
21/07/2025
„Erum við of ólík til að eiga gott samband?“
Ég hitti oft pör sem spyrja mig að þessu eða hafa áhyggjur af því að vera „of ólík“. Sum óttast jafnvel að ef þau deila ekki sömu gildum, þá sé sambandið dæmt til að mistakast.
En svona er það ekki. Ólíkindi þurfa ekki að vera vandamál – þau geta jafnvel orðið að gjöf. Það sem skiptir máli er hvernig þið talið saman, sýnið forvitni og vinnið með ólíkindin.
✔️ Það skiptir minna máli hvort þið eruð ólík í persónuleika, áhugamálum eða lífsstíl…
❗…en sameiginlegur skilningur á lykilgildum styrkir sambandið, eins og:
• Uppeldi barna
• Peningamál
• Nánd og kynlíf
• Hlutverk fjölskyldu og vina
• Hvernig þið leysið úr ágreiningi
• Hvernig þið sýnið ást og umhyggju
Ef gildi ykkar eru ekki alveg í takt núna, þá þýðir það ekki að allt sé tapað. Oft er það skortur á opnum samskiptum, forvitni og trausti sem veldur spennu – og það er eitthvað sem hægt er að vinna með. Þegar við nálgumst hvort annað með virðingu og forvitni geta ólíkindin jafnvel styrkt sambandið og gefið því dýpt.
Hvað finnst þér? Hvaða gildi finnst þér skipta mestu máli í sambandi? Deildu í athugasemdunum – mig langar að heyra hvað þú hugsar!
❤️ Og ef þetta er áskorun í ykkar sambandi, munið: það er hægt að vinna með þetta. Pararáðgjöf getur hjálpað ykkur að eiga þessi samtöl á uppbyggilegan hátt og finna leiðir til að láta ólíkindin styrkja frekar en veikja sambandið. ö
https://ufr.is/