MÓAR studio

MÓAR studio Móar eru jógastúdíó sem leggur ríka áherslu á andlega iðkun, efla sjálfsvitundina, virðingu fyrir líkamanum, innri hlustun & samkennd.

Tilgangur Móa er að skapa rými þar sem einstaklingar geta öðlast frið frá ytri kröfum og tengst sjálfum sér betur.

Vinirnir Jónas Sig & Lára Rúnars bjóða upp á Satsang & Söng í Móum Studio fimmtudagskvöldið 25. ágúst frá kl. 20.00 - 22...
22/09/2025

Vinirnir Jónas Sig & Lára Rúnars bjóða upp á Satsang & Söng í Móum Studio fimmtudagskvöldið 25. ágúst frá kl. 20.00 - 22.00.

Satsang þýðir samkoma sannleikans. Orðið satsanga er dregið af sanskrít, þar sem ‘sat’ þýðir “hreinleiki eða sannleikur” og ‘sanga’ þýðir “í hópi eða félagi”. Megintilgangur er að hver geti speglað sig í sannleika þess sem talar frá hjartanu.

Stundin mun innihaldaseremóníal cacao, leidda hugleiðslu, möntrur, Satsang & spjall, flutning Jónasar & Láru á eigin lögum & djúpslökun með tónheilun.

Takmarkað pláss í boði.
Tryggðu þér pláss hér eða sendu póst á moar@moarstudio.is.

Verð 6.900.-

Hlökkum mikið til að sjá þig

Samtal um svefn og nærandi slökun fyrir konurSheSleep og Móar Studio bjóða í kvöldstund sem sameinar fræðslu, samtal og ...
16/09/2025

Samtal um svefn og nærandi slökun fyrir konur

SheSleep og Móar Studio bjóða í kvöldstund sem sameinar fræðslu, samtal og djúpa slökun þann 9. okt frá kl. 19.30 - 21.30.

Við byrjum á tei, hugleiðslu og jarðtengingu og sköpum rými fyrir heiðarlegt samtal um svefn.

Þér er velkomið að senda okkur spurningar nafnlaust fyrirfram eða koma með þínar vangaveltur á staðnum, ef þú vilt.

Erla og Inga deila og ræða algengar spurningar og áskoranir kvenna er kemur að svefni.

Það er engin skylda að deila eigin reynslu eða vangaveltum, þú mátt líka einfaldlega hlusta og taka á móti.

Við ræðum algengan svefnvanda kvenna, áhrif streitu, tíðahrings, breytingaskeiðs og hormónaheilsu á svefn og gefum hagnýt ráð til að bæta næturhvíld.

Kvöldið endar á jóga nidra djúpslökun og mildum gong tónum sem gefur líkama og huga kærkomið rými til hvíldar og endurnæringar.

Þátttakendur fá sent fræðsluefni og ráðleggingar eftir viðburðinn, en gott er að vera með minnisbók meðferðis til að skrifa í.

Dr. Erla Björnsdóttir og Inga Rún Björnsdóttir eru sálfræðingar og svefnsérfræðingar hjá Betri svefn og SheSleep og hafa áratuga reynslu í greiningu og meðferð svefnvanda. Þær eru einnig jógakennarar og jóga nidra leiðbeinendur og sjá um að leiða viðburðinn.

Allar upplýsingar á www.moarstudio.is

KVIKUSKRIF með Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Láru Rúnarsdóttur er fjögurra vikna námskeið í Móum Studio. Kennt er á þriðj...
14/09/2025

KVIKUSKRIF með Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Láru Rúnarsdóttur er fjögurra vikna námskeið í Móum Studio. Kennt er á þriðjudögum frá kl. 19.00 - 21.00 (gott að gera ráð fyrir 30 mín aukalega ef þarf) frá 7. - 28. okt. Hámarksfjöldi er 15 manns.

Fyrsti tíminn leiðir okkur inn að kviku með hugleiðslu, verkefnum, deilingu og slökun. Á milli tíma skrifum við okkur dýpra, en í samverunni við eldinn fáum við tækifæri til að deila og hlusta á kvikuskrif annarra. Fimm lesa upp í hverjum tíma og eftir hvern upplestur eru umræður um textann sem Guðrún Eva leiðir. Samræðan er römmuð inn af hugleiðslu, kakóathöfn og djúpslökun við lifandi tónlist.

Við lítum á kvikuskrifin sem bókmenntatexta, skrifaðan með áheyrendur og lesendur í huga. Því færum við okkur frá dagbókarskrifum, þar sem orð liggja í felum, yfir í það að snerta aðrar sálir með orðum sem fá að sjást og heyrast.

Allar upplýsingar á www.moarstudio.is

Fornheilun með Stínu & Láru fer fram í Móum þri 16. sept frá kl. 20.00 - 22.15.Sækjum aftur í grunninn, upprunann, náttú...
12/09/2025

Fornheilun með Stínu & Láru fer fram í Móum þri 16. sept frá kl. 20.00 - 22.15.

Sækjum aftur í grunninn, upprunann, náttúruna til heilunar & lækningar (*ath ekki verið að vísa til hugvíkkandi meðferðar). Stuðst er við fræði & visku NA Shamanisma, aðferðir sem frumbyggjar hafa gefið leyfi til notkunar, í bland við íslenska fornspeki, með landsins vernd & vættum.

Unnið verður með eitthvað af eftirfarandi aðferðum- en leiðbeinendur verða í hlustun á hvað vill koma í gegn. Unnið verður í gegnum transmiðlun.

- Lækningajurtir (m.a. cacao, birki, ilmreyr, salvía, fjallagrös)
- Lækningahjólið & höfuðáttirnar.
- Máttur dýranna
- Draumferðir
- Bænaathafnir
- Forfeðraheilun
- Sálarendurheimt
- Orkulegar krækjur
- Trommuferðalög
- Lækningasöngvar & hjartasöngvar

Leiðbeinendur eru Lára Rúnarsdóttir & Kristín Þórsdóttir.

Lára Rúnarsdóttir er eigandi Móa studio, jógakennari, meðferðaraðili í höfuðbeina- & spjaldhryggjarmeðferð, tónlistarkona & kynjafræðingur. Hún lauk námi frá skóla Robbie Warren í NA- Shamanisma árið 2021.

Kristín Þórsdóttir og er stofnandi og eigandi Eldmóðurs ehf. Hún starfar þar sem vottaður markþjálfi og kynlífsmarkþjálfi. Kristín hefur haldið marga fyrirlestra og námskeið og er hennar helsti ástríða hvernig við getum tengst okkur sjálfum og líkama okkar á dýpri hátt. Einnig er hún með menntun í NA-shamanisma frá skóla Robbie Warren.

Verð : 8900
(Aðeins 12 pláss í boði)
www.moarstudio.is

Næsta möntrukvöld Móa fer fram fimmtudagskvöldið 11. sept frá kl. 20.00 - 22.00.Við heiðrum lífið, röddina okkar, melodí...
10/09/2025

Næsta möntrukvöld Móa fer fram fimmtudagskvöldið 11. sept frá kl. 20.00 - 22.00.

Við heiðrum lífið, röddina okkar, melodíuna sem snertir við ákveðnum strengjum og orðum sem hafa verið kyrjaðar með góðum ásetningi í gegnum aldirnar. Við biðjum fyrir vernd og friði og förum með ríka meðvitund inn í sönginn. Við skoðum hvað það er sem nærir okkur mest, hvað það er sem við þurfum á að halda, hverju við erum tilbúin að sleppa og hvað það er sem okkur langar til þess að skapa í lífi og starfi.

Mantra þýðir frelsi hugans og færir okkur nær kjarnanum, svörunum og auðmýktinni. Við hefjum stundina á seremóníal kakaóbolla eða móatei.

Hljómsveit kvöldsins eru Lára á gítar og harmonium, Arnar á trommur og Guðni á bassa. + einhver dásamlega frábær gestur.

Við endum kvöldið í djúpslökun með lifandi tónheilun og fáum tækifæri til að njóta áhrifanna og dvelja með ásetningnum.

Skráning fer fram í gegnum moarstudio.is eða í gegnum moar@moarstudio.is fyrir aðra greiðsluleið.

Verð: 6900.-

Address

Bolholt 4, 2. Hæð
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when MÓAR studio posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to MÓAR studio:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram