
07/04/2025
Góð grein hjá Guðmundi í Afstöðu, hvernig er hægt að koma að fræðslu til að geta sinnt uppeldi í fangelsi, og mikilvægi þess að fá aðstoð fyrir aðstandendur fanga
Fangelsisvist er ekki einungis áfall fyrir þann sem brýtur af sér, heldur hefur hún áhrif á fjölskyldur viðkomandi, einkum börnin. Hér á Íslandi erum við farin að sjá ákveðna þróun sem kallar á brýn inngrip, þriðju kynslóðina sem fer inn í fangelsi.