Þjónustu- og þekkingarmiðstöð

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð Virðing - Þekking - Jafnrétti - Þjónusta - Framsækni

Sjónstöðin verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 21. júlí fram yfir verslunarmannahelgi. Við opnum aftur 5. ágús...
17/07/2025

Sjónstöðin verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 21. júlí fram yfir verslunarmannahelgi. Við opnum aftur 5. ágúst.

Sjónstöðin verður lokuð frá 21. júlí til og með 4. ágúst 2025 vegna sumarfría.

Fyrirhugað er námskeið fyrir blint og sjónskert fólk um notkun, umhirðu og þjálfun leiðsöguhunda, sem er skilyrði þess a...
07/07/2025

Fyrirhugað er námskeið fyrir blint og sjónskert fólk um notkun, umhirðu og þjálfun leiðsöguhunda, sem er skilyrði þess að eiga inni virka umsókn um leiðsöguhund.

Fyrri hluti námskeiðsins verður haldið 3. september sem saman stendur m.a af fræðslu og samtali um grunnatriði hundaþjálfunar, umhirðu og umönnun hunda, þjálfunarferli o.fl.

Seinni hluti námskeiðsins verður haldið 16.-18 september, þá verður áframhaldandi fræðsla svo og verkleg kennsla þar sem þátttakendum gefst færi á að prófa leiðsöguhund undir leiðsögn hundaþjálfara.

Námskeiðið fer fram á ensku en starfsmaður frá Sjónstöðinni mun aðstoða með þýðingar fyrir þá sem vilja. Vinsamlegast setjið það í athugasemd við skráningu ef óskað er eftir aðstoð vegna þessa.

Staðsetning og tími:

Fyrri hluti 3. september kl. 13:00-16:00 í gegnum fjarfundarbúnað heima eða hjá Sjónstöðinni. Seinni hluti 16.-18 september í húsnæði Sjónstöðvarinnar að Hamrahlíð 17.

Leiðbeinendur eru leiðsöghundaþjálfarar frá Kustmarkens leiðsöghundaræktun í Svíþjóð

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hjá Sjónstöðinni í síma 545-5800 eða með tölvupósti sjonstodin@sjonstodin.is . Síðasti dagur til skráningar er miðvikudagurinn 27.ágúst.

16/06/2025

Sjónstöðin fékk þann heiður að kynna starfsemina og módelið sem við störfum eftir. Eistneska félagsmálaráðuneytið hélt viðburð til að kynna hvernig við störfum á Íslandi til að skapa umræður um þjónustu við blinda og sjónskerta einstaklinga. Hér má sjá Linkedin færslu og myndir:
https://www.linkedin.com/posts/ministry-of-social-affairs-of-estonia_10-juunil-toimus-tallinnas-seminar-teenused-activity-7340268251605544961-R53F?utm_source=share&utm_medium=member_desktop&rcm=ACoAAAX7rZkBD5CTwm-V3_VuSYLtED6I4CX8c0k

03/06/2025

Í gær bárust þau gleðitíðindi að stofnunin með langa nafnið mun bera stutta nafnið, Sjónstöðin. En frá upphafi hefur þessi stofnun sem þjónustar blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu borið lengsta nafn stofnana á Íslandi. Alþingi samþykkti nafnabreytinguna með öllum greiddum atkvæðum þeirra þingmanna sem voru viðstaddir.

Við óskum notendum þjónustunnar og starfsfólki til hamingju með nafnið Sjónstöðin.

Við minnum á að Sjónstöðin verður lokuð á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum. Gleðilega páska!
10/04/2025

Við minnum á að Sjónstöðin verður lokuð á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum. Gleðilega páska!

Blindrafélagið hefur í samstarfi við Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) útbúið og birt ítarlegar leiðbeiningar um lagningu á...
07/04/2025

Blindrafélagið hefur í samstarfi við Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) útbúið og birt ítarlegar leiðbeiningar um lagningu á leiðarlínum og athyglissvæðum innanhúss til að skapa gott aðgengi fyrir blint og sjónskert fólk.

Leiðarlínur eins og þær sem fjallað er um í leiðbeiningunum eru mikilvægur liður í því að bæta aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. En aðgengi fyrir alla felur í sér að fatlað fólk geti lifað eins sjálfstæðu lífi og hægt er án hindrana.

Aðgengi er einmitt ein af stoðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en lögfesting samningsins er nú til umræðu á Alþingi. Í 9. grein hans segir til að mynda að aðildarríki skuli „gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum“.

Leiðbeiningarnar sem Blindrafélagið og ÖBÍ hafa útbúið taka mið af ISO 23599:2019 um leiðarlínur og athyglissvæði og ÍSTN CEN/TR 17621:2021 um aðgengi og nothæfi manngerðs umhverfis þar sem það er tekið fram.

Leiðbeiningarnar má finna í slóðinni hér að neðan:
https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/66NSNmryVvWUfL37DTwr7E/fcd8892bb3f27dcb79ad542a0244d125/Lei%C3%B0beiningar_um_lei%C3%B0arl%C3%ADnur_og_athyglissv%C3%A6%C3%B0i-Blindraf%C3%A9lagi%C3%B0_og_%C3%96B%C3%8D-.pdf?fbclid=IwY2xjawJgnjtleHRuA2FlbQIxMAABHrThPkdmq5A8e_iwPno_35Tdldba3lE_AT2Ae9L5zNc1Lv1TkKo1u6j9fKV7_aem_GLyvQThzGmXWB7yPXO5Ssw

Hér má sjá stutt myndband sem sýnir mikilvægi þess að merkja tröppur í skærum og áberandi litum.
07/04/2025

Hér má sjá stutt myndband sem sýnir mikilvægi þess að merkja tröppur í skærum og áberandi litum.

04/04/2025

Mánudaginn 7. apríl næstkomandi kl. 13:00, verður opinn tími með tækniráðgjöf Blindrafélagsins og Sjónstöðvarinnar. Við munum hittast í salnum í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Tímarnir eru opnir öllum og allir hjartanlega velkomnir.

Í byrjun tímans ætlum að sýna Envision gleraugun og forritið, og ræða og sýna tól og forrit fyrir gervigreindar aðstoð. Síðan verður spurningartími og frjálsar umræður til kl. 15:00.

Boðið verður upp á kaffi og spjall og aðstoð frá tækniráðgjöfum. Það er velkomið að taka með sér tölvur, síma og tæki sem ykkur vantar aðstoð með, en einnig er öllum hjartanlega velkomið að mæta og hitta aðra. Þetta er gott tækifæri til að mæta og sækja sér jafningjastuðning og heyra frá öðrum hvernig þeim gengur að nota sín tæki og tól.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Baldur Snær Sigurðsson, tækniráðgjöf Blindrafélagsins.
Helena María Agnarsdóttir, Tölvu- og tækniráðgjöf Sjónstöðvarinnar

14/03/2025

Hér leggur Félagsmálaráðherra fram breytingu á lögum um stofnunina að hún heiti framvegis Sjónstöðin.

10/03/2025

Mánudaginn 17. mars næstkomandi kl. 14:00, verður opinn tími með tækniráðgjöfum Blindrafélagsins og Sjónstöðvarinnar. Við munum hittast í salnum í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Tímarnir eru opnir öllum og eru allir hjartanlega velkomnir.

Í byrjun tímans ætlum við að halda smá sýnikennslu á skjálestri fyrir tölvur og snjallsíma. Hvernig skjálestur er notaður og hvernig hann virkar og hverjir gætu nýtt sér hann. Síðan verður opinn spurningartími og frjálsar umræður til kl. 15:00.

Eftir kl. 15:00 verður boðið upp á kaffi og spjall og aðstoð frá tækniráðgjöfum. Það er velkomið að taka með sér tölvur, síma og tæki sem ykkur vantar aðstoð með, en einnig er öllum hjartanlega velkomið að mæta og hitta aðra. Þetta er gott tækifæri til að sækja sér jafningjastuðning og heyra frá öðrum hvernig þeim gengur að nota sín tæki og tól.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Baldur Snær Sigurðsson, tækniráðgjafi Blindrafélagsins.
Helena María Agnarsdóttir, Tölvu- og tækni ráðgjafi Sjónstöðvarinnar.

Inga Sæland, nýr félags- og húsnæðismálaráðherra heimsótti Sjónstöðina á dögunum og óskaði starfsfólki til hamingju með ...
19/02/2025

Inga Sæland, nýr félags- og húsnæðismálaráðherra heimsótti Sjónstöðina á dögunum og óskaði starfsfólki til hamingju með góðan árangur í Stofnun ársins 2024 og nýjan titil, Fyrirmyndarstofnun ársins. Inga kom færandi hendi, en hún færði starfsfólki blómvönd og kökur í tilefni þess.

Starfsfólk Sjónstöðvarinnar þakkar Ingu innilega fyrir komuna og gjafirnar.

Þann 13. febrúar síðastliðinn voru á hátíð Sameykis niðurstöður í vali á Stofnun ársins 2024 tilkynntar. Titlarnir Stofn...
17/02/2025

Þann 13. febrúar síðastliðinn voru á hátíð Sameykis niðurstöður í vali á Stofnun ársins 2024 tilkynntar. Titlarnir Stofnun ársins – ríkisstofnanir, Stofnun ársins – borg og bær og Stofnun ársins – sjálfseignastofnanir og fyrirtæki í almannaþjónustu eru veittir þeim stofnunum sem þykja framúrskarandi að mati starfsfólks þeirra. Matið byggir á níu þáttum: trúverðugleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti.

Að þessu sinni var Sjónstöðin ein af þeim ríkisstofnunum sem tilnefndar voru til Stofnunar ársins. Af öllum þeim ríkisstofnunum sem tóku þátt í mati á Stofnun ársins hafnaði Sjónstöðin í 6 sæti og í 5 sæti af minni ríkisstofnunum með 5 - 39 starfsmenn. Þá hlaut Sjónstöðin titilinn Fyrirmyndarstofnun ársins, en þann titil hljóta stofnanir í fimm efstu sætunum í valinu á Stofnun ársins. Þetta er stórt stökk fyrir Sjónstöðina en árið 2023 hafnaði hún í 20 sæti.

Starfsfólk Sjónstöðvarinnar er afar stolt og ánægt með þennan árangur.

📷 Á myndinni hér að neðan má sjá verðlaunahafa í flokki ríkisfyrirtækja, neðst til hægri má sjá Elfu Svanhildi forstjóra Sjónstöðvarinnar.

Address

Reykjavík

Opening Hours

Monday 10:00 - 15:00
Tuesday 10:00 - 15:00
Wednesday 10:00 - 15:00
Thursday 10:00 - 15:00
Friday 10:00 - 13:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Þjónustu- og þekkingarmiðstöð posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Þjónustu- og þekkingarmiðstöð:

Share