15/04/2025
Frá því að vitundarvakningin Tölum saman hófst hafa daglega um 150-300 manns kynnt sér fræðsluefni á vefnum um félagslega einangrun. Með vitundarvakningunni vilja stjórnvöld vekja athygli almennings á því hve alvarleg félagsleg einangrun er og hvernig við getum öll verið hluti af lausninni.
„Það er frábært að sjá hversu margir hafa kynnt sér verkefnið, og þá sérstaklega þau úrræði og leiðir sem eru í boði – bæði fyrir þau sem erufélagslega einangruð eða fólk sem þekkir nágranna, ættingja eða vini í slíkri stöðu. Það er svo margt hægt að gera, allir geta gert eitthvað,“ segir Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur. Hún er verkefnastjóri vitundarvakningarinnar ásamt Svavari Knúti Kristinssyni, tónlistarmanni.
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið stendur fyrir vitundarvakningunni og segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, að markmiðið sé að opna augu fólks fyrir félagslegri einangrun í samfélaginu og vekja athygli á samfélagslegri ábyrgð okkar allra.
„Sem ráðherra félags- og öldrunarmála þá er það eitt af mínum hjartans málum að vinna gegn þeirri þöglu ógn sem einmanaleiki og félagsleg einangrun eru,“ segir hún.