Samkennd Heilsusetur

Samkennd Heilsusetur Fagaðilar Samkenndar hafa góða þekkingu á sínu sviði og bjóða upp á fjölbreytta þjónustu Miðast val á meðferðarformi eftir þörfum og vanda skjólstæðings.

Hjá okkur starfa atferlisfræðingur, faglegur handleiðari, heilari, félagsráðgjafi, fjölskyldu- og pararáðgjafar, markþjálfar, sálfræðingar, sálmeðferðrafræðingur, jógakennarar, heilari, nuddari, prestur ofl. Sú þjónusta sem boðið er upp á er m.a einstaklingsviðtöl, fjölskyldu-, para- og hjónaráðgjöf, hópmeðferðir, námskeið, fyrirlestrar, hugleiðslur, slökun, dáleiðsla, og Yoga námskeið, bandvefsl

osunartímar, mjúk leikfimi og paranudd námskeið. Undir hatti Samkenndar er fjölbreytt þjónusta vel menntaðra fagaðila og sérfræðinga. Hver fagaðili byggir meðferðir sínar á árangursmiðuðum og gagnreyndum aðferðum út frá sinni fræðigrein. Við sinnum bæði einstaklingum, pörum, fyrirtækjum og hópum. Hægt að sækja þjónustu okkar að Tunguhálsi 19 og í gegnum fjar-þjónustu ef það hentar betur. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar í gegnum netfangið samkennd@samkennd.is og inn á vefsíðunni samkennd.is

Ástin og kærleikurinn er okkar allra! Takk fyrir hugrekkið 🤎
07/08/2025

Ástin og kærleikurinn er okkar allra! Takk fyrir hugrekkið 🤎

05/08/2025

Haust dagskrá Samkenndar er fjölbreytt, sjálfs eflandi og nærandi. Upplýsingar um fleiri námskeið og einstaklings þjónustu okkar er hægt að nálgast inn á https://samkennd.is Verið hjartanlega velkomin.

Viltu koma þér af stað í rólega en markvissa hreyfingu? Næstu námskeið hefjast 1. og 3. sept. Námskeiðið sem hefst 1. se...
03/08/2025

Viltu koma þér af stað í rólega en markvissa hreyfingu?

Næstu námskeið hefjast 1. og 3. sept.

Námskeiðið sem hefst 1. sept er kennt á mán og miðvikudögum klukkan 19:30-20:30. Það eru fá laus pláss eftir.

Ath nýtt morgunnámskeið.
Námskeiðið sem hefst 3. sept er kennt á mið og föstudögum klukkan 10-11.

Að auki fá þáttakendur senda eina heimaæfingu á viku.

Námskeið er fyrir konur sem vilja hreyfa sig á meðvitaðan hátt og líða betur í eigin líkama. Námskeiðið samanstendur af rólegu en markvissu hreyfiflæði með áherslu á styrk, liðkun og teyjur. Í lok hvers tíma er 10-15 mín leidd slökun með áherslu á núvitund. Sólveig hefur sjálf glímt við streitu og heilsubrest og hefur sett þetta námskeið saman úr því sem hefur reynst henni vel í átt að betri heilsu og bættari lífsgæðum ásamt fagþekkingu sinni. Hver og ein vinnur á sínum hraða og mikilvægt er að hlusta alltaf á eigin líkama. Það að öðlast aukin styrk og teygja og liðka líkamann vinnur gegn verkjum og stirðleika. Það er ekkert um hopp eða mikla ákefð.

Leiðbeinandi: Sólveig María Svavarsdóttir

​Kostnaður: Verð fyrir 12 tíma í 6 vikur er 26.900 kr

Skráning: Skráning og fyrirspurnir í gegnum tölvupóst á solvsvav@gmail.com

Umsagnir

“Besta námskeið sem ég hef verið á. Hentar mér best af öllu sem ég hef prófað” – Sigrún

“Námskeiðið var frábært fyrir líkama og sál. Æfingarnar voru hæfilega erfiðar og einstaklega góð stemning og tónlist. Sólveig kom með góðar ráðleggingar og fróðleik. Slökun í lok tíma var vel þegin og þæginleg. Kærar þakkir fyrir fyrir mig” – Erla

“Tímarnir hjá Sólveigu eru vel skipulagðir og nærandi. Andrúmsloftið er hlýtt og ég fann strax mikinn mun á orku eftir fyrsta tímann. Ég mæli heilshugar með námskeiðinu” – Lína

30/07/2025

Haust dagskrá Samkenndar er full af sjálfs eflandi og nærandi námskeiðum og viðburðum. Þú getur séð enn meira úrval námskeiða og einstaklings þjónustu inn á https://samkennd.is Vertu hjartanlega velkomin.

✨️Nýtt í Samkennd heilsusetri✨️Tek vel á móti þér í KAP í Reykjavík miðvikudaginn 20.ágúst kl 20:00-21:30. 6000kr Hámark...
29/07/2025

✨️Nýtt í Samkennd heilsusetri✨️

Tek vel á móti þér í KAP í Reykjavík miðvikudaginn 20.ágúst kl 20:00-21:30. 6000kr Hámark 10 manns. Verðum í nærandi umhverfi
Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík, 2.hæð
Skráning á marianna@improvement.is 💜

KAP stendur fyrir Kundalini Activation Process, að virkja líforkuna okkar.
Þú liggur á dýnu, það er spiluð taktföst tónlist á meðan leiðbeinandinn fer a milli aðila að hjálpa kundalini orkunni að flæða þangað sem hennar er þörf. Leiðbeinandinn vinnur með orkulíkamann sem er umhverfis okkur ásamt léttri snertingu á líkamann til að opna fyrir flæði og heilun.

Þú getur búist við djúpri slökun, tilfinningalosun, séð sýnir og liti, heimsótt minningar, upplifað hita/kulda, fundið fyrir náladofa eða straumum, fundið þörf fyrir að hreyfa þig, hristast o.fl.

Ávinningurinn er betri svefngæði, róa taugakerfið, finna fyrir lífskraftinum okkar, losa okkur við það sem ekki þjónar okkur lengur ✨️

Allar dagsetningar í boði má sjá hér:
www.improvement.is/kap

Hlakka til að taka á móti þér 💜
Kærleikskveðja
Maríanna

Hlúum að okkur í sorgarferlinu.
04/07/2025

Hlúum að okkur í sorgarferlinu.

02/07/2025
Eitt símtal getur bjargað lífi 💕
26/06/2025

Eitt símtal getur bjargað lífi 💕

Kristján Ingi Kjartansson, tæplega tvítugur Eyjamaður, upplifði mikla vanlíðan um tíma sem hann byrgði inni. Honum fannst tilfinningarnar ekki eiga rétt á sér og fannst hann vera hálfgerður aumingi, enda voru aðrir sem glímdu við stærri vandamál en hann.

05/06/2025

Address

Tunguhálsi 19
Reykjavík
110

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Samkennd Heilsusetur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share