16/01/2026
Á þriðjudaginn mætti Hilja í spjall í morgunútvarpið um viðverustjórnun, enda hinn margrómaði "Viðverusérfræðingur" verið skotspónn háðs undanfarna daga.
Viðverustjórnun er oft sett fram sem kerfi, reglur og mælikvarðar.
Tölur um fjarveru, prósentur, línurit og viðbragðsáætlanir.
En reynslan sýnir okkur eitt aftur og aftur:
Viðverustjórnun virkar aðeins þegar hún byggir á samtali.
Fjarvera er sjaldnast vandamálið sjálft. Hún er einkenni.
Einkenni þess að eitthvað í starfsumhverfinu, álagi, líðan, samskiptum eða stuðningi er ekki að virka sem skyldi.
Þess vegna þarf viðverustjórnun að vera hluti af forvörnum, styðjandi stjórnun og sálfélagslegri vinnuvernd.
Hlustaðu á spjallið hér : https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunutvarpid/23822/bilia8/hvad-er-vidverustjornun
Þú getur einnig ávallt kíkt á heimasíðu okkar hjá Mental ráðgjöf.