29/11/2022
Ég útskrifaðist árið 1995 og hef starfað við nálastungur síðan. Algengasta spurningin sem ég fæ er hvort nálastungur geri raunverulega gagn og þá við hverju? Svarið er í sjálfu sér einfalt, já, nálastungur gagnast vel við flestu sem hrjáir nútíma manninn svo sem streytu, höfuðverk, stoðkerfisverk, ófrjósemi, breytingaskeiði, meltingu, blóðrás og áfram mætti telja. Það eru engar fastar skorður sem takmarka virkni nálastungna, galdurinn er að átta sig á að líkami, tilfinningar og hugur eru eitt samverkandi orkusvið þar sem eitt hefur áhrif á annað. Ef tekst að uppræta ójafnvægi innan orkukerfanna eru allar líkur á góðum bata, vellíðan og sátt. Best af öllu er þó að þegar einn finnur sátt í sér smitast hún fyrirhafnarlaust yfir í nærumhverfið.
Hér að neðan er krækja fyrir tímabókanir á noona.is en þér er að sjálfsögðu velkomið að skilja eftir fyrirspurn hér eða hringja í mig
í síma 6994498 nú eða kíkja á heimasíðuna mína.
Hlakka til að heyra frá þér.
https://www.dagmarnalastungur.is/web/
https://noona.is/dagmarnalastungur