Lyfja Heyrn er fyrsta verslun sinnar tegundar á Íslandi þar sem viðskiptavinir geta komið inn, skoðað heyrnartæki, stuðningsvörur heyrnartækja og fyrirbyggjandi lausnir fyrir heyrnina með aðgengi að sérfræðiráðgjöf. Starfsfólk Lyfju Heyrnar Líttu við í Lyfju Heyrn. Hjá okkur getur þú skoðað, prófað og fengið ráðgjöf um vörur sem bæta og vernda heyrn. Við bjóðum einfalda og ítarlega heyrnarmæling
u og vörur sem vernda heyrn. Við viljum þjónusta sérstaklega þá hópa sem þurfa á heyrnarvernd að halda í starfi og leik. Við bjóðum upp á algjörlega sérsniðnar heyrnarvarnir. Með því að skanna eyrað fáum við upp stafrænt mót af eyranu og sérsmíðum eftir því sérsniðna eyrnartappa. Við leggjum mikið upp úr upplifun og að auka lífsgæði með bættri heyrn. Við viljum veita einstaklingum með heyrnarskerðingu ráðgjöf, stuðning og þjónustu en einnig aðstandendum þeirra og því er vegferð viðskiptavina okkar hönnuð með aðstandendur heyrnarskertra í huga. Samhliða þessu mun Lyfja bjóða upp á nýja þjónustu hjá hjúkrunarfræðingum Lyfju Lágmúla og Smáratorgi, en þangað getur þú mætt í einfalda heyrnarmælingu án tímabókunar sem gefur til kynna hvort heyrnarskerðing geti verið til staðar. Hægt er að bóka tíma í heyrnarmælingu á www.lyfjaheyrn.is