
19/09/2025
Næsti tími
30. september 2025
Tímasetning
Klukkan 20:00 – 21:30
Um tímann
Umbreytandi öndunarvinna – breathwork transformation ( BWT) felur í sér öfluga hringlaga öndunartækni sem losar um spennu og streitu og getur komið af stað breyttu meðvitundarástandi sem getur leitt til ótrúlegra breytinga. Það er engin önnur tækni sem getur farið með þátttakendur í eins djúpt innra ferðalag á svo stuttum tíma eins og BWT. Á vinnustofunni er öndunartæknin tengd margvíslegum núvitundaraðferðum til að auka sjálfsvitund og persónulegan þroska.
Ávinningur:
Sleppa tökum á áföllum, vanlíðan og ótta
Finna frið og slökun og læra að samþykkja sig
Losa eiturefni úr líkamanum og draga úr langvarandi verkjum
Finna tengingu við eitthvað æðra og auka sjálfsvitund
Leyfa spennu, streitu og kvíða að hverfa
Finna fyrir valdeflingu, orku og styrk
Upplifa breytt meðvitundarástand
Bæta svefngæði
Upplifa innilegt þakklæti fyrir að vera á lífi
Leiðbeinandi
Margrét Sigurbjörnsdótir breathwork leiðbeinandi og núvitundarkennari
Verð
7.500,- kr.
Skráning
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á Andrymi.Breathwork@gmail.com