Hrafnista Reykjavík - Laugarás

Hrafnista Reykjavík - Laugarás Á þessari siðu birtum við fréttir úr starfi Hrafnistu Laugarási

Vinir Villa heimsóttu okkur hingað í Laugarásinn í dag og spiluðu úrval af bestu lögum Magnúsar Eiríkssonar. Það var því...
16/01/2026

Vinir Villa heimsóttu okkur hingað í Laugarásinn í dag og spiluðu úrval af bestu lögum Magnúsar Eiríkssonar. Það var því bæði sól úti og sól inni, sól í hjarta og sól í sinni því lögin hans Magga eru einhverjar ástsælustu dægurlagaperlur þjóðarinnar ❤️

Það var kátt á hjalla og margskonar iðja stunduð á vinnustofunni í Burstafelli í dag. 🥰🧩🎨🧶🪡🖼
13/01/2026

Það var kátt á hjalla og margskonar iðja stunduð á vinnustofunni í Burstafelli í dag. 🥰🧩🎨🧶🪡🖼

Það var líf og fjör hér í Laugarásnum þegar Auður Harpa danskennari mætti á svæðið og stýrði dansleikfimi við mikinn fög...
09/01/2026

Það var líf og fjör hér í Laugarásnum þegar Auður Harpa danskennari mætti á svæðið og stýrði dansleikfimi við mikinn fögnuð viðstaddra. Það var vel tekið undir bæði í söng og dansi og einhverjir sem höfðu orð á því að það hefði komið ánægjulega á óvart að ekki enn væri farið að fenna í danssporin 💃👣

Í gær fengum við yndislega tónleika þegar Aríel Pétursson, formaður sjómannadagsráðs kom ásamt börnum sínum Jökli og Esj...
19/12/2025

Í gær fengum við yndislega tónleika þegar Aríel Pétursson, formaður sjómannadagsráðs kom ásamt börnum sínum Jökli og Esju og Helgu móður sinni. Þau sungu fyrir okkur og léku á fiðlur, píanó og gítar, falleg og ljúf jólalög. Á eftir var boðið upp á smákökur, jólaglögg og ristaðar möndlur 🥰🎄

Við fengum í heimsókn góða gesti úr nágrenninu þegar barnakór Laugarneskirkju söng birtu inn í hug og hjarta Hrafnistufó...
17/12/2025

Við fengum í heimsókn góða gesti úr nágrenninu þegar barnakór Laugarneskirkju söng birtu inn í hug og hjarta Hrafnistufólks. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og sendum hlýjar jólakveðjur. 🎄

17/12/2025
Jólabókaflóðið heldur áfram að reka á fjörur okkar hér í Laugarásnum. Í dag fengum við góða heimsókn frá sagnfræðingnum ...
16/12/2025

Jólabókaflóðið heldur áfram að reka á fjörur okkar hér í Laugarásnum. Í dag fengum við góða heimsókn frá sagnfræðingnum Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur. Las hún fyrir okkur úr nýútkominni bók sinni Piparmeyjar - Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi. Sigríður laumaði líka að okkur uppskrift Thoru að heitu súkkulaði með eggjarauðum, sem er nú aldeilis tilvalið að njóta nú á aðventunni ☕️🍫📚

Nú nálgast þriðja aðventuhelgin óðfluga og þá var nú ösköp ljúft að fá Hjördísi Geirs hingað í hús til að syngja úrval a...
12/12/2025

Nú nálgast þriðja aðventuhelgin óðfluga og þá var nú ösköp ljúft að fá Hjördísi Geirs hingað í hús til að syngja úrval af dægur- og jólalögum. Vel var tekið undir bæði í söng og dansi og mikil jólagleði 🎅🌲☃️

Fríða Ísberg kom og las fyrir okkur úr nýútkominni bók sinni: Huldukonan. Margir voru spenntir að heyra meira og þökkum ...
11/12/2025

Fríða Ísberg kom og las fyrir okkur úr nýútkominni bók sinni: Huldukonan. Margir voru spenntir að heyra meira og þökkum við Fríðu kærlega fyrir lesturinn. 🎄

Hrafnistukötturinn lét það nú ekki trufla miðdagslúrinn sinn þó sungið væri af raust hinumegin við þilið. 😻🎅🌲
10/12/2025

Hrafnistukötturinn lét það nú ekki trufla miðdagslúrinn sinn þó sungið væri af raust hinumegin við þilið. 😻🎅🌲

Í gær héldum við upp á 88 ára afmæli Sjómannadagsráðs og boðið var upp á kótilettur í hádeginu. Á eftir fengum við Geir ...
28/11/2025

Í gær héldum við upp á 88 ára afmæli Sjómannadagsráðs og boðið var upp á kótilettur í hádeginu. Á eftir fengum við Geir Ólafsson, Kristján Jóhannsson og Þóri Baldursson í heimsókn sem sungu og léku fyrir fullu húsi við góðar undirtektir☺️

Address

Brúnvegur 13
Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hrafnista Reykjavík - Laugarás posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hrafnista Reykjavík - Laugarás:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category