Sóltún

Sóltún Sóltún heilbrigðisþjónusta starfar á sviði velferðarþjónustu fyrir aldraða á Íslandi

Í gær, á Gulum degi, byrjuðum við gula viku hjá Sóltúni. Sú stóra gula lét auðvitað sjá sig í tilefni dagsins🌞 og starfs...
11/09/2025

Í gær, á Gulum degi, byrjuðum við gula viku hjá Sóltúni. Sú stóra gula lét auðvitað sjá sig í tilefni dagsins🌞 og starfsfólk klæddist gulu. Umhverfið var skreytt með gulum skreytingum og svo var auðvitað gul terta með kaffinu💛

Næsta vika er síðan helguð fræðslu og samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum;

Er allt í gulu?

Ef þér finnst lífið stundum ekki þess virði að lifa því, leitaðu þá hjálpar.
Ef þú hefur áhyggjur af ástvini/ vini/ vinnufélaga ræddu það við viðkomandi.
Það hjálpar að deila líðan sinni með öðrum.

Hjálparsími Rauða krossins: 1717
Upplýsingamiðstöð Heilsuveru: 1700
Píeta síminn: 552 2218
Neyðarsíminn: 112

Í dag er Alþjóðadagur sjúkraþjálfara🥳 Hjá Sóltúni búum við svo vel að hafa öfluga sjúkraþjálfara á okkar snærum sem vinn...
08/09/2025

Í dag er Alþjóðadagur sjúkraþjálfara🥳 Hjá Sóltúni búum við svo vel að hafa öfluga sjúkraþjálfara á okkar snærum sem vinna að því alla daga að styrkja og efla líkamlegt atgervi okkar skjólstæðinga, og ekki er aðstoðarfólk þeirra í sjúkraþjálfuninni minna öflugt💪Við óskum öllum sjúkraþjálfurum til hamingju með daginn!

Þessi vika hefur heldur betur verið litrík og skemmtileg á öllum starfsstöðvum Sóltúns, stuð á stuð ofan🏳️‍🌈 Gleðistund ...
09/08/2025

Þessi vika hefur heldur betur verið litrík og skemmtileg á öllum starfsstöðvum Sóltúns, stuð á stuð ofan🏳️‍🌈 Gleðistund með Svenný og Steinunni, Kabarett bingó og dragsýning, bíósýningar, pizzupartý, gay pride kökur og litríkar vöfflur.
Góða skemmtun í gleðigöngunni í dag og til hamingju með ástina öll, hvernig sem hún birtist ykkur!❤️🩷🧡💛💚💙🩵💜🤎🖤🩶🤍


Þessi vika er Gleðivika á öllum starfsstöðvum Sóltúns í tilefni af Hinsegin dögum 5. - 10.ágúst. Boðið er upp á ýmsa við...
07/08/2025

Þessi vika er Gleðivika á öllum starfsstöðvum Sóltúns í tilefni af Hinsegin dögum 5. - 10.ágúst. Boðið er upp á ýmsa viðburði og tilbreytingu og er Sóltún extra litríkt þessa dagana. Í gær buðu dragdrottningarnar Svenný og Dustia Crymore upp á skemmtilegt Kabarett bingó sem mikil ánægja var með. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina!🩷🧡💛💚💙🩵💜🤎🖤🩶🤍

Thelma Hafþórsdóttir Byrd, sérfræðingur í vinnuvernd og iðjuþjálfi, og Svenný Kristinsdóttir, aðstoðarkvár iðjuþjálfa, b...
05/08/2025

Thelma Hafþórsdóttir Byrd, sérfræðingur í vinnuvernd og iðjuþjálfi, og Svenný Kristinsdóttir, aðstoðarkvár iðjuþjálfa, báðar starfsmenn á Sóltúni Heilsusetri, skrifuðu frábæra grein um hinseginfræðslu fyrir eldra fólk í endurhæfingu á Sóltúni Heilsusetri. Í fræðslunni er m.a. farið yfir hugtök á borð við kvár, kynvitund, trans, intersex og kyntjáningu og hefur þessari fræðslu verið einstaklega vel tekið enda mjög fróðleg, sérstaklega fyrir eldri kynslóðir.

Endilega kíkið á þessa skemmtilegu grein❤️🩷🧡💛💚💙🩵💜🤎🖤🩶🤍

https://www.soltun.is/frettir/hvad-er-svona-merkilegt-vid-thad-ad-vera-hinsegin


Kastkeppni sjúkraþjálfunar var í gangi alla síðustu viku og þreyttu íbúar sig á að kasta jafnhendis 2 kg bolta eins lang...
28/07/2025

Kastkeppni sjúkraþjálfunar var í gangi alla síðustu viku og þreyttu íbúar sig á að kasta jafnhendis 2 kg bolta eins langt og þau gátu. Á föstudaginn fengu síðan kastdrottning og kastkóngur Sóltúns afhent verðlaun🥇 Ester á 2.hæð varð hlutskörpust kvenna og Árni á 3.hæð var öflugasti karlmaðurinn 💪💪 Sóltúnsbörnin Katla og Jóný afhentu verðlaunin og var Emil aðstoðarhundur þeim til halds og trausts🐕 Til hamingju Árni og Ester!💛

Íbúar bökuðu rabarbarapæ í iðjuþjálfun á föstudaginn með hjálp lítils aðstoðarkokks sem var í vinnunni með mömmu🧑‍🍳 Raba...
30/06/2025

Íbúar bökuðu rabarbarapæ í iðjuþjálfun á föstudaginn með hjálp lítils aðstoðarkokks sem var í vinnunni með mömmu🧑‍🍳
Rabarbarinn kom úr garði Guðrúnar Hildar iðjuþjálfa og tóku elstu íbúarnir að sér að skera hann í bita, bæði 95 ára, enda hafa þau mestu reynsluna í að sýsla með hnífa í árum talið🙂
Bakan heppnaðist ljómandi vel og ráku ýmsir inn nefið þegar lyktin barst um húsið og fengu sér bita.😋🥧💛

Það er vinsælt að fá að fara í vinnuna með foreldrum sem vinna á Sóltúni enda gleður þar margt Sóltúnsbörnin. Það er all...
17/06/2025

Það er vinsælt að fá að fara í vinnuna með foreldrum sem vinna á Sóltúni enda gleður þar margt Sóltúnsbörnin. Það er alltaf kaka og kex í boði, hægt að lita og föndra, leika við hunda, spjalla við gamla fólkið, spila bingó og borða svo meira kex. En það sem er allra vinsælast er kannski það sem er sjaldnast í boði en það er að rúnta á rauðu þrumunni um garðinn🚗

Árlega er gerð þjónustukönnun meðal íbúa og aðstandenda hjúkrunarheimila Sóltúns og erum við ákaflega stolt af niðurstöð...
28/05/2025

Árlega er gerð þjónustukönnun meðal íbúa og aðstandenda hjúkrunarheimila Sóltúns og erum við ákaflega stolt af niðurstöðunum 2025, en heildaránægja mælist há meðal íbúa og aðstandenda💛

Niðurstöðurnar er að finna í heild sinni á vefsíðu Sóltúns.

Heildaránægja mælist há á Sóltúnsheimilunum og íbúar og aðstandendur upplifa umhyggju og öryggi samkvæmt þjónustukönnun sem félagið lét framkvæma í mars 2025.

Þetta yndislega veður sem hefur verið í vikunni var sko nýtt til hins ýtrasta á Sóltúni í Reykjavík☀️💪Guðrún Hildur, Hjö...
16/05/2025

Þetta yndislega veður sem hefur verið í vikunni var sko nýtt til hins ýtrasta á Sóltúni í Reykjavík☀️💪Guðrún Hildur, Hjördís og Sandra í iðjuþjálfun skelltu sér á kaffihús með íbúum á farþegahjólinu okkar, Finnur í sjúkraþjálfun var með útileikfimi, Elísabet djákni var með samverustund úti í garði, haldið var Sumarfagnaðardansiball í salnum og Marlena setti niður sumarblóm í alla potta🌸☀️🌼Nú verður gott að hvíla sig í góða veðrinu um helgina. Áfram VÆB!🥳

Hoppandi kát, Matthías Ægisson og Heiða Hrönn, kíktu til okkar í dag og skemmtu á Sumarfögnuðinum þar sem við buðum suma...
15/05/2025

Hoppandi kát, Matthías Ægisson og Heiða Hrönn, kíktu til okkar í dag og skemmtu á Sumarfögnuðinum þar sem við buðum sumarið hjartanlega velkomið☀️👍
Ljúfir tónar, sumardrykkur og stuð!💃🍹

Við óskum öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn, Alþjóðadag hjúkrunarfræðinga!💛🥳🙌🥳💛   We wish all nurses a ha...
12/05/2025

Við óskum öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn, Alþjóðadag hjúkrunarfræðinga!💛🥳🙌🥳💛


We wish all nurses a happy International Nurses Day!🥳🙌🥳

Address

Sóltúni 2
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sóltún posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sóltún:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram