21/11/2025
Okkar allra besta Hilja var í góðu samtali í Samfélaginu á RÚV í dag þar sem hún fjallaði svo fallega um það hvernig hátíðarnar geta kallað fram streitu og vanlíðan hjá mörgum.
Þetta er mál sem við fjöllum um í hugvekjunni og fræðsluerindinu okkar Hátíðar(v)andi þar sem við ræðum það hvernig streita og vanlíðan getur aukist í kringum hátíðarnar og hvaða einföldu og raunhæfu skref við getum öll tekið til að draga úr álagi og bæta líðan okkar yfir hátíðarnar.
Við mælum með því að leggja við hlustir 💕
Hátíðirnar geta verið tími gleði og eftirvæntingar fyrir mörg en fyrir önnur getur tíðin verið uppspretta streitu og álags. Hilja Guðmundsdóttir frá Mental ráðgjöf ætlar að kíkja til okkar í upphafi þáttar og spjalla við okkur um hvers vegna hátíðirnar geta kallað fram ...