hverju skilaboði eða mynd sem eru send eða móttekin. Jafnvel þó engin áform séu um að hittast getur þetta haft stór áhrif. Tölfræði frá skilnaðarmálum sýnir að margir bendi á þetta sem helstu orsök skilnaðar.

17/04/2025

Address

HLÍÐARFÓTUR 17
Reykjavík
102

Telephone

+3546976487

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Urðarbrunnur - Fjölskylda & Ráðgjöf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Urðarbrunnur - Fjölskylda & Ráðgjöf:

Share