21/07/2023
Nadia Pálsdóttir mun kenna meðgöngujóga á íslensku og ensku.
Velkomin elsku Nadia 💕
Nadia er jógakennari og næringaráðgjafi fyrir konur á meðgöngu, eftir fæðingu og börn sem eru að byrja á fastri fæðu. Einnig er hún menntuð sem klassískur söngvari frá Listaháskóla Íslands og með tveggja ára diplóma nám i söngleikjalist frá New York.
Hún útskrifaðist sem jógakennari árið 2019 hjá YogaWorks í Thailandi og sem meðgöngujógakennari í Guatemala hjá School Yoga Institute. Hún útskrifaðist sem næringaráðgjafi fra Oh Baby School of Holistic Nutrition og heldur úti instagram-inu þar sem hún miðlar allskonar fróðleik um næringu barna og mæðra á meðgöngu jafnt sem eftir fæðingu.
Nadia hefur mikla ástríðu fyrir að styðja og fylgja mæðrum í gegnum þetta dýrmæta tímabil sem er meðgangan og móðurhlutverkið. Meðgangan kallar á að við förum dýpra innra með okkur, en nokkru sinni fyrr, bæði líkamlega og andlega. Það er margt sem opnast fyrir okkur og margar breytingar sem eiga sér stað á þessu magnaða ferðalagi og það er fátt betra en að hafa samfélag og stuðning annarra kvenna í kringum sig.
Nadia er gift og á eina dóttur. Hún hefur verið búsett í New York síðastliðin 10 ár, þar sem hún starfaði sem jógakennari og kenndi bæði vinyasa og meðgöngujóga.
🙏🏼☀️🧘🏼♀️