Samkennd Heilsusetur

Samkennd Heilsusetur Fagaðilar Samkenndar hafa góða þekkingu á sínu sviði og bjóða upp á fjölbreytta þjónustu Miðast val á meðferðarformi eftir þörfum og vanda skjólstæðings.

Hjá okkur starfa atferlisfræðingur, faglegur handleiðari, heilari, félagsráðgjafi, fjölskyldu- og pararáðgjafar, markþjálfar, sálfræðingar, sálmeðferðrafræðingur, jógakennarar, heilari, nuddari, prestur ofl. Sú þjónusta sem boðið er upp á er m.a einstaklingsviðtöl, fjölskyldu-, para- og hjónaráðgjöf, hópmeðferðir, námskeið, fyrirlestrar, hugleiðslur, slökun, dáleiðsla, og Yoga námskeið, bandvefslosunartímar, mjúk leikfimi og paranudd námskeið. Undir hatti Samkenndar er fjölbreytt þjónusta vel menntaðra fagaðila og sérfræðinga. Hver fagaðili byggir meðferðir sínar á árangursmiðuðum og gagnreyndum aðferðum út frá sinni fræðigrein. Við sinnum bæði einstaklingum, pörum, fyrirtækjum og hópum. Hægt að sækja þjónustu okkar að Tunguhálsi 19 og í gegnum fjar-þjónustu ef það hentar betur. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar í gegnum netfangið samkennd@samkennd.is og inn á vefsíðunni samkennd.is

Næsti tími30. september 2025TímasetningKlukkan 20:00 – 21:30Um tímannUmbreytandi öndunarvinna – breathwork transformatio...
19/09/2025

Næsti tími
30. september 2025

Tímasetning
Klukkan 20:00 – 21:30

Um tímann
Umbreytandi öndunarvinna – breathwork transformation ( BWT) felur í sér öfluga hringlaga öndunartækni sem losar um spennu og streitu og getur komið af stað breyttu meðvitundarástandi sem getur leitt til ótrúlegra breytinga. Það er engin önnur tækni sem getur farið með þátttakendur í eins djúpt innra ferðalag á svo stuttum tíma eins og BWT. Á vinnustofunni er öndunartæknin tengd margvíslegum núvitundaraðferðum til að auka sjálfsvitund og persónulegan þroska.

Ávinningur:

Sleppa tökum á áföllum, vanlíðan og ótta
Finna frið og slökun og læra að samþykkja sig
Losa eiturefni úr líkamanum og draga úr langvarandi verkjum
Finna tengingu við eitthvað æðra og auka sjálfsvitund
Leyfa spennu, streitu og kvíða að hverfa
Finna fyrir valdeflingu, orku og styrk
Upplifa breytt meðvitundarástand
Bæta svefngæði
Upplifa innilegt þakklæti fyrir að vera á lífi
Leiðbeinandi
Margrét Sigurbjörnsdótir breathwork leiðbeinandi og núvitundarkennari ​

Verð
7.500,- kr.

Skráning
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á Andrymi.Breathwork@gmail.com

19/09/2025
17/09/2025
Við mælum með þessu 🤎
13/09/2025

Við mælum með þessu 🤎

Næsta handafimi námskeið hefst 23. september. Jóna Árnadóttir íþróttafræðingur stjórnar námskeiðinu.

Plássum fækkar í jóga nidra hádegishleðsluna hjá Hildi. Gefðu þér tíma fyrir þig og bókaðu þitt pláss og gerðu mánudagsh...
20/08/2025

Plássum fækkar í jóga nidra hádegishleðsluna hjá Hildi. Gefðu þér tíma fyrir þig og bókaðu þitt pláss og gerðu mánudagshádegin að heilagri slökunarstund 🤍

☆Jóga Nidra Hádegishleðsla ☆

​Mættu á dýnuna til að hlaða batteríin, gefa eftir og finna jafnvægið á ný

Leyfðu þér að stíga út úr amstri dagsins og inn í djúpa slökun. Á þessu hádegisnámskeiði í jóga nidra lærir þú að sleppa tökunum, losa um uppsafnaða streitu og virkja heilunarmátt líkamans.

Námskeiðið hentar öllum og enga reynslu þarf að hafa af jóga eða hugleiðslu.

Þú mætir bara alveg eins og þú ert, leggst niður og leyfir hvíldinni að vinna sitt verk því það besta við jóga nidra er að það er ekki hægt að gera það vitlaust.


​Næstu námskeið:
​1. sept - 27. okt (enginn tími 22. sept)
3. nóv - 15. des

Mánudaga frá 12.10 til 13.00 ​

Verð: 24.900,- kr. - 8 skipti
​Seinna tímabil er 7 skipti á 21.900,-

Námskeiðið leiðir Hildur í Samkennd Heilsusetri, Tunguhálsi 19.

Skráning í skilaboðum eða á jogatilthin@gmail.com

Jóga með Hildi 🤍 Orkuflæði er jóganámskeið  sem hentar bæði byrjendum og þeim sem eru vön að mæta á dýnuna. Kíktu á þett...
20/08/2025

Jóga með Hildi 🤍 Orkuflæði er jóganámskeið sem hentar bæði byrjendum og þeim sem eru vön að mæta á dýnuna. Kíktu á þetta námskeið sem hefst mánudagurinn 25.ágúst

Virkilega fallegt og mikilvægt verkefni!
19/08/2025

Virkilega fallegt og mikilvægt verkefni!

Fyrir unglinga sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi

Líkamsrækt fyrir unglinga með kvíða, þunglyndi eða þá sem hafa ekki fundið gleðina í hreyfingunni

✔️ Hópnámskeið í Reykjavík
✔️ Fjarþjálfun

Skráning hafin á https://www.abler.io/shop/ekkigefastupp?country=IS

Takmarkað pláss!

Address

Tunguhálsi 19
Reykjavík
110

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Samkennd Heilsusetur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram