Endurnæring

Endurnæring Veitum þér ráðgjöf, stuðning og fræðslu í átt að heilbrigðu sambandi við mat og jákvæðri heilsu.

Rækjusalat + kotasæla + 1 egg 😋Snilld að eiga reddý  ofaná hrökkbrauð ♡
01/05/2025

Rækjusalat + kotasæla + 1 egg 😋
Snilld að eiga reddý ofaná hrökkbrauð ♡

Þakklát fyrir krúttlega viðtalsrýmið mitt. Mikilvægt að hér upplifi skjólstæðingar öryggi og vellíðan ♡ . Innrammað er f...
12/02/2025

Þakklát fyrir krúttlega viðtalsrýmið mitt. Mikilvægt að hér upplifi skjólstæðingar öryggi og vellíðan ♡ . Innrammað er fyrsta viðtalið mitt í fjölmiðlum "Heilbrigt samband við mat er lykillinn að vellíðan" fyrir 3 árum!

Döðlubrauðið dásamlega ♡ Brauðið er gott að eiga fyrir annasamt viku til að njóta í morgunmat eða millimál. Eiga sólarhr...
09/02/2025

Döðlubrauðið dásamlega ♡
Brauðið er gott að eiga fyrir annasamt viku til að njóta í morgunmat eða millimál.

Eiga sólarhrings svigrúm (10- 24 klst)
• 450 g hveiti (100g til að hnoða daginn eftir)
• 400mL volgt
• 1 tsk salt
• 2 tsk þurrkaðar surdeig
• 1 tsk lyftiduft
• 2 msk saxaðar döðlur
• 1 tsk kanill
Hræra saman og setja í skál sem er borin með ólífuolíu. plast yfir eða silikonlok & liggja yfir nótt að lyfta sér. Ath. deigið verður frekar blautt. Þarf ekki að hnoða, bara blanda saman.

Setja til hliðar á hlýjum stað.

Næsta dag:
Hita ofninn í 180-200°C á undirhita & blæstri. Má bæta við fræjum ef vil, ég bæti stundum msk af chia fræjum sem eru blaut. Bæta við hveiti & brjóta deigið ca. 20x saman, þar til hleifurinn er reddí.
Þá er deigið flutt í sílikonform t.d. & bakað í 40 mín ca.

Ég set tröllahafra yfir til að skreyta & það má leika sér með þetta. Brauðið er svo mjúkt ef það er smá blautt áður en það er bakað. p.s. þetta er æðislegt millimál með osti & smjöri ♡


Mig langar að þakka fyrir magnað ár 2024 og óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári!Ég fyllist þ...
28/12/2024

Mig langar að þakka fyrir magnað ár 2024 og óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári!

Ég fyllist þakklætis þegar ég hugsa um alla þá einstaklinga sem ég hef kynnst á þessu ári. Bæði fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt og fyrir þann innblástur sem ég hef fengið.

Árið 2024 var fullt af lærdóm sem ég tek með mér inní árið 2025 og fleiri komandi ár sem næringarfræðingur hjá Endurnæringu. 🎆

Næringarráðgjöf, fyrirlestrar til fyrirtækja, námskeið og margt fleira. Framtíðin er björt og spennandi og vel nærð vonandi líka 🥑.

Áramótakveðja,
Heiðdís Snorradóttir Næringarfræðingur M.Sc. og eigandi Endurnæring.

17/12/2024

ÍSPÆLINGAPÓSTUR fyrir áhugasöm 🍬🎅 Sorrý ég gerði ekki reel ♡ Endilega líka og deila ef þið viljið meira.

Hvaða Ís á ég að ræða næst?

Endilega koma með hugmyndir!

❤️ Sunnudagsnæring er líka mikilvæg, hér reddaði ég mér með ristuðu súrdeigsbrauði með ólífuolíu, kotasælu, salt og pipa...
30/06/2024

❤️ Sunnudagsnæring er líka mikilvæg, hér reddaði ég mér með ristuðu súrdeigsbrauði með ólífuolíu, kotasælu, salt og pipar. Edamame baunir & afgangs blómkálssúpa 🍽
- Próteinríkt, stökkt, holl fita, bragðgott & næringarríkt.

🍓 Hlakka til uppskeru sumarsins. Minnir mig á þegar ég laumaðist í jarðarberin hjá Hebbu ömmu ♡ Bragðast eitthvað svo ei...
27/05/2024

🍓 Hlakka til uppskeru sumarsins.

Minnir mig á þegar ég laumaðist í jarðarberin hjá Hebbu ömmu ♡ Bragðast eitthvað svo einstaklega vel!

Svipað þegar við vinnum lengi í okkur sjálfum, uppskeran af því er svo einstök. Við vökvum smá og leggjum rækt við okkur, sýnum okkur ást og umhyggju og fyrr en varir blómstrum við út. Engir öfgar, engin asi, smátt og smátt á hverjum degi.

Hvernig ætlar þú að uppskera í sumar & rækta þig?




🍎 Nestispásur eru svo notalegar, sammála?* Í bílnum á ferðalagi* Á fótboltamóti* Í vinnunni
19/05/2024

🍎 Nestispásur eru svo notalegar, sammála?

* Í bílnum á ferðalagi
* Á fótboltamóti
* Í vinnunni

11/03/2024

Ég fékk boð um að vera á Morgunvaktinni á Rás 1 á þessum fagra mánudagsmorgni. Þar var helst í brennipunkti þessi upplýsingaóreiða sem er í gangi í samfélaginu.
Við Þórunn áttum notalegt spjall sem byrjar þegar 1 klst og 23 mín eru búnar af þættinum. Endilega leggið við hlustir!

Næringarfræðingurinn, uppskrift 🌱Grænt pestó: - 1 hnefi spínat (járn)- 2 handfylli basil - 1 msk kasjúhnetur - 1 msk ham...
03/03/2024

Næringarfræðingurinn, uppskrift 🌱

Grænt pestó:
- 1 hnefi spínat (járn)
- 2 handfylli basil
- 1 msk kasjúhnetur
- 1 msk hampfræ (járn, omega 3)
- 1 msk graskersfræ (trefjar)
- 1 msk sítrónusafi (c-vítamín)
- 1 hvítlauksgeiri
- 2 dL ólífuolía

Salt og pipar eftir smekk

Allt sett í matvinnsluvél og maukað og smakkað til. Má bæta við spínati og basil til að þykkja og bragðbæta.

Hentar vel með pasta, hrökkkexi, pítsu eða bara ofaná brauð.

Gott er að fá sem mest járn úr fæðunni og para með C vítamín gjafa til að hámarka upptöku. Þetta á við um non heme járn úr jurtaríkinu. Tilvalið væri að fá sér papriku eða appelsínu í sömu máltíð. 🌱🍊

😅 Ég er næringarfræðingur en ekki bakari, að skrifa uppskriftir er ekki mín sterkasta hlið. En mig langaði að deila orku...
29/02/2024

😅 Ég er næringarfræðingur en ekki bakari, að skrifa uppskriftir er ekki mín sterkasta hlið. En mig langaði að deila orkuríkum og næringarríkum millibita!

Þannig hér er uppskrift af hafraorkustykkjum:

Ca. 2 - 4 handfylli tröllahafrar
Muldir hafrar til að þykkja blönduna, ég notaði litla matvinnsluvél til að saxa og mylja
Ca. 1 handfylli Möndlur saxaðar
2 msk Kókosmjöl
8 Pekanhnetur
Trönuber / Saxaðar döðlur eftir smekk
Dökkt súkkulaði m salti
Kanill

Lítill banani stappaður
Hituð mjólk / vatn
Setja útí: Hunang, hnetusmjör, vanilludropa

Allt sett saman í skál og svo sett í ikea poka til að móta stykkin ogsvo klippa plastið utan af.

Bakað við 180° C í ca. 25 mín eða þar til dökkbrúnt og ilmandi

Ég smurði smá hnetusmjöri ofaná heit hafrastykkin og reif dökkt súkkulaði ofaná!

Address

Bíldshöfði 9
Reykjavík
110

Opening Hours

Monday 09:00 - 16:00
Tuesday 09:00 - 16:00
Wednesday 09:00 - 16:00
Thursday 09:00 - 16:00
Friday 09:00 - 16:00

Telephone

+3545991600

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Endurnæring posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Endurnæring:

Share