Breytingaskeið

Breytingaskeið Viðtalsráðgjöf fyrir konur á breytingaskeiði. Steinunn er ljósmóðir með sérþekkingu á breytingskeiði kvenna.

Bókanir á https://www.faedingarheimilid.is/breytingaskeid

Einstaklingsmiðuð ráðgjöf um einkenni, líðan og úrræði.

22/01/2024

Allt um breytingaskeiðið á einni helgi. Við hlökkum til að sjá þig 🌸

Ég er svo lánsöm að fá að taka þátt í þessari spennandi fræðsluhelgi. Vonandi sjáumst við sem flestar 💖Á eitthvað af eft...
06/10/2023

Ég er svo lánsöm að fá að taka þátt í þessari spennandi fræðsluhelgi. Vonandi sjáumst við sem flestar 💖

Á eitthvað af eftirfarandi við um þig?

🟡 Þyngdaraukning á síðustu árum þó þú hafir engu breytt?

🟡 Pirringur, hitakóf, svefnleysi, kvíði eða almenn vanlíðan?

🟡 Minni eða jafnvel enginn áhugi á kynlífi?

🟡 Erfiðleikar í samböndum?

ÞÚ GETUR LÆRT AÐ TAKAST Á VIÐ BREYTINGARNAR SEM LÍFIÐ FÆRIR ÞÉR

⬇️JAFNVÆGI Á BESTA ALDRI⬇️

Fræðsluhelgi um breytingaskeiðið í allri sinni dýrð. Þú lærir meðal annars:

- Hvað er virkilega að gerast í líkamanum og hvernig þú getur tekist á við það
- Hvernig þú getur borðað til að vinna gegn vöðvarýrnun, beinþynningu og þyngdaraukningu
- Hvernig þú getur bætt bæði kynlífið og samband þitt við sjálfa þig og mikilvægar persónur í lífinu

Spennandi fræðsluhelgi með fyrirlestrum, vinnustofum og vandaðri vinnubók. Komdu í sveitasæluna í hjarta Borgarfjarðar þar sem þú getur notið, slakað á og lært meira um sjálfa þig. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar https://www.facebook.com/jafnvaegiheilsa

07/07/2023

Sumarblað SÍBS er tileinkað kvenheilsu. Breytingaskeið kvenna, hormón og svefn, þvagleki og tíðahringurinn og íþróttir eru meðal efnastaka. Hvet til lesturs 🚺

😴Á breytingskeiði skiptir regluleg svefnrútína meira máli en áður. 😴Hreyfing bætir svefninn, en þó getur hreyfing seint ...
17/03/2023

😴Á breytingskeiði skiptir regluleg svefnrútína meira máli en áður.

😴Hreyfing bætir svefninn, en þó getur hreyfing seint á kvöldin haft neikvæð áhrif á svefn.

😴Að draga úr streitu er mikilvægur þáttur í að bæta svefngæði. Kvöldin eru ekki góður tími til að plana eða skipuleggja. Skjánotkun örvar einnig heilann og truflar dægursveifluna. Öndunaræfingar, mjúkt jóga og hugleiðsla eru góðar leiðir til að róa taugakerfið fyrir svefninn. Að hlusta á róandi tónlist, leiddar hugleiðslur eða hljóðbækur getur verið góð leið til að róa hugann og leiða frá áleitnum og streituvaldandi hugsunum.

😴Áfengi, koffín og að borða seint á kvöldin dregur úr svefngæðum. Koffín situr lengi í líkamanum og því getur kaffibolli sem neytt er um miðjan dag haft áhrif á svefninn.

😴Regluleg svefnrútína er mikilvæg á breytingaskeiði þegar svefninn versnar. Við styðum við dægursveifluna með því að far...
15/03/2023

😴Regluleg svefnrútína er mikilvæg á breytingaskeiði þegar svefninn versnar. Við styðum við dægursveifluna með því að fara að sofa og vakna á sama tíma.

😴Hormónauppbótarmeðferð er áhrifarík leið til að bæta svefn. Estrógen styður við dægursveifluna og viðheldur svefni. Prógesterón hefur róandi og slakandi áhrif.

😴Mælt er með hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem fyrstu lausn við langvarandi svefnvanda. Meðferðin bætir svefn hjá um 90% fólks sem fer í gegnum hana.

😴Svefnlyf eru skammtímalausn við svefnvandamálum. Þau geta verið ávanabindandi og ætti ekki að nota lengur en 4 vikur samfellt.

😴Náttúrulyfið Sefitude® er viðurkennd meðferð við svefntruflunum og er ekki ávanabindandi. Lyfið fæst í apótekum án lyfseðils.

😴Melatónín er oft kallað svefnhormónið og er talsvert notað meðal kvenna á breytingsaskeiði. Melatónín getur mögulega gagnast konum vegna þeirrar lækkunar sem verður í melatónínframleiðslu á breytingaskeiði, en þörf er á frekari rannsóknum á þessu sviði.

😴Magnesíum róar taugakerfið og veitir slökun sem getur bætt svefn. Það getur verið góð viðbót við aðrar leiðir til að bæta svefn.

😴Mikilvægt er að útiloka aðrar orsakir svefnvanda eins og kæfisvefn, en tíðni kæfisvefns eykst hjá konum á breytingaskeiði.

😴Svefnvandamál eru 40% algengari meðal kvenna en karla og ein helsta ástæðan eru hormónabreytingar sem verða í tengslum ...
13/03/2023

😴Svefnvandamál eru 40% algengari meðal kvenna en karla og ein helsta ástæðan eru hormónabreytingar sem verða í tengslum við barneignarferlið, tíðahringinn og síðast en ekki síst breytingaskeiðið.

😴Estrógen hefur áhrif á dægursveifluna og viðheldur svefni, meðal annars með því að stýra líkamsh*ta á nóttunni. Prógesterón hefur róandi og slakandi áhrif sem bætir svefn. Lækkun á þessum hormónum getur því haft mikil áhrif á svefn og svefngæði.

😴Lækkun kynhormóna veldur auk þess hækkun á streituhormóninu kortisóli og lækkun á svefnhormóninu melatóníni. Þetta er meðal annars ástæða fyrir því að við eigum erfitt með að sofna á kvöldin, glaðvöknum á nóttunni eða vöknum fyrir allar aldir og getum ekki sofnað aftur.

😴Einkenni eins og hita- og svitaköst og tíð þvaglát eru algeng einkenni sem trufla svefn kvenna á breytingaskeiði.

Svo gaman að heyra hvað Dr Louise Newson var ánægð með heimsóknina til Íslands. Hún tekur sérstaklega fram hvað íslenska...
06/03/2023

Svo gaman að heyra hvað Dr Louise Newson var ánægð með heimsóknina til Íslands. Hún tekur sérstaklega fram hvað íslenskar konur séu vel upplýstar og framsæknar í að nýta meðferðir til að öðlast betri líðan á breytingaskeiði 🙌

🏋Lóðalyftingar og önnur mótstöðuþjálfun ættu að vera fastur liður í hreyfingu kvenna á breytingskeiði og eftir tíðahvörf...
21/02/2023

🏋Lóðalyftingar og önnur mótstöðuþjálfun ættu að vera fastur liður í hreyfingu kvenna á breytingskeiði og eftir tíðahvörf.

🏋Til að viðhalda og byggja upp vöðvamassa þarf að borða vel af próteinum. Viðmiðið er 1 g prótein fyrir hvert kíló líkamsþyngd, en þörfin gæti orðið enn meiri eftir tíðahvörf. Sjáðu til þess að þú fáir prótein í hvert mál og eftir æfingar.

💜Estrógenmeðferð í leggöng styrkir slímhúðina á kyn- og þvagfærasvæði og eflir góðu bakteríuflóruna. Estrógen veitir því...
15/02/2023

💜Estrógenmeðferð í leggöng styrkir slímhúðina á kyn- og þvagfærasvæði og eflir góðu bakteríuflóruna. Estrógen veitir því vörn gegn sýkingum á þessu svæði og dregur úr þurrki í leggöngum.

💜Estrógen í leggöng fæst sem töflur, krem eða hringur. Meðferðin er lyfsseðilsskyld en nýverið komu á markað töflur í lausasölu í apótekum.

💜Að nota estrógen í leggöng er ekki það sama og að taka inn hormónalyf. Þar sem estrógenið virkar nær eingöngu staðbundið á kyn- og þvafærasvæðinu eykur það ekki hættu á brjóstakrabbameini eða blóðtöppum. Langflestar konur geta því notað estrógen í leggöng reglulega og til lengri tíma. Það er mikilvægt því einkennin ágerast oft með árunum og snúa aftur þegar meðferð er hætt.

💮Þvafærasýkingar geta orðið tíðari um og eftir tíðahvörfin. Hjá um 30% kvenna læknast þvagfærasýkingar af sjálfu sér án ...
14/02/2023

💮Þvafærasýkingar geta orðið tíðari um og eftir tíðahvörfin. Hjá um 30% kvenna læknast þvagfærasýkingar af sjálfu sér án meðferðar á einni viku. Ráðin hér geta hjálpað til og fyrirbyggt endurteknar sýkingar.

💮Vægar, endurteknar þvagfærasýkingar má meðhöndla með jurtalyfi (Lyngonia®) sem er viðurkennd meðferð án sýklalyfja. Viðvarandi eða versnandi einkenni þarf að meðhöndla með sýklalyfjum.

💮Hormónameðferð með estrógeni í leggöng er áhrifarík leið til að fyrirbyggja þvagfærasýkingar á eftirtíðahvörfum.

💮Þvagfæravandamál eru algeng um og eftir tíðahvörf. Einkennin versna oft því lengra sem líður frá tíðahvörfum og verndan...
13/02/2023

💮Þvagfæravandamál eru algeng um og eftir tíðahvörf. Einkennin versna oft því lengra sem líður frá tíðahvörfum og verndandi áhrif estrógens dvína.

💮Áhrifaríkasta fyrirbyggjandi meðferðin gegn þvagfæravanda, meðal annars krónískum þvagfærasýkingum, er estrógenmeðferð í leggöng. Meðferðin fæst sem töflur, krem eða sílíkonhringur og er lyfseðilsskyld, nema ein tegund af töflum sem nú fæst í lausasölu í apótekum.

💮Slæmar og krónískar þvagfærasýkingar þarf að meðhöndla með sýklalyfjum. Vægar þvagfærasýkingar læknast af sjálfu sér hjá 30% kvenna án meðferðar á einni viku. Ýmis fyrirbyggjandi ráð eru til við þvagfærasýkingum sem gott er að fylgja.

💮Þvagleki er algengt en falið vandamál hjá mörgum konum og sem versnar oft um og eftir tíðahvörfin. Rætt verður um þvagleka sérstaklega síðar.

Address

Hlíðarfótur 17
Reykjavík
102

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Breytingaskeið posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Breytingaskeið:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram