Varðan er meðferðarstofa sem býður upp á fjölbreyttar meðferðir og sérhæfir sig í áfallamiðaðri nálgun í allri þjónustu. Hægt er að bóka samtalsmeðferð til að vinna úr hvers kyns þungbærri reynslu, tengslavanda í fjölskyldum, samskiptavanda í samböndum, fíknivanda og meðvirknivanda.
Við bjóðum einnig upp á fræðslu, námskeið og stuðningshópa fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Við leggjum áherslu á að efla sjálfsmeðvitund, líkamsvirðingu og að takast á við erfiðar tilfinningar gagnvart mat og matarvenjum.
Í núverandi ástandi bjóðum við einnig upp á fjarviðtöl.
Stofan er staðsett í Borgartúni 28. Frekari upplýsingar og tímabókanir á heimasíðunni okkar: vardan.is eða í síma: 571-8007
Starfsfólk:
HJÓNABANDS- OG FJÖLSKYLDUFRÆÐINGUR MA
Berglind lauk Mastersgráðu í fjölskyldu- og hjónabandsfræðum frá Saint Mary’s University of Minnesota sumarið 2014. Í lokaritgerð sinni fjallaði Berglind um áhrif geð -og fíkniraskanna foreldra á börn þeirra. Meðfram námi í fjölskyldufræðum var Berglind lærlingur á unglingageðdeild Minneapolis Fairview Hospital. Þar öðlaðist hún þjálfun í að starfa með unglingum sem voru að fást við geð– og fíkniraskanir. Fljótlega eftir nám starfaði Berglind hjá Options Family & Behavior Services sem Mental Health Practitioner. Þar starfaði hún einnig með unglingum á aldrinum 12-18 ára sem flestir voru greindir með geð- og fíkniraskanir.
Berglind hefur sérhæft sig í aðferðarfræðum Gottman Institute, nánar tiltekið “The Seven Principles for Making Marriage Work.” Aðferðin byggir á vísindalegum og margreyndum aðferðum við að hjálpa hjónum að snúa við neikvæðu samskiptarmynstri og temja sér uppbyggilegar samskiptaleiðir sem styrkja hjónabandið og hjálpa hjónum að verða samstilltari. Berglind sérhæft sig í Couples and addiction hjá Gottman hjónunum, auk endurmenntunar í Sálrænum áföllum, ofbeldi og áfalla-miðaðri meðferð. Berglind stundaði nám í dáleiðslu í Bandaríkjunum auk áfallamiðaðri meðferðarfræði hjá Bessel Van Der Kolk - The body keeps the score sem leggur áherslu á áfallakerfi líkamans. Berglind stundaði nám í fíknifræðum í Metropolitan State University frá 2011 til 2012. Berglind er auk þess með B.Ed frá Háskóla Ísland.
Berglind er annar tveggja stofnanda Vörðunnar sem var formlega opnuð 9. mars 2020. Berglind bíður upp á einstaklingsmeðferð, fjölskyldu- og parameðferð, námskeið, fræðslu og fyrirlestra.
Hægt er að hafa samband og fá nánari upplýsingar með því að hringja í síma 823-2359, senda tölvupóst á berglind@vardan.is eða smella hér
FÍKNIFRÆÐINGUR MA
Vagnbjörg Magnúsdóttir, lauk Mastersgráðu í fíknifræðum frá Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies í Minnesota árið 2018. Í náminu var meðal annars lögð áhersla á að greina með ítarlegum hætti fíknihegðun skjólstæðinga með greiningarhandbók DSM-5 til hliðsjónar sem og að skima fyrir áfallastreitu, þunglyndi, kvíða og öðrum geðröskunum með það fyrir sjónum að veita bestu mögulegu meðferð hjá viðurkenndum aðilum svo sem hjá sálfræðingum og geðlæknum til viðbótar við fíknifræðinga. Ásamt bóklegu námi í fíknifræðum var lögð rík áhersla á klíníska reynslu jafnhliða námi sem fór fram inni á Hazelden Betty Ford meðferðarstofnuninni. Vagnbjörg er einnig með B.Ed. próf í Grunnskóla-kennarafræði frá Háskóla Íslands. Vagnbjörg er annar tveggja stofnenda Vörðunnar sem var formlega opnuð 9. mars 2020.
Vagnbjörg stundar nú mastersnám í Heilbrigðisvísindum með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi og áfallamiðaða meðferð í Háskólanum á Akureyri. Í námi sínu leggur hún áherslu á að skilja tengslin milli áfalla, sér í lagi í bernsku, og fíknivanda síðar á ævinni. Telur hún að samspil sé þar á milli og að mikilvægt sé að auka þekkingu og dýpka skilning á áhrifum áfalla á fíknivanda.
Til viðbótar við námið hjá Háskólanum á Akureyri er Vagnbjörg í 200 klst. þjálfun í áfallameðferð sem kallast reynslumeðferðarnálgun í Bandaríkjunum hjá Judy Crane hjá The spirit2spirit og The Guesthouse Ocala.
Vagna bíður upp á einstaklingsmeðferð, hópavinnu, námskeið, fræðslu og fyrirlestra. Hægt er að hafa samband og fá nánari upplýsingar með því að hringja í síma 8448107, senda tölvupóst á vagna@vardan.is eða smella hér
FÍKNIFRÆÐINGUR MA
Guðrún Jóhannsdóttir, lauk Mastersgráðu í Fíknifræðum frá Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies í Minnesota árið 2018. Í náminu var meðal annars áhersla á að greina með ítarlegum hætti fíknihegðun skjólstæðinga með DSM5 til hliðsjónar sem og að skima fyrir áfallastreitu, þunglyndi, kvíða og öðrum geðröskunum með það fyrir sjónum að veita bestu mögulegu meðferð hjá viðurkenndum aðilum svo sem hjá sálfræðingum og geðlæknum til viðbótar við fíknifræðinga. Ásamt bóklegu námi í fíknifræðum var lögð rík áhersla á klíníska reynslu jafnhliða námi sem fór fram inni á Hazelden Betty Ford meðferðarstofnuninni. Guðrún er einnig með B.Ed. próf í Grunnskólakennarafræði og B.A. próf í Félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands.
Guðrún bíður upp á einstaklingsmeðferð, hóp-meðferð, námskeið og fyrirlestra. Hægt er að hafa samband með því að hringja í síma 8200688, senda tölvupóst á gudrun@vardan.is eða smella hér
FÍKNIFRÆÐINGUR MA
Guðrún Magnúsdóttir, Gunný, lauk Mastersgráðu í Fíknifræðum frá Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies í Minnesota árið 2018. Í náminu var meðal annars áhersla á að greina með ítarlegum hætti fíknihegðun skjólstæðinga með DSM5 til hliðsjónar sem og að skima fyrir áfallastreitu, þunglyndi, kvíða og öðrum geðröskunum með það fyrir sjónum að veita bestu mögulegu meðferð hjá viðurkenndum aðilum svo sem hjá sálfræðingum og geðlæknum til viðbótar við fíknifræðinga. Ásamt bóklegu námi í fíknifræðum var lögð rík áhersla á klíníska reynslu jafnhliða námi sem fór fram inni á Hazelden Betty Ford meðferðarstofnuninni. Gunný er einnig með B.A. og M.A. próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands.
Gunný bíður upp á einstaklingsmeðferð, hópmeðferð, námskeið og fyrirlestra. Hægt er að hafa samband með því að hringja í síma 8248894, senda tölvupóst á gunny@vardan.is eða smella hér