Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu

Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu Þessi síða er til að þjónusta félaga í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu og aðra velurnaðra.

31/05/2025

Sumar opnum Krika byrjar miðvikudaginn 4. júní 2025.
Þá er opið alla daga nema mánudaga og laugardag.

Mánudagur LOKAÐ
Þriðjudagur opið frá 12- 16.
Miðvikudagur opið frá 12-16.
Fimmtudagur opið frá 12-16.
Föstudagur opið frá 12 - 17 pylsudagur.
Laugardag LOKAÐ
Sunnudagur opið frá 12 -16.

ÖLL VELKOMIN.

13/05/2025
Bingó verður haldið í félagsheimili Sjálfsbjargar Hátúni 12,  inngangur númer 7.Miðvikudaginn 7. maí 2025 kl 19:00Öll ve...
30/04/2025

Bingó verður haldið í félagsheimili Sjálfsbjargar
Hátúni 12, inngangur númer 7.
Miðvikudaginn 7. maí 2025
kl 19:00

Öll velkomnir

Aðalvinningur kvöldsins
15,000 krónur gjafakort í Bónus.
Margir aðrir góðir vinningar.

30/04/2025

Bjóðum á opinn streymisfund 9. maí

Til að upplýsa viðskiptavini sem eru með örorkulífeyri í dag og færast í nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi, verður boðið uppá opinn streymisfund föstudaginn 9. maí næstkomandi kl. 9.00 - 10.00.

Dagskrá:

Nýtt kerfi - umbætur í þína þágu
Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR

Örorkulífeyrir í nýju kerfi
Auðbjörg Nanna Ingvarsdóttir, sviðsstjóri örorkusviðs
Lena Rut Olsen, teymisstjóri á örorkusviði

Virknistyrkur og atvinnumál
Þóra Ágústsdóttir, verkefnastjóri VMST

Ávarp
Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ

Spurt og svarað
Hægt verður að senda inn skriflegar spurningar sem svarað verður að kynningum loknum.

Fundi lýkur kl. 10.00

Við hvetjum þig til að nýta þetta tækifæri til að fræðast um breytingarnar sem eru framundan á örorkulífeyrisgreiðslum.

Vekjum athygli á því að fundurinn verður táknmálstúlkaður.

Hlekkur á streymið er hér: https://www.youtube.com/live/H3hnj2Bkjm8

29/04/2025
Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu óska ykkur gleðilega páska 😀
16/04/2025

Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu óska ykkur gleðilega páska 😀

16/04/2025

Bingó verður haldið í félagsheimili Sjálfsbjargar
Hátúni 12, inngangur númer 7.
Miðvikudaginn 16. apríl 2025
kl 19:00

Öll velkomnir

Aðalvinningur kvöldsins
10,000 krónur gjafakort í Bónus og matarkarfa.
Margir aðrir góðir vinningar.

15/04/2025

Frá því að vitundarvakningin Tölum saman hófst hafa daglega um 150-300 manns kynnt sér fræðsluefni á vefnum um félagslega einangrun. Með vitundarvakningunni vilja stjórnvöld vekja athygli almennings á því hve alvarleg félagsleg einangrun er og hvernig við getum öll verið hluti af lausninni.

„Það er frábært að sjá hversu margir hafa kynnt sér verkefnið, og þá sérstaklega þau úrræði og leiðir sem eru í boði – bæði fyrir þau sem erufélagslega einangruð eða fólk sem þekkir nágranna, ættingja eða vini í slíkri stöðu. Það er svo margt hægt að gera, allir geta gert eitthvað,“ segir Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur. Hún er verkefnastjóri vitundarvakningarinnar ásamt Svavari Knúti Kristinssyni, tónlistarmanni.

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið stendur fyrir vitundarvakningunni og segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, að markmiðið sé að opna augu fólks fyrir félagslegri einangrun í samfélaginu og vekja athygli á samfélagslegri ábyrgð okkar allra.

„Sem ráðherra félags- og öldrunarmála þá er það eitt af mínum hjartans málum að vinna gegn þeirri þöglu ógn sem einmanaleiki og félagsleg einangrun eru,“ segir hún.

Address

Hátún 12
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 10:00 - 14:00
Tuesday 10:00 - 14:00
Wednesday 10:00 - 14:00
Thursday 10:00 - 14:00
Friday 10:00 - 13:30

Telephone

+3545517868

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu:

Share