18/04/2023
Sjó Pepp
Næsta námskeið er 1 maí til 17 maí og verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 17.00 til 18.30 Samtals 6 skipti í sælunni sem mun gefa þér forskot og orku 🤸♂️
Námskeiðið er fyrir þau sem vilja taka skref í átt að því að njóta góðs af hafinu og fallegum ströndum Reykjavíkur í bland við rjúkandi heita viðarkyndaða sánu fargufunar 🧡🔥🧡🔥
Þar sem ríkir einstök kofastemning 🏠
Sánagús (saunagus) er iðkun sem skilar líkamlega og andlega velíðann, þegar andstæðurnar hiti og kuldi mætast 🔥❄️
Þetta er streitulosandi aðferð og mikil hleðsla sem á sér stað á skömmum tíma 💪
Þegar þér tekst að ná jafnvægi og hugaró í kælingu og hita, nærðu því einnig í öðrum samhengjum.
Kuldaþol þitt eykst og þetta hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið 🌸
Það verður vísað í nýlegar rannsóknir þar sem taldir eru upp kostir sem fylgja iðjunni og deili ég skjöl þess efnis til þáttakenda.
Í sánagús er verið að reyna á ótal skynfæri, sem blandast tengingu við náttúru, tónlist, ilm, eld og samveran er einnig miklvægur hluti af iðkuninni.
Á námskeiðinu verður boðið uppá hinn fjölefnamikla hrossaþara fyrir húð og hár. Þarinn er ríkur af andoxunarefnum, vítamínum, steinefnum, próteinum, járni og öðrum heilsubætandi efnum sem hefur jákvæð áhrif á húð og heilsu 🌱🌱🌱
Þetta 3ja vikna námskeið mun hjálpa þér að finna þinn innri kraft, losa um spennu, auka einbeitingu og ná sjálfstjórn á taugakerfinu til að geta betur tekist á við þær aðstæður og áskoranir sem óumflýjanlega tengjast tilverunni 🌸
Kynningarverð er 18.900.- með námsefni og 6 skiptin í sánagús innifalið.
Vala Baldursdóttir sem heldur utan um námskeiðið hefur Stundað sánagús síðan 2020 og lærði að leiða saunagus viðburði í Danmörku þar sem Saunagus ( sem þetta kallast á dönsku )er flokkuð sem jaðaríþrótt og hefur iðjan náð gríðarlegum vinsældum undanfarinn ár.