
16/07/2025
Spilið Vinaskógur fæst nú í Smáralind, Kringlu og Skeifu 🧡
Vinaskógur samanstendur af 90 spilum sem hvert og eitt býður börnum upp á tengingu við sjálft sig og fullorðna í þeirra lífi. Spilið er ekki keppni og gengur ekki út á að vinna, vera best eða geta mest.
Vinaskógur er hugsaður sem róleg afþreying heima eða á ferðalagi, í bílnum eða flugvélinni, úti eða inni eða bara hvar sem hægt er að spjalla saman.
Vinaskógur er létt spil sem fimm til níu ára börn geta spilað en á sama tíma býður spilið upp á öðruvísi samtal og tengsl en eiga sér stað í amstri hversdagsleikans.
Það að kenna börnum að finna tilfinningar, orða þær og skilja þær hefur forvarnargildi og gott er að byrja snemma að rækta þessa færni með þeim í öruggu rými 💞