MÓAR studio

MÓAR studio Móar eru jógastúdíó sem leggur ríka áherslu á andlega iðkun, efla sjálfsvitundina, virðingu fyrir líkamanum, innri hlustun & samkennd.

Tilgangur Móa er að skapa rými þar sem einstaklingar geta öðlast frið frá ytri kröfum og tengst sjálfum sér betur.

13/01/2026

Þú munt læra meðal annars:

Árstíðabundnar ayurvedískar venjur
Hvernig aðlaga má mataræði, daglegar rútínur og lífsstíl að sérstökum þörfum vetrarins.

Ónæmisstyrkjandi úrræði
Náttúrulegar jurtir, te og olíur sem styrkja ónæmiskerfið og hjálpa líkamanum að verjast vetrarkvillum.

Sjálfsumönnunarathafnir
Einfaldar og róandi æfingar sem næra líkamann og róa hugann.

Vetrarhreinsun og orkuflæði
Hvernig losa má um uppsöfnuð eiturefni og endurnýja orkuna fyrir líflegt og nærandi vetrartímabil.

Hvenær: Fimmtudagur 15. janúar kl. 18:00–20:00
Hvar: Móar Studio, Bolholt 4, 2. hæð
Verð: 6.900 kr.
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram

08/01/2026

Innleiðing á aðferðum fornfræðinnar

Móar Studio, Lára Rúnarsdóttir og Kristín Þórsdóttir bjóða upp á s*x mánaða djúpnám í aðferðum fornfræðinnar frá janúar til júní 2026.

Námið er helgað fræðslu og miðlun sem styður við valdeflingu, dýpri persónulega iðkun og innri samþættingu.

Námið er jarðbundið sem þýðir að heilun og innri vinna verði djúp, örugg og sjálfbær þegar hún er rótgróin í líkama, náttúru, samhengi og mennsku hvers og eins.

Áhersla er á að skapa dýpri tengsl við uppruna, jörðina, eigin innri rætur og þá visku sem lifir í landslagi, líkama og minni.

Markmið námsins er að þátttakendur dýpki næmi sitt, snerti á persónulegu frelsi og styrki traust sitt til lífsins, verndar og eigin innsæis.

Iðkun og aðferðir námsins styðja við hæg, líkamstengd ferli þar sem öryggi, samþætting og ábyrgð eru sett framar upplifun eða árangri.

Námið hefst 23. janúar 🍃

Allar upplýsingar á moarstudio.is

AÐ BYGGJA GRUNNINN AÐ FRELSI RADDARINNAR er 4 vikna námskeið með Arnmundi Ernst Backman sem hefur heldur betur slegið í ...
04/01/2026

AÐ BYGGJA GRUNNINN AÐ FRELSI RADDARINNAR er 4 vikna námskeið með Arnmundi Ernst Backman sem hefur heldur betur slegið í gegn í Móum. Námskeið til þess að kynnast og skilja röddina á hennar forsendum, byggja upp styrk og stuðning svo finna megi aukið frelsi í raddtúlkun og söng.

Námskeiðið er byggt upp á samspili þriggja þátta;

1. Nálgun að röddinni til að ná fram sannleika í tjáningu.
2. Tæknileg aðferðafræði til að styrkja söngrödd.
3. Líkamleg nálgun að röddinni til að skilja hljóðfærið betur og samspil þess við slökun/spennu, öndun og kvíða.

Hvað þú munt læra á námskeiðinu:

Leitt er í gegnum núvitundaræfingar og öndun, líkamlegar æfingar, raddtækni og söng með það að markmiði að auka skilning á eftirfarandi viðfangsefnum:

1. Áhrif líkamsvitundar á rödd.
2. Samspil stuðnings og slökunar í söng.
3. Hver er mín rödd - hvaða áhrif hefur mismunandi raddbeiting?
4. Afhverju læsist röddin?
5. Hvernig styrki ég röddina?
6. Hvar liggur frelsið í söng?

Tryggðu þér pláss á moarstudio.is

Hæg hreyfing með ljósinu4 vikna skapandi ferðalag í mýkt og hlustun🗓 Miðvikudagar 7.–28. janúar🕖 19.00–21.00📍 MÓAR studi...
03/01/2026

Hæg hreyfing með ljósinu
4 vikna skapandi ferðalag í mýkt og hlustun

🗓 Miðvikudagar 7.–28. janúar
🕖 19.00–21.00
📍 MÓAR studio – Bolholti 4, 2. hæð

Innifalið í námskeiðinu:
– Aðgangur að öllum opnum tímum í MÓA
– Allur efniviður
– Öruggt rými til að skapa án kröfu

💰 Verð:
Fullt verð: 34.900 kr

✨ Afslættir:
– 25% fyrir áskrifta- og árskorthafa
– 10% fyrir fólk í námi, fólk með örorku og eldri borgara

Engin fyrri reynsla nauðsynleg.
Forvitni er meira en nóg.

Upplýsingar og skráning: moarstudio.is 🌿

31/12/2025

Við opnum fyrir skráningu í 6 mánaða djúpnám í fornfræði, janúar–júní 2026. Námið er
helgað hægum, jarðbundnum ferlum þar sem öryggi, samþætting og ábyrgð eru sett framar
upplifun. Allar upplýsingar á moarstudio.is

30/12/2025

Ég trúi því heitt að við séum öll skapandi verur og að sköpun okkar sé mikilvæg gjöf til lífsins & heimsins.

Við sköpum í hverju skrefi, hverri hugsun, hverju orði.

Það er á okkar ábyrgð að hreinsa farveginn af efasemdum, sjálfsgagnrýni & þessari endalausu áherslu á fullkomnun.

Á námskeiðinu mínu erum við að vinna með að skoða mynstrin sem stoppa flæðið í lífi & leik, hreinsa boðleiðina, vinna með traustið, tileinka okkur forvitni og ánægju sköpunar og leika okkur með með ólíka miðla. Skrif - tónlist - leir & klippiverk.

Hæg hreyfing með ljósinu með mér (Láru) hefst 7. janúar.
Skráning á moarstudio.is

29/12/2025

Lára, Unnur Elísabet og Arnar bjóða í áramótapartý í Móum laugardaginn 3. janúar frá kl. 16-18.

Kakó - hugleiðsla - möntrur - trommur - hreyfing & dans undir geggjuðum playlista og lifandi trommuslætti.

Vekjum, virkjum, leikum og fögnum nýju ári með stæl.

Verð: 7900.-
Tryggðu þér pláss hér á moarstudio.is

Hæg hreyfing með ljósinuNýtt ár markar hækkun ljóssins.Ekki stökk.Ekki átök.Heldur hæg hreyfing frá myrkri til ljóss.Kan...
28/12/2025

Hæg hreyfing með ljósinu

Nýtt ár markar hækkun ljóssins.
Ekki stökk.
Ekki átök.
Heldur hæg hreyfing frá myrkri til ljóss.

Kannski þarf byrjunin ekki að vera ákveðin.
Kannski má hún vera hlustun.
Mýkt.
Rými.

Hæg hreyfing með ljósinu er 4 vikna ferðalag þar sem við leyfum sköpuninni að koma eins og hún er – án kröfu, án útkomu.

Þú þarft ekki að kunna neitt.
Þú þarft ekki að verða neitt.
Forvitni er meira en nóg.

Upplýsingar á moarstudio.is✨

23/12/2025

Gleðileg jól elsku vinir 🎄

Það eru tímar hjá okkur alla daga nema jóladag, annan í jólum & nýársdag.

Skráning inn á moarsudio.is

☃️

19/12/2025

Laugardaginn 20. desember verður helgaður VETRARSÓLSTÖÐUM:

* Saunu ritual í Rjúkandi Fargufunni - Hefst kl. 14:00

* Kakóserimónía í Móum Stúdíó - Hefst kl. 16:00

Hér fáum við rýmið til þess að upplifa þennan magnaða árstíma og tengjast náttúrunni í okkur. Þegar MYRKRIÐ ríkir, með dimmustu dögum ársins, þegar landið býður okkur að ferðast inn á við, þá getum við speglað okkur í náttúrunni og fundið dýpri tengingu við tilveruna .

Hér verður rýmið til þess að þakka fyrir, finna draumana og óskirnar. Rými til þess að tengjast innra leiðarljósinu og sjá Norðurstjörnuna skína skært með skírleika inn í vegferðina fram á við. Hér verður tækifæri til þess að endurstilla sig, næra hverja einustu frumu djúpt inn að beini. Hreinsa líkama og huga í saunu og sjó, finna sig dýpra handan hugans. Í serimóníunni verður leidd hugleiðsla og tenging inn í kakóplöntuna, með öndunaræfingum og mjúkri hreyfingu er hægt að tengjast inn í líkamann, handan hugans. Konur fá að hvílast inn í innra ferðalag með jóga nidra, hugleiðslu og tónabaði - Með það að markmiði að upplifa innri kyrrð og finna fjársjóðinum sem leynist innra, heyra rödd hjartans, og hlusta á tilfinningu innsæisins. Nærandi samvera kvenna, systralag.

Nokkur laus pláss inn á
www.moarstudio.is

17/12/2025

Innilega velkomnar með Maríu & Láru í vetrarsólstöðu athöfn & ævintýri með Konum í Náttúrunni.

Laugardaginn 20. desember verður helgaður VETRARSÓLSTÖÐUM:

* Saunu ritual í Rjúkandi Fargufunni - Hefst kl. 14:00

* Kakóserimónía í Móum Stúdíó - Hefst kl. 16:00

Hér fáum við rýmið til þess að upplifa þennan magnaða árstíma og tengjast náttúrunni í okkur. Þegar MYRKRIÐ ríkir, með dimmustu dögum ársins, þegar landið býður okkur að ferðast inn á við, þá getum við speglað okkur í náttúrunni og fundið dýpri tengingu við tilveruna .

Hér verður rýmið til þess að þakka fyrir, finna draumana og óskirnar. Rými til þess að tengjast innra leiðarljósinu og sjá Norðurstjörnuna skína skært með skírleika inn í vegferðina fram á við. Hér verður tækifæri til þess að endurstilla sig, næra hverja einustu frumu djúpt inn að beini. Hreinsa líkama og huga í saunu og sjó, finna sig dýpra handan hugans. Í serimóníunni verður leidd hugleiðsla og tenging inn í kakóplöntuna, með öndunaræfingum og mjúkri hreyfingu er hægt að tengjast inn í líkamann, handan hugans. Konur fá að hvílast inn í innra ferðalag með jóga nidra, hugleiðslu og tónabaði - Með það að markmiði að upplifa innri kyrrð og finna fjársjóðinum sem leynist innra, heyra rödd hjartans, og hlusta á tilfinningu innsæisins. Nærandi samvera kvenna, systralag.

Skráning á moarstudio.is

Address

Bolholt 4, 2. Hæð
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when MÓAR studio posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to MÓAR studio:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram