Flugbjörgunarsveitin Reykjavík

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík Flugbjörgunarsveitin Reykjavík eru sjálfboðaliðasamtök sem heyra undir Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Hvert á flugeldaruslið að fara?✅ Í flugeldagám í hverfinu þínu.✅ Á endurvinnslustöðvar Sorpu þann 2. janúar.✅ Ósprengdir...
01/01/2026

Hvert á flugeldaruslið að fara?

✅ Í flugeldagám í hverfinu þínu.
✅ Á endurvinnslustöðvar Sorpu þann 2. janúar.
✅ Ósprengdir flugeldar fara í spilliefnagám á næstu endurvinnslustöð.
❌ Flugeldarusl á ekki heima í almennu ruslatunnunni.

Nánar: https://www.sorpa.is/um-sorpu/fréttir/hvert-fer-flugeldaruslid/

♥️ Vinningshafi í gjafaleiknum okkar ♥️
31/12/2025

♥️ Vinningshafi í gjafaleiknum okkar ♥️

Liðsheild • Traust • Hæfni🪂 Upphaf sögu Flugbjörgunarsveitanna á Íslandi má rekja til Geysisslyssins en í kjölfar þess v...
31/12/2025

Liðsheild • Traust • Hæfni

🪂 Upphaf sögu Flugbjörgunarsveitanna á Íslandi má rekja til Geysisslyssins en í kjölfar þess var Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík stofnuð 24. nóvember 1950. Í ár fögnuðum við því ✨75 ára afmæli✨sveitarinnar.

💥Flugeldasalan er í fullum gangi og er ein mikilvægasta fjáröflun björgunarsveita og hjálparsveita. Það er opið á öllum stölustöðum til kl. 16 í dag.

➡️Hjá okkur færðu hágæða heyrnahlífar fyrir yngri kynslóðina og öryggisgleraugu fyrir alla fjölskylduna.

Sölustaðir:
🏰 Flugvallarvegi 7
🏰 Kringla
🏰 Mjódd
🏰 Norðlingaholt
🔗 Vefverslun: https://flugbjorgunarsveitin.is/

💌 Hægt er að styrkja með frjálsum framlögum í stað þess að kaupa flugelda: https://flugbjorgunarsveitin.is/products/frjals-framlog

♥️ Flugbjörgunarsveitin þakkar öllum sem styrkja starf sveitarinnar.

Gleðilegt nýtt ár !

⚠️Innköllun á Rakettupakka nr.2 ⚠️
30/12/2025

⚠️Innköllun á Rakettupakka nr.2 ⚠️

INNKÖLLUN Á "RAKETTUPAKKA 2" VEGNA GALLA!

Slysavarnafélaginu Landsbjörg bárust í kvöld, þriðjudagskvöld, ábendingar um að galli væri í einhverjum rakettum sem seldar hafa verið í Rakettupakka 2.
Við prófun kom í ljós að einhverjar þeirra sprungu of snemma.

Því hefur verið tekin sú ákvörðun um að taka Rakettupakka 2 úr sölu og kalla inn þá pakka sem hafa verið seldir.
Þau sem hafa keypt Rakettupakka 2 eru hvött til að koma með hann á næsta sölustað og skipta honum út fyrir aðra vöru.
Hægt verður að skipta út pakkanum á gamlársdag, þar til sölustaðir loka, sem og á opnunartíma fyrir þrettándann.

Slysavarnafélaginu Landsbjörg þykir miður að viðskiptavinir verði fyrir óþægindum vegna þessa, en öryggi okkar allra þarf alltaf að vera í fyrirrúmi.

Prepare for New Years Eve in Iceland and get your safety glasses at our firework-store. You can also buy your own firewo...
30/12/2025

Prepare for New Years Eve in Iceland and get your safety glasses at our firework-store. You can also buy your own fireworks to celebrate the new year!

💥Whether you want sparkling lights, flares, rockets or firework cakes of all sizes, you’ll find it all at our fireworks mega-store at Flugvallarvegur 7.

Good places to be at midnight:
✨The Pearl - Great view and spacious
✨Hallgrímskirkja - Crowded party atmosphere and good view

🚨Iceland SAR-teams are manned by volunteers and our operation is mainly financed by sale of fireworks. ♥️We thank you for your support and wish you a Happy and Safe New Year !

Það er mikil stemming, líf og fjör á sölustöðum okkar ! Verið velkomin til okkar:🏰 Flugvallarvegi 7🏰 Kringla🏰 Mjódd🏰 Nor...
30/12/2025

Það er mikil stemming, líf og fjör á sölustöðum okkar !

Verið velkomin til okkar:

🏰 Flugvallarvegi 7
🏰 Kringla
🏰 Mjódd
🏰 Norðlingaholt

⏰ Opið kl. 10-22
⏰ Gamlársdag kl. 10-16

♥️ Þökkum stuðninginn!

30/12/2025

⚠️Munum eftir öryggisgleraugunum⚠️
💥Gleðilegt nýtt ár💥

❌Leik lokið❌Til hamingju Sólrún Höskuldsdóttir !_____________________________⭐️ G J A F A L E I K U R ⭐️Í tilefni ✨75 ár...
30/12/2025

❌Leik lokið❌
Til hamingju Sólrún Höskuldsdóttir !

_____________________________
⭐️ G J A F A L E I K U R ⭐️

Í tilefni ✨75 ára afmæli FBSR✨þá gefum einum heppnum fylgjanda:

🔥 FBSR VÍG
🔥 2 stk kúlurakettur

➡️ Fylgið okkur á facebook og instagram
☑️ Deildu þessari mynd og merktu þann sem þú ætlar að skjóta upp flugeldum með og þú ert komin í pottinn!

📍Drögum út á gamlársdag kl. 12

🌿Rótarskot🌿 er leið til að styrkja öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna. Rótarskot gefur af sér tré sem...
30/12/2025

🌿Rótarskot🌿 er leið til að styrkja öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna.

Rótarskot gefur af sér tré sem er gróðursett í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og fjölmargar deildir þess um land allt.

💌 Einnig er hægt að styrkja með frjálsum framlögum í stað þess að kaupa flugelda: https://flugbjorgunarsveitin.is/products/frjals-framlog

🏰 Opið til kl. 22 í dag á öllum sölustöðum okkar, Flugvallarveg, Mjódd, Kringla og Norðlingaholt

♥️ Þökkum innilega fyrir stuðninginn!

Vinningshafi í gjafaleiknum okkar - til hamingju Kristbjörg 🎆🎇~ drögum aftur út á morgun kl.12 !
29/12/2025

Vinningshafi í gjafaleiknum okkar - til hamingju Kristbjörg 🎆🎇

~ drögum aftur út á morgun kl.12 !

❌Leik lokið❌Til hamingju Guðmundur Jónsson!_______________________💥 G J A F A L E I K U R 💥Í tilefni ✨75 ára afmæli FBSR...
29/12/2025

❌Leik lokið❌
Til hamingju Guðmundur Jónsson!

_______________________
💥 G J A F A L E I K U R 💥

Í tilefni ✨75 ára afmæli FBSR✨þá gefum einum heppnum fylgjanda:

🌟 FBSR köku
🌟 Kúlurakettu
🌟 Trítil fjölskyldupakka

➡️ Fylgið okkur á facebook og instagram
🏰 Segðu okkur á hvaða sölustað þú vilt sækja vinninginn og þú ert komin í pottinn!

📍Drögum út 30. des kl. 12

Address

Flugvallarvegi 7
Reykjavík
101

Telephone

+3545512300

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Flugbjörgunarsveitin Reykjavík posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram