María leggur mikið upp úr því að skapa fallegt og nærandi umhverfi fyrir konur þar sem iðkunin snýr að því að efla og hlúa að sjálfri sér andlega og líkamlega á meðgöngu og undirbúa sig á heildrænan hátt fyrir fæðingu. Boðið verður upp á fjölbreyttar líkamsæfingar & hreyfingu, Jóga Nidra djúpslökun, hugleiðslu og fræðslu. Innri hlustun á líkamann og innsæið fær að vera leiðarljós í tímunum.
Í h
verjum tíma verður boðið upp á mildar styrkjandi & liðkandi æfingar með áherslu á mjaðmagrind og grindarbotnsvöðva. Æfingar sem styðja við líkamann á meðgöngu, fyrir fæðinguna og hjálpa heilunarferlinu eftir fæðingu.
Í hreyfiflæði með tónlist þar sem ekki er fylgt ákveðnu formi getum við öðlast djúpa innri tengingu við líkamann og við okkur sem heild. Þá gefst konum færi á að hreyfa sig algerlega í takt við sinn líkama. Jóga Nidra er leidd djúpslökun þar sem líkami og hugur fær rými til þess að hvílast og taugakerfð að endurnærast. Nidran verður einstök í hverjum tíma með þeim ásetningi að stilla inn kyrrð & frið, tengjast innri leiðsögn og efla tengingu konu við sjálfa sig og barnið sem vex í móðurkviði. Við munum ferðast inn á við í hugleiðslu til þess að lægja öldurót hugans, koma heim í líkama & hjarta og tengjast innsæi.
Í Móum munum við skapa öruggt og nærandi umhverfi fyrir barnshafandi konur að koma saman, tengjast & deila.
Þekkingu um þetta magnaða ferli meðgöngu og fæðingar verður fléttað inn í hverja stund. María er sjúkraþjálfari og sérhæfir sig í kvenheilsu og er í doulunámi eins og stendur. Hún er Yoga Nidra kennari & meðferðaraðili í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð og tónheilun. Hún býður allar barnshafandi konur hjartanlega velkomnar ~ Tímanir eru opnir og skráning fer fram á heimasíðu Móa stúdíós.