Mental ráðgjöf

Mental ráðgjöf Hvað ef vinnan gæti verið góð fyrir geðheilsuna?

Hvernig líður þér? Í september snýst allt um gula litinn, lit vonar og samstöðu í kringum forvarnir gegn sjálfsvígum og ...
11/09/2025

Hvernig líður þér?

Í september snýst allt um gula litinn, lit vonar og samstöðu í kringum forvarnir gegn sjálfsvígum og mikilvægi þess að við tölum opinskátt um geðheilsu.

Gulur september minnir okkur á að spyrja: „Hvernig líður þér?“ og þora að stíga inn í samtölin sem skipta máli.

Á vinnustöðum er þetta sérstaklega mikilvægt. Þar eyðum við stórum hluta lífsins, með samstarfsfólki sem við sjáum oft meira af en vinum og fjölskyldu. Ef vanlíðan fer framhjá okkur eða við þorum ekki að vekja máls á vanlíðan getur hún vaxið og orðið að dýpri vanda. En ef við grípum snemma inn, með hlýju og athygli, getum við skipt sköpum.

Geðheilsa á vinnustöðum. Sameiginleg ábyrgð okkar allra

Andleg vanlíðan er algeng: streita, kvíði, kulnun og svefnvandi eru allt hluti af daglegum veruleika margra. Flest okkar munu á einhverjum tímapunkti glíma við tímabil þar sem orkan dvínar, hegðun breytist eða samskipti verða erfiðari.

Á vinnustöðum birtist þetta í skertri einbeitingu, aukinni fjarveru, samskiptaörðugleikum eða einfaldlega í því að manneskja sem áður var lífleg dregur sig til baka.

Við þurfum ekki að vera sérfræðingar til að bregðast við. Það sem skiptir máli er að við séum til staðar, sem manneskjur, samstarfsfélagar og stjórnendur.

Sálræn fyrsta hjálp er einföld en áhrifarík færni

Þegar við tölum um fyrstu hjálp hugsum við oft um hjartahnoð eða að setja plástur á sár. En það er líka til fyrsta hjálp fyrir andlega heilsu. Hún kallast sálræn fyrsta hjálp.

Sálræn fyrsta hjálp byggir á þremur einföldum meginreglum:

KANNA: taka eftir breytingum í hegðun, orku eða samskiptum.
HLUSTA: vera til staðar, án þess að dæma eða hoppa beint í lausnir.
TENGJA: styðja við næstu skref, hvort sem það er að ræða úrræði innan vinnustaðarins eða benda á aðstoð utan hans.

Þetta eru ekki flókin atriði, en þau krefjast hugrekkis. Hugrekkis til að stíga fram, spyrja og sýna að okkur sé ekki sama.

Af hverju skiptir máli að þora?

Í starfi okkar hjá Mental ráðgjöf sjáum við aftur og aftur að erfiðustu starfsmannamál á vinnustöðum eiga oftar en ekki rætur að rekja til einhvers sem byrjaði smátt. Smá vanlíðan sem enginn nefndi, pirringur sem safnaðist upp, þreyta sem enginn spurði um.

Ef einhver hefði staldrað við og sagt: „Ég sé að þú ert ekki alveg eins og þú átt að þér að vera, viltu tala um það?“ hefði í mörgum tilfellum verið hægt að koma í veg fyrir að vandinn þróaðist í krísu.

Þögnin er hættulegri en samtalið.

Gulur september er kjörið tækifæri til að opna umræðuna

Gulur september er ekki bara mánuður til að huga að eigin geðheilsu, hann er líka tækifæri til að byggja menningu á vinnustöðum þar sem það er í lagi að tala um líðan. Þar sem við könnum, hlustum og tengjum.

Þetta snýst ekki um að leysa vanda og við þurfum síður en svo að vera sálfræðingar. Þetta snýst um að opna fyrir samtöl, nærandi samveru og stuðning.

Þessi hugsun er algeng en ef við leyfum , þá gerum við ekkert. Þegar ekkert er gert getur málið vaxið og orðið að bolta ...
02/09/2025

Þessi hugsun er algeng en ef við leyfum , þá gerum við ekkert. Þegar ekkert er gert getur málið vaxið og orðið að bolta sem er mun erfiðara að takast á við síðar.

Það sem skiptir máli er ekki að finna hin fullkomnu orð heldur að þora að mæta óþægindunum. Að sýna einlæga nærveru og hlýju og vera bara til staðar.

Það er hægt að þjálfa sig í sálrænni fyrstu hjálp og öðlast þannig hugrekkið til að taka samtalið og í tilefni af gulum september er námskeiðið hjá okkur á 50% afslætti :

Að kunna að veita sálræna fyrstu hjálp styður við sálfræðilegt öryggi og vellíðan á vinnustað og eykur líkur á snemmtækum inngripum. Á námskeiðinu lærir þú að þekkja merki vanlíðanar, bregðast við af næmni og hlýju og styðja við starfsfólk á uppbyggilegan hátt. ....

Það þarf hugrekki til að hlusta og að bregðast viðÁ Mannauðsdeginum föstudaginn 3. október í Hörpu setjast Inga Hjaltado...
01/09/2025

Það þarf hugrekki til að hlusta og að bregðast við

Á Mannauðsdeginum föstudaginn 3. október í Hörpu setjast Inga Hjaltadottir (COWI á Íslandi) og Helena Jónsdóttir (Mental ráðgjöf) í sófann á sviðinu.

Þar munu þær ræða ítarlega um það hvernig COWI hafði svo sannarlega hugrekki til að hlusta og bregðast markvisst við versnandi líðan starfsfólks....og hvaða áhrif það hafði á hina ýmsu þætti sem snúa að andlegri líðan og starfsánægju og árangur fyrirtækisins.

Í samstarfi við okkur hjá Mental ráðgjöf var unnið að faglegri greiningu, markvissri aðgerðaáætlun og nýjum stjórnendatakti sem skapaði jarðveg fyrir raunverulegar breytingar.

Í sófanum ætlum við að draga fram hvað virkaði, hvað kom á óvart og hvernig lærdómurinn getur nýst öðrum vinnustöðum.

Mannauðsdagurinn er stærsti vettvangur ársins í mannauðsmálum, stútfullur af innblæstri, tengingum og hugmyndum sem nýtast strax í daglegu starfi.

Við Hilja hlökkum til að hitta ykkur í Hörpu, í salnum, á sófanum, í kokteilnum eða á básnum okkar og hvetjum þau ykkar sem ætla sér að vera í Hörpunni þennan dag til að tryggja sér sæti á sófaspjallið góða.

👉 Skráning:

Ef aðgöngumiðar eru keyptir fyrir 15. september kosta þeir: – 45.000 kr. fyrir félagsfólk– 50.000 kr. fyrir aðra gesti

25/08/2025

Á vinnumarkaði þar sem kröfur um sveigjanleika, mannlega leiðtoga og sálfræðilegt öryggi aukast stöðugt, skiptir ekki lengur máli bara hvernig við tengjumst starfsfólki heldur einnig hversu reglulega.

Húnaþing vestra stígur stórt skref í átt að heilbrigðum vinnustaðÁ mánudaginn kynnti Húnaþing vestra, fyrst  sveitarféla...
21/08/2025

Húnaþing vestra stígur stórt skref í átt að heilbrigðum vinnustað

Á mánudaginn kynnti Húnaþing vestra, fyrst sveitarfélaga á Íslandi , sína eigin geðheilsustefnu, með skýrum markmiðum og raunhæfri áætlun um aðgerðir.

Á frábærum starfsdegi fékk starfsfólkið að setja sitt mark á lokaútgáfuna með því að ræða áskoranir og lausnir. Útkoman er stefna sem byggir á samstöðu, trausti og virðingu. Stefnan er ekki bara orð á blaði heldur raunveruleg áætlun til að styðja við vellíðan allra.

Á frábærum starfsdegi áttum við einnig frábærar umræður um mikilvægi þess að opna samtalið, viðurkenna sameiginlega ábyrgð, setja heilbrigð mörk og stíga inn þegar óæskileg hegðun birtist. Þar liggur stór þáttur í vellíðan á vinnustað.

Við í Mental viljum sérstaklega hrósa sveitarstjóranum henni Unni (Unnur Valborg Hilmarsdóttir) og öðrum stjórnendum Húnaþings fyrir hugrekki og framsýni. Það þarf kjark til að setja geðheilsu svona skýrt í forgrunn.

Kærar þakkir til starfsfólksins fyrir opnar, málefnalegar og jákvæðar umræður💛

Gulur september er mánuðurinn sem minnir okkur á mikilvægi geðheilbrigðis. Það á ekki bara við um einstaklinga heldur lí...
18/08/2025

Gulur september er mánuðurinn sem minnir okkur á mikilvægi geðheilbrigðis.

Það á ekki bara við um einstaklinga heldur líka vinnustaði, því vinnan er jú, stór hluti af lífi okkar.

Vinnan okkar getur byggt okkur upp og gefið okkur tilgang en hún getur líka orðið uppspretta streitu og vanlíðunar.

Spurningin er: Hvaða áhrif vill þinn vinnustaður hafa á andlega líðan starfsfólks?

💛 Gulur september : tíminn til að setja geðheilsu á dagskrá 💛Í vinnunni eyðum við stórum hluta dagsins og hún getur bæði...
12/08/2025

💛 Gulur september : tíminn til að setja geðheilsu á dagskrá 💛

Í vinnunni eyðum við stórum hluta dagsins og hún getur bæði byggt okkur upp eða dregið okkur niður.

Við hjá Mental trúum því að vinnan geti verið góður staður fyrir geðheilsuna, ef við byggjum á réttum grunni.

Við viljum benda á þær lausnir sem Mental ráðgjöf getur boðið í kringum Gulan september:

✅ Rafrænt geðheilsuátak sem skapar umræðu og virkni (rafrænt og á staðnum)
✅ Fræðslur sem opna á umræðu og vekja viðstödd til umhugsunar
✅ Rafrænt námskeið í sálrænni fyrstu hjálp (kemur út 1. september)
✅ Leikir og áskoranir sem tengja fræðslu við daglegt starf

📌 Taktu fyrsta skrefið og settu geðheilsu á dagskrá hjá þínum vinnustað í september.
www.mentalradgjof.is

18/06/2025
Af hverju alltaf þessi áhersla á geðheilsu?Við hjá Mental vinnum með fyrirtækjum og stofnunum að því að efla stjórnendur...
18/06/2025

Af hverju alltaf þessi áhersla á geðheilsu?

Við hjá Mental vinnum með fyrirtækjum og stofnunum að því að efla stjórnendur, fræða og vekja til vitundar og og móta stefnu og umgjörð um aðgerðir til þess að hlúa að geðheilbrigði á vinnustað.

Verkefnin okkar eru fjölbreytt en fókusinn okkar er alltaf sá sami:
Geðheilbrigði!

Af hverju?

Vegna þess að við sjáum það aftur og aftur:

Þegar fólki líður illa andlega – þá hriktir í öllum grunnstoðum vinnustaðarins.

🔸 Frammistaðan minnkar
🔸 Fjarvera eykst og enginn spyr hvers vegna
🔸 Samskipti súrna og traustið rofnar
🔸 Og átök kvikna þar sem áður ríkti samstaða

Þegar geðheilsa brestur byrjar allt hitt að gliðna líka.

Við sjáum þetta í reglulegum innlitum stjórnenda til starfsfólks. Þegar stjórnendur mæta fólki formlega og reglulega, spyrja af einlægni og hlusta, þá birtist raunverulegt ástand vinnustaðarins. Þá sjáum við hvort starfsfólk finnur að það skipti máli. Hvort það treystir stjórnendum sínum. Hvort það getur talað um það sem virkar ekki, áður en málin breytast í vanlíðan, brotthvarf eða kulnun.

Við sjáum líka hitt:

Þegar stjórnendur eru með puttann á púlsinum, forvitnir, úrræðagóðir og mannlegir, fer margt annað að ganga betur. Sálfræðilegt öryggi eykst, samskipti verða skýrari og ágreiningur leysist fyrr. Traust verður grunnurinn að árangri, ekki ótti.

Við erum sannfærð um þetta:
Geðheilsa er ekki aukaatriði. Hún er undirstaða árangurs.

Og "business case-ið"? Það er skýrt:

Vinnustaðir með sálfræðilega örugga og geðheilbrigða menningu mælast sig við minni starfsmannaveltu og meiri starfsánægju. Leiðtogar sem kunna að hlusta og bregðast við missa síður starfsfólk í kulnun eða veikindi. Í heimi þar sem gott fólk hefur val velur það vinnustaði sem hlúa að vellíðan, ekki bara afköstum.

Þess vegna byrjum við alltaf á geðheilsunni.

Langar þig að vita hvernig þetta lítur út í framkvæmd? Hjá Mental vinnum við með fyrirtækjum og stofnunum um allt land með:

📌 Leiðtogaþjálfun sem skilar raunverulegum árangri
📌 Úttektum og aðgerðaáætlunum sem snúa að vellíðan og menningu
📌 Mótun geðheilsustefnu og skýrrar stuðningsáætlunar
📌 Nýjum takti og handleiðslu fyrir stjórnendur
📌 Vitundarvakningu og fræðslu um geðheilbrigði á vinnustað

Við getum aðstoðað ykkur við að:

💡 Setja geðheilsu rækilega á dagskrá – í stefnu og aðgerðum
💡 Þjálfa stjórnendur í mannlegri og árangursríkri forystu
💡 Byggja menningu þar sem fólki líður vel – og langar að vaxa

👉 Hafðu samband (mental@mentalradgjof.is) ef þú vilt fá frekari upplýsingar um nálgun okkar – eða bara spjalla um hvað væri skynsamlegt fyrsta skref á þínum vinnustað.

26/05/2025

💛 Gulur september er rétti tíminn til að tala um geðheilsu 💛

Í þessu stutta myndbandi segir Hilja frá rafrænu geðheilsuátaki Mental – aðgengilegu og hagnýtu átaki sem setur geðheilbrigði þínum vinnustað á dagskrá með krafti 🚀⚡

➡ Fyrir fyrirtæki af öllum stærðum
➡ Vekur athygli og opnar á samtalið
➡ Fullkomið í Gulum september – eða bara strax!

📩 Hafðu samband á mental@mentalradgjof.is og bókaðu fund

📆 Sértilboð út maí – tryggðu þínum vinnustað aðgang á frábærum kjörum

🔗 Smelltu hér til að sjá meira:
https://mentalradgjof.is/undirbudu-vinnustadinn-fyrir-gulan-september-%f0%9f%92%9b-adur-en-sumarid-hefst/

🎉 Sögulegt skref!Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er fyrsta opinbera stofnunin á Íslandi til að setja sér markvissa geðhei...
22/05/2025

🎉 Sögulegt skref!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er fyrsta opinbera stofnunin á Íslandi til að setja sér markvissa geðheilsustefnu með mælanlegum aðgerðum.

Í dag birtist viðtal við mannauðsstjóra LRH, Sigurveigu Helgu, þar sem hún lýsir áherslum lögreglunnar á andlega vellíðan starfsfólks og mikilvægi þess að setja fólkið í fyrsta sæti.

Við hjá Mental ráðgjöf fengum það einstaka tækifæri og hlutverk að styðja við mótun stefnunnar með öflugu starfsfólki LRH. 💛 Það hefur svo sannarlega verið ánægjulegt samstarf!

Á meðan Edda Björg og Helga leiddu málið af miklum krafti LRH megin, þá voru það Helena og Hilja stýrðu vinnunni fyrir hönd Mental, veittu stjórnendum nauðsynlega þjálfun og stóðu þétt við bakið á mannauðsteymi LRH.

👏 Til hamingju Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Helga og Edda, með einstakt skref í þágu geðheilbrigðis á íslenskum vinnumarkaði!

Áfram gakk 👏

https://www.visir.is/g/20252729527d/mannaudsmal-log-reglunnar-ljotu-malin-taka-a

„Það eru auðvitað þessi ofbeldismál og stóru erfiðu mál sem valda álagi, sérstaklega á lögreglumenn sem eru á vaktinni,“ segir Sigurveig Helga Jónsdóttir mannauðsstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH).

🎉 Í dag fögnum við alþjóðlega mannauðsdeginum! Bak við hvern öflugan vinnustað er mannauðsfólk sem hlustar, styður og st...
20/05/2025

🎉 Í dag fögnum við alþjóðlega mannauðsdeginum!

Bak við hvern öflugan vinnustað er mannauðsfólk sem hlustar, styður og styrkir.

Takk fyrir að hlúa að starfsfólki, efla vellíðan og heilbrigði og minna okkur á hvað mannauðurinn skiptir miklu máli fyrir hvern vinnustað!

💛 Gleðilegan Alþjóðlegan mannauðsdag!

(P.s. við fögnum líka afmælisdegi framkvæmdastjóra Mental í dag! 🎉 )

Address

Kuggavogur 3
Reykjavík
104

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Mental ráðgjöf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Um Helenu Jónsdóttur sálfræðing

Boðið er upp á einstaklingsmeðferð fyrir fullorðna (18 ára og eldri nema í undantekningartilfellum) auk þess sem í boði verða hópnámskeið við sérhæfðum vanda. Námskeið verða auglýst síðar.

Hugræn atferlismeðferð (HAM) við kvíða, streitu, þunglyndi, fælni (t.d. loft- og flughræðslu), lágu sjálfsmati og svefnvanda. Auk þess er boðið upp á almenna sálfræðiþjónusta.

Ég byggi sálfræðimeðferð á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) en það er sérstakt meðferðarform sem hvílir á traustum grunni rannsókna. HAM hefur átt mikilli hylli að fagna á undanförnum árum þar sem um er að gagnsæjar aðferðir sem bera tiltölulega skjótan og mælanlegan árangur. Áhersla er lögð á að leysa núverandi vanda með markvissum vinnubrögðum.

Auk einstaklings- og hópmeðferðar mun ég bjóða úrval fræðsluerinda og stutt námskeið sem henta vel fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum.