Sóltún Reykjavík

Sóltún Reykjavík Sóltún heilbrigðisþjónusta starfar á sviði velferðarþjónustu fyrir aldraða á Íslandi

22/12/2025
Viðburðarrík jólavika er nú að baki🎄Jólahlaðborð starfsfólks var haldið í samkomusalnum, Waldorfskólinn kom og söng fyri...
19/12/2025

Viðburðarrík jólavika er nú að baki🎄Jólahlaðborð starfsfólks var haldið í samkomusalnum, Waldorfskólinn kom og söng fyrir okkur, jólabingó íbúa og starfsfólks var haldið þar sem glæsilegir vinningar voru í boði, jóladansiballið var á sínum árlega stað þar sem boðið var upp á jólaglögg og piparkökur og síðan var jólapeysudagur í dag! Nú er bara að hlaða jólabatteríin um helgina því nú styttist aldeilis í hátíð ljóss og friðar🎅🎄🕯️❤️

Það var mikið um að vera í þessari aðventuviku á Sóltúni🎄 Sveinn Einarsson og Árni Larsson riðu á vaðið á mánudaginn og ...
12/12/2025

Það var mikið um að vera í þessari aðventuviku á Sóltúni🎄 Sveinn Einarsson og Árni Larsson riðu á vaðið á mánudaginn og lásu upp úr bókum sínum fyrir íbúa í samkomusal❤️ Katla Margrét Þorgeirsdóttir kom og tók lagið fyrir íbúa á þriðjudaginn í skemmtilegri jólastund í salnum❤️ Hver hæð hélt líka sitt árlega jólahlaðborð þar sem snillingarnir í eldhúsinu kokkuðu upp gómsæta jólamáltíð og starfsfólk sjúkra- og iðjuþjálfunar sá um að skemmta íbúum og aðstandendum. Kári las jólasögu og Sædís söng eins og engill við mikla ánægju viðstaddra❤️ Við þökkum Sveini, Árna og Kötlu Margréti fyrir heimsóknina og starfsfólki fyrir að leggjast á eitt um að gera þessa viku einstaklega jólalega!🎅

Í seinustu viku var gert vel við Sóltúnsbörnin þegar Langleggur og Skjóða kíktu á jólaböll starfsfólks bæði á Sóltúni Só...
08/12/2025

Í seinustu viku var gert vel við Sóltúnsbörnin þegar Langleggur og Skjóða kíktu á jólaböll starfsfólks bæði á Sóltúni Sólvangi og Sóltúni Reykjavík. Bræður þeirra, jólasveinarnir Gáttaþefur og Skyrgámur, kíktu líka í heimsókn og fengu krakkarnir auðvitað glaðning úr poka jólasveinanna 🎅🎅. Það var mikil gleði og jólastuð á þessum vel heppnuðu jólasamkomum!🎄❤️

Dagur sjúkraliða er í dag 26. nóvember💛 Sjúkraliðar eru ótrúlega mikilvægur hluti af mannauði Sóltúns og heilbrigðis- og...
26/11/2025

Dagur sjúkraliða er í dag 26. nóvember💛 Sjúkraliðar eru ótrúlega mikilvægur hluti af mannauði Sóltúns og heilbrigðis- og félagsþjónustu út um allan heim. Við óskum öllum sjúkraliðum til hamingju með daginn!🥳

Það var spenna í loftinu þegar Kári í iðjuþjálfun sýndi verðlauna heimildamyndina Heimaleikinn í gær, þar sem hann ásamt...
14/11/2025

Það var spenna í loftinu þegar Kári í iðjuþjálfun sýndi verðlauna heimildamyndina Heimaleikinn í gær, þar sem hann ásamt öðrum eru í aðalhlutverki. „Heimaleikurinn er gamansöm íþróttaheimildarmynd um tilraun manns til að uppfylla draum föður síns um að safna í lið heimamanna á Hellissandi og spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem pabbinn lét reisa 25 árum áður.“ (kvikmyndir.is)⚽

Stórkostleg heimildarmynd hér á ferð og íbúar og starfsfólk sátu límd við skjáinn👏

Kári er alveg frábær viðbót við starfsmannahópinn hér á Sóltúni og ekki skemmir fyrir að honum fylgir hann Kanill sem viðheldur þeirri hefð að í iðjuþjálfun starfi hundur, íbúum til mikillar ánægju!

Hrekkjavakan er í dag sem er alltaf skemmtilegur dagur á Sóltúni🎃👻🦇2.hæðin vann skreytingakeppnina og Sædís í stoðdeildi...
31/10/2025

Hrekkjavakan er í dag sem er alltaf skemmtilegur dagur á Sóltúni🎃👻🦇2.hæðin vann skreytingakeppnina og Sædís í stoðdeildinni fékk verðlaun fyrir besta búninginn🏆Jón Jónsson fékk búningaverðlaun íbúa en hann er yfirleitt öflugur í að klæða sig upp. Síðan fengu auðvitað allir collab til að koma sér í gír fyrir helgina og heilu föturnar af nammi eru út um allt hús🍬🍭 Sérstakar þakkir fær Marlena skreytingarmeistari hússins sem hefur aldeilis staðið í ströngu í október, varla lagt frá sér límbandsrúlluna!💛🧡🩷

Bleikur ljómi var yfir öllum starfsstöðvum Sóltúns á Bleika deginum að venju til að sýna samstöðu með þeim konum sem haf...
24/10/2025

Bleikur ljómi var yfir öllum starfsstöðvum Sóltúns á Bleika deginum að venju til að sýna samstöðu með þeim konum sem hafa þurft að glíma við brjóstakrabbamein. Starfsfólk og íbúar klæddust bleiku, það var skreytt hátt og lágt með bleiku og Sóltún bauð upp á gómsætar tertur🩷

Kaffi Sól var opið á Sóltúni hjúkrunarheimili þar sem snillingarnir í eldhúsinu töfruðu fram einhverjar glæsilegustu brauðtertur sem sést hafa á heimilinu😋

Starfsfólk notaði bleika hanska við sín störf þessa viku, en hluti af ágóða af sölu þeirra rennur til Krabbameinsfélagsins. Þeir voru reyndar líka notaðir sem blöðrur víðs vegar😊

Við erum Fyrirmyndarfyrirtæki 2025! 🎉Við erum ótrúlega stolt að tilkynna að fyrirtækin okkar sem reka Sóltún Reykjavík o...
21/10/2025

Við erum Fyrirmyndarfyrirtæki 2025! 🎉

Við erum ótrúlega stolt að tilkynna að fyrirtækin okkar sem reka Sóltún Reykjavík og Sóltún Sólvangi hafa hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki 2025 frá Viðskiptablaðinu og Keldunni✨

Sóltún Reykjavík (Öldungur hf) fékk síðast viðurkenninguna 2020 og Sóltún Sólvangi (Sóltún öldrunarþjónusta ehf) er að fá þessa viðurkenningu í fyrsta sinn.

Þessi viðurkenning er aðeins veitt 2,6% íslenskra fyrirtækja og er skýr staðfesting á því að við erum á réttri leið sem ábyrgt fyrirtæki sem hefur sjálfbærni og velsæld að leiðarljósi👏✨

Sjúkra- og iðjuþjálfun hélt bleikt dansiball í vikunni í samkomusalnum. Íbúar og starfsfólk klæddust sínum bleikustu flí...
17/10/2025

Sjúkra- og iðjuþjálfun hélt bleikt dansiball í vikunni í samkomusalnum. Íbúar og starfsfólk klæddust sínum bleikustu flíkum og salurinn var skreyttur hátt og lágt, meira að segja fiskarnir fengu bleikt skraut!🐠
Bleiki liturinn er síðan farinn að poppa upp víða um hús og verður hápunktur bleika október í næstu viku á Bleika deginum 22. október þegar Kaffi Sól verður opið í samkomusalnum☕🍰🩷

Address

Sóltúni 2
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sóltún Reykjavík posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sóltún Reykjavík:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram