Sóltún

Sóltún Sóltún heilbrigðisþjónusta starfar á sviði velferðarþjónustu fyrir aldraða á Íslandi

Kastkeppni sjúkraþjálfunar var í gangi alla síðustu viku og þreyttu íbúar sig á að kasta jafnhendis 2 kg bolta eins lang...
28/07/2025

Kastkeppni sjúkraþjálfunar var í gangi alla síðustu viku og þreyttu íbúar sig á að kasta jafnhendis 2 kg bolta eins langt og þau gátu. Á föstudaginn fengu síðan kastdrottning og kastkóngur Sóltúns afhent verðlaun🥇 Ester á 2.hæð varð hlutskörpust kvenna og Árni á 3.hæð var öflugasti karlmaðurinn 💪💪 Sóltúnsbörnin Katla og Jóný afhentu verðlaunin og var Emil aðstoðarhundur þeim til halds og trausts🐕 Til hamingju Árni og Ester!💛

Íbúar bökuðu rabarbarapæ í iðjuþjálfun á föstudaginn með hjálp lítils aðstoðarkokks sem var í vinnunni með mömmu🧑‍🍳 Raba...
30/06/2025

Íbúar bökuðu rabarbarapæ í iðjuþjálfun á föstudaginn með hjálp lítils aðstoðarkokks sem var í vinnunni með mömmu🧑‍🍳
Rabarbarinn kom úr garði Guðrúnar Hildar iðjuþjálfa og tóku elstu íbúarnir að sér að skera hann í bita, bæði 95 ára, enda hafa þau mestu reynsluna í að sýsla með hnífa í árum talið🙂
Bakan heppnaðist ljómandi vel og ráku ýmsir inn nefið þegar lyktin barst um húsið og fengu sér bita.😋🥧💛

Það er vinsælt að fá að fara í vinnuna með foreldrum sem vinna á Sóltúni enda gleður þar margt Sóltúnsbörnin. Það er all...
17/06/2025

Það er vinsælt að fá að fara í vinnuna með foreldrum sem vinna á Sóltúni enda gleður þar margt Sóltúnsbörnin. Það er alltaf kaka og kex í boði, hægt að lita og föndra, leika við hunda, spjalla við gamla fólkið, spila bingó og borða svo meira kex. En það sem er allra vinsælast er kannski það sem er sjaldnast í boði en það er að rúnta á rauðu þrumunni um garðinn🚗

Árlega er gerð þjónustukönnun meðal íbúa og aðstandenda hjúkrunarheimila Sóltúns og erum við ákaflega stolt af niðurstöð...
28/05/2025

Árlega er gerð þjónustukönnun meðal íbúa og aðstandenda hjúkrunarheimila Sóltúns og erum við ákaflega stolt af niðurstöðunum 2025, en heildaránægja mælist há meðal íbúa og aðstandenda💛

Niðurstöðurnar er að finna í heild sinni á vefsíðu Sóltúns.

Heildaránægja mælist há á Sóltúnsheimilunum og íbúar og aðstandendur upplifa umhyggju og öryggi samkvæmt þjónustukönnun sem félagið lét framkvæma í mars 2025.

Þetta yndislega veður sem hefur verið í vikunni var sko nýtt til hins ýtrasta á Sóltúni í Reykjavík☀️💪Guðrún Hildur, Hjö...
16/05/2025

Þetta yndislega veður sem hefur verið í vikunni var sko nýtt til hins ýtrasta á Sóltúni í Reykjavík☀️💪Guðrún Hildur, Hjördís og Sandra í iðjuþjálfun skelltu sér á kaffihús með íbúum á farþegahjólinu okkar, Finnur í sjúkraþjálfun var með útileikfimi, Elísabet djákni var með samverustund úti í garði, haldið var Sumarfagnaðardansiball í salnum og Marlena setti niður sumarblóm í alla potta🌸☀️🌼Nú verður gott að hvíla sig í góða veðrinu um helgina. Áfram VÆB!🥳

Hoppandi kát, Matthías Ægisson og Heiða Hrönn, kíktu til okkar í dag og skemmtu á Sumarfögnuðinum þar sem við buðum suma...
15/05/2025

Hoppandi kát, Matthías Ægisson og Heiða Hrönn, kíktu til okkar í dag og skemmtu á Sumarfögnuðinum þar sem við buðum sumarið hjartanlega velkomið☀️👍
Ljúfir tónar, sumardrykkur og stuð!💃🍹

Við óskum öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn, Alþjóðadag hjúkrunarfræðinga!💛🥳🙌🥳💛   We wish all nurses a ha...
12/05/2025

Við óskum öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn, Alþjóðadag hjúkrunarfræðinga!💛🥳🙌🥳💛


We wish all nurses a happy International Nurses Day!🥳🙌🥳

Kaffi sól ☀️ var opið í dag, notalega litla kaffihúsið okkar sem er skellt upp reglulega í samkomusalnum.Íbúar og aðstan...
07/05/2025

Kaffi sól ☀️ var opið í dag, notalega litla kaffihúsið okkar sem er skellt upp reglulega í samkomusalnum.
Íbúar og aðstandendur áttu þar nærandi stund yfir kaffibolla og rammíslenskum upprúlluðum pönnukökum og heitum réttum☕️💛

Garðurinn er farinn að grænka og sólin skín á okkur🌱Kominn tími til að bjóða sumarið velkomið með dansi og portvínsstaup...
24/04/2025

Garðurinn er farinn að grænka og sólin skín á okkur🌱
Kominn tími til að bjóða sumarið velkomið með dansi og portvínsstaupi🥂

Gleðilegt sumar!☀️☀️

24/04/2025

Laus störf Sóltúni

Síðustu tvær vikur höfum við verið að hita upp fyrir páskana. Páskabingó, páskabíó, páskaföndur og guðsþjónusta hafa sty...
16/04/2025

Síðustu tvær vikur höfum við verið að hita upp fyrir páskana. Páskabingó, páskabíó, páskaföndur og guðsþjónusta hafa stytt okkur stundir á meðan við bíðum eftir páskunum og súkkulaðinu góða🐥
Það hefur reyndar verið hitað hraustlega upp í nammiáti á öllum starfsstöðvum og á Sólvangi var meira að segja haldinn vondunammidagur þar sem fólk mætti með sitt allra versta nammi. Það voru auðvitað skiptar skoðanir á því hvað telst vera vont nammi😎

Starfsfólk Sóltúns á öllum starfsstöðvum fékk hins vegar óneitanlega gómsætt páskaegg nr.4 frá Nóa Siríus í páskagjöf frá Sóltúni. Einhverjir hafa tekið gæðatékk á sínu eggi og þetta er víst ansi góður árgangur í ár!🐥😋

Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska og vonum að við fáum öll að njóta sem allra lengst þessara fallegu og langþráðu sólargeisla sem umlykja okkur þessa dagana☀️💛🐥

Krakkarnir á leikskólanum Sólstöfum, nágrannar okkar hérna í Sóltúninu, kíktu í heimsókn í gær eins og þau gera regluleg...
28/03/2025

Krakkarnir á leikskólanum Sólstöfum, nágrannar okkar hérna í Sóltúninu, kíktu í heimsókn í gær eins og þau gera reglulega🐥🐥🐥
Fyrst sungu þau fyrir okkur skemmtileg lög, þar á meðal Lóan er komin, enda er hún komin!
Síðan lituðu allir saman páskamyndir í salnum og spjölluðu um daginn og veginn. Yndisleg og nærandi stund með krökkunum eins og alltaf. Takk fyrir komuna Sólstafir!❤️

Address

Sóltúni 2
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sóltún posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share