16/01/2026
Vinir Villa heimsóttu okkur hingað í Laugarásinn í dag og spiluðu úrval af bestu lögum Magnúsar Eiríkssonar. Það var því bæði sól úti og sól inni, sól í hjarta og sól í sinni því lögin hans Magga eru einhverjar ástsælustu dægurlagaperlur þjóðarinnar ❤️