
08/09/2025
,,Það eru mikil forréttindi að fá að eldast en það er ekki sama hvernig við eldumst. Raunveruleg lífsgæði eru að litlu leiti tengd hinu margumtalaða lífsgæðakapphlaupi. Það sem mestu skiptir er að geta verið sjálfstæð, liðið vel, og geta stundað það sem gefur okkur ánægju sem allra lengst án óþarfa verkja eða annarra einkenna sem hægt er að koma í veg fyrir eða minnka."
Mikið hefur verið rætt og ritað um öldrunarþjónustu og þær breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á þjónustuþörf í málaflokknum. Við vitum að Ísland er hlutfallslega ung þjóð í alþjóðlegu samhengi og að á komandi áratugum verða miklar breytingar á aldurssamsetningu okkar.