Jógalífið mitt - Ásta Þórarins

Jógalífið mitt - Ásta Þórarins Jógakennari síðan 2018 og kenni Hatha, Vinyasa, Yin, Meðgöngu- og eftirmeðgöngujóga. Yoga&Heilsa

21/09/2025
Próflestur í allan dag og endaði með 3 klst lokaprófi. Loksins búin með 300  tíma jógakennaranámið sem byrjaði í fyrra. ...
15/09/2025

Próflestur í allan dag og endaði með 3 klst lokaprófi. Loksins búin með 300 tíma jógakennaranámið sem byrjaði í fyrra. Húrra!
Heartandbonesyoga 💕

Komdu í jóga og bættu þig í jafnvægi og liðleika 💪🙏Góð kennsla í hlýlegu og hvetjandi umhverfi.
01/09/2025

Komdu í jóga og bættu þig í jafnvægi og liðleika 💪🙏
Góð kennsla í hlýlegu og hvetjandi umhverfi.

Gerum jógastúdíó tilbúið
27/08/2025

Gerum jógastúdíó tilbúið

Frábært að vera komin í nýtt húsnæði!  Byrja með námskeið í september en þangað til verðum við að gera salinn kósý og hv...
21/07/2025

Frábært að vera komin í nýtt húsnæði! Byrja með námskeið í september en þangað til verðum við að gera salinn kósý og hvetjandi

23/06/2025
Just breath
20/06/2025

Just breath

Vika í brottför!  Ekki dónalegt að kenna jóga í litla bænum á Krít við þessar aðstæður. Hópur 1 sem ætlar að draga sig í...
04/06/2025

Vika í brottför! Ekki dónalegt að kenna jóga í litla bænum á Krít við þessar aðstæður.
Hópur 1 sem ætlar að draga sig í hlé og iðka jóga og njóta hjá YogaOnCrete telur niður dagana. Mín fjórða ferð á þennan stað og ég hlakka mikið til. Heyri í bjöllunum á geitunum í fjöllunum, gjálfrinu í öldunum, suði í flugu og andvaranum í laufinu. Svo ljúft 💕

Hópur 2 kemur svo 20. júní - vinkonur að halda upp á stórafmæli með því að draga aðeins niður í hávaðanum og næra líkama og sál í félagsskap sem hefur nært og stutt í tæp 40 ár 💕

Yin & Restorative yoga í dag.
18/05/2025

Yin & Restorative yoga í dag.

A forum like nothing else. Áfram heldur ferðin inn á við og núna ásamt 150 öðrum ljósberum frá öllum heimshornum. Þvílík...
10/05/2025

A forum like nothing else.
Áfram heldur ferðin inn á við og núna ásamt 150 öðrum ljósberum frá öllum heimshornum. Þvílík upplifun og dýpt.

Nýtt námskeið! Hentar vel þeim sem glíma við þreytu, streitu og yfirspennt taugakerfi.
12/03/2025

Nýtt námskeið! Hentar vel þeim sem glíma við þreytu, streitu og yfirspennt taugakerfi.

NÝTT NÁMSKEIÐ - YIN & BANDSVEFSLOSUN - HEFST 17. MARS
Unnið er með stoðkerfið, sogæða- og taugakerfið. Gerum yin yoga stöður og notum bolta – allt til þess að mýkja upp bandvefinn, auka blóðflæði, liðleika og bæta almenna líðan. Notum öndun til þess að komast betur inn í stöður og nær rótum vandans sem liggur oft djúpt og við notum slökun til að gefa líkama og huga tækifæri til að vinna í kyrrðinni. ✨

Nánar um námskeið í linknum hér að neðan

Góugleði á konudaginn
24/02/2025

Góugleði á konudaginn

Address

Faxafen 10, 2. Hæð
Reykjavík
108

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Jógalífið mitt - Ásta Þórarins posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Jógalífið mitt - Ásta Þórarins:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Jóga og ég

Ég kenni jóga hjá Yoga & Heilsu í Ármúla 9 (Hótel Íslandi). Ég kenni aðallega Hatha jóga (stundum með Vinyasa) og Yin jóga. Annars finnst mér allt jóga áhugavert og les eitthvað nýtt um jóga daglega og fer reglulega í nám og vinnustofur í jóga. Sumum finnst erfitt að átta sig á því að ég geti verið jógakennari en einnig stjórnandi í fyrirtæki, frumkvöðull, hagfræðingur, stjórnarmaður og fleira. Þess vegna ákvað ég að setja upp þessa síðu til að útskýra smám saman í hverju jógalífið mitt felst og hvernig það getur farið saman öllu.