
03/04/2025
Dáleiðsla eða dáleiðslumeðferð er ákveðið hugarástand djúprar slökunar og einbeitingar sem við förum í á hverjum degi án þess að hugsa að við séum í dáleiðslu. Þegar við erum í dáleiðsluástandi erum við með meðvitund en erum opnari fyrir ábendingum sem við værum ekki í venjulegri meðvitund. Þannig er hægt að gera jákvæðar breytingar á tilfinningum, minningum, hugsunum og hegðun sem við erum búin að tileinka okkur í mörg ár, jafnvel áratugi. Þegar við förum að sofa á kvöldin, eða leggjumst í sófann fyrir framan sjónvarpið og erum á milli svefns og vöku þá erum við í dáleiðsluástandi. Þegar þetta ástand næst þá ertu komin í mjög mikla slökun og undirmeðvitundin þín er farin að stýra ferðinni.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni minni: .is