Mental ráðgjöf

Mental ráðgjöf Hvað ef vinnan gæti verið góð fyrir geðheilsuna?

Okkar allra besta Hilja var í góðu samtali í Samfélaginu á RÚV í dag þar sem hún fjallaði svo fallega um það hvernig hát...
21/11/2025

Okkar allra besta Hilja var í góðu samtali í Samfélaginu á RÚV í dag þar sem hún fjallaði svo fallega um það hvernig hátíðarnar geta kallað fram streitu og vanlíðan hjá mörgum.

Þetta er mál sem við fjöllum um í hugvekjunni og fræðsluerindinu okkar Hátíðar(v)andi þar sem við ræðum það hvernig streita og vanlíðan getur aukist í kringum hátíðarnar og hvaða einföldu og raunhæfu skref við getum öll tekið til að draga úr álagi og bæta líðan okkar yfir hátíðarnar.

Við mælum með því að leggja við hlustir 💕

Hátíðirnar geta verið tími gleði og eftirvæntingar fyrir mörg en fyrir önnur getur tíðin verið uppspretta streitu og álags. Hilja Guðmundsdóttir frá Mental ráðgjöf ætlar að kíkja til okkar í upphafi þáttar og spjalla við okkur um hvers vegna hátíðirnar geta kallað fram ...

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Tékk-Inn ræða Helga og Arna við Helena Jonsdottir frá Mental ráðgjöf um eitt af mikilvægust...
18/11/2025

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Tékk-Inn ræða Helga og Arna við Helena Jonsdottir frá Mental ráðgjöf um eitt af mikilvægustu viðfangsefnum samtímans: hvernig vinnustaðir geta byggt upp geðheilbrigða menningu og stuðlað að vellíðan starfsfólks.

Í þættinum er m.a. fjallað um:
• hvernig stjórnendur geta skapað öruggt rými fyrir samtöl,
• hvaða áhrif reglulegt tékk-inn hefur á traust og samskipti,
• og hvernig stjórnendur geta brugðist við andlegum áskorunum starfsfólks, snemma og af fagmennsku og hlýju.

Samtalið er bæði hagnýtt og fræðandi og hentar öllum sem vilja efla menningu, samskipti og geðheilbrigði í eigin teymi eða á eigin vinnustað.

👉 Við hvetjum áhugasöm til að hlusta. etta er þáttur sem á erindi við starfsfólk, stjórnendur og öll þau sem vinna með fólki.

📢 Einn splunkunýr þáttur var að detta inn ✨

Við töluðum við Helenu Jónsdóttur hjá Mental ráðgjöf um geðheilbrigði og hvaða hlutverki vinnustaðir og ekki síst stjórnendur gegna í því samhengi 💡

Hvernig búum við til fyrirtækjamenningu sem styður við það að fólk geti berskjaldað sig og að það sé í lagi að vera ekki í lagi? 🫶

Hvaða tól og tæki geta stjórnendur nýtt sér?

Mental ráðgjöf er svo sannarlega að leggja sitt á vogarskálarnar hvað þennan mikilvæga málaflokk varðar og við Tékk-Inn vinkonur erum þakklátar fyrir að fá að taka þátt í að breiða út boðskapinn - Takk fyrir að koma til okkar Helena 🙏

Tékkið á spjallinu við Helenu hér:

Spotify ➡️ https://open.spotify.com/episode/5t6WDVfWQz75gSPzpic5Kg?si=9c2383d04c9f47db

Apple Podcasts ➡️ https://podcasts.apple.com/is/podcast/7-helena-j%C3%B3nsd%C3%B3ttir-hj%C3%A1-mental-um-ge%C3%B0heilbrig%C3%B0i-starfsf%C3%B3lks/id1841141091?i=1000737043783

09/11/2025

Hugvekjan Hátíðar(v)andi? sló í gegn í aðdraganda jólanna á síðasta ári og í ár mætum við aftur til leiks með erindið.

Heilsueflandi hugvekja um hátíðarhöldin og hvernig fjölskylduboðin, þvottakarfan og frændfólkið með lélegu brandarana geta haft áhrif á okkur sjálf, samstarfsfólk og vinnustaði.

Markmiðið er að auka vitund og skilning á þeim álags- og streituþáttum sem geta fylgt hátíðunum. Með því að vera meðvituð um margvíslega fylgifiska getum við lágmarkað neikvæð áhrif á eigin líðan og störf.

Kíktu í athugasemdir til að tryggja þínum vinnustað hugvekjuna áður en streitan og álagið fer að hafa skaðleg áhrif á starfsfólk og vinnustaðinn.

Stuðlum að jákvæðri geðheilsu á vinnustaðNokkur laus sæti á vinnustofu Mental í samstarfi Opna háskólann í HR Ef þú hefu...
03/11/2025

Stuðlum að jákvæðri geðheilsu á vinnustað

Nokkur laus sæti á vinnustofu Mental í samstarfi Opna háskólann í HR

Ef þú hefur verið að velta fyrir þér hvernig þú getur styrkt andlega líðan og geðheilbrigði í þínu teymi og langar að eignast hagnýt verkfæri sem hægt er að nota strax í daglegu starfi, þá er þetta frábært tækifæri.

Vinnustofan er opin öllum og hentar sérstaklega:
• Mannauðsstjórum og mannauðsfulltrúum
• Stjórnendum og teymisstjórum
• Trúnaðarmönnum og boðberum geðheilsu á vinnustöðum (mental health champions)
• Öllum sem vilja efla traust, samskipti og stuðning á vinnustað

Það sem gerir þetta tækifæri sérstaklega verðmætt:
• Þú færð lifandi fræðslu og verkfæri sem við höfum þróað og notað í fjölda fyrirtækja
• Þú hittir aðra stjórnendur og mannauðsfólk sem eru að takast á við svipaðar áskoranir
• Við deilum reynslu, áskorunum og lausnum sem virka í raun

Þetta er hagkvæm leið til að sækja vinnustofu af þessu tagi fyrir aðeins 49.000 kr.

Dags. og tími og frekari upplýsingar & skráning hér:
https://www.oh.ru.is/namskeid/studladu-ad-jakvaedri-gedheilsu/356827

Við hlökkum til að hitta ykkur!

Með þessari vinnustofu er markmiðið að auka vitund og skilning stjórnenda á geðheilbrigði á vinnustað og að byggja upp færni og sjálfstraust meðal þeirra til að taka þátt í innihaldsríkum samtölum um geðheilbrigði við starfsfólk sitt.Í lok vinnustofu munu stjórnendur:Vera...

Hér má horfa á upptöku frá veffundi mannauðslausna Advania Ísland - Samtalið mótar menninguna en þar ræddi Helena um mik...
29/10/2025

Hér má horfa á upptöku frá veffundi mannauðslausna Advania Ísland - Samtalið mótar menninguna en þar ræddi Helena um mikilvægi reglulegra innlita og samræmds sjórnendatakts í því að móta sálfræðilegt öryggi og menningu stuðnings á vinnustöðum.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn á veffundinn til að opna á upptökuna.

Þriðjudaginn 30. september héldum við veffund í beinni útsendingu undir yfirskriftinni Samtalið mótar menninguna: Hvert er hlutverk stjórnenda í að byggja upp traust, tengsl og árangur? Guðríður Hjördís Baldursdóttir vörustjóri hjá mannauðslausnum Advania ræddi þar við Helen...

Rafrænn kynningarfundur - miðvikudaginn 29. október kl. 15.Á Mannauðsdeginum í síðustu viku fundum við hjá Mental ráðgjö...
28/10/2025

Rafrænn kynningarfundur - miðvikudaginn 29. október kl. 15.

Á Mannauðsdeginum í síðustu viku fundum við hjá Mental ráðgjöf fyrir ótrúlega miklum áhuga á rafræna fræðsluvettvanginum okkar (https://skoli.mentalradgjof.is/) og við fundum svo sterkt fyrir þörfinni og áhuganum á því að auka færni og vekja leiðtoga og starfsfólk til vitundar um málaflokka eins og geðheilbrigði, samskipti og leiðtogafærni.

Til að svara þessum áhuga bjóðum við nú til opins rafræns kynningarfundar á Teams, þar sem Hilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Mental og Berglind Harðardóttir, mannauðsstjóri Árborgar kynna vettvanginn og sýna hvernig Árborg hefur nýtt vettvanginn til að ná til alls starfsfólks með lifandi og markvissri fræðslu.

👉 Kynntu þér málið og skráðu þig hér:
https://skoli.mentalradgjof.is/kynningvettvangs

Þetta verður hnitmiðaður og rafrænn fundur þar sem þú færð innsýn í efni og uppbyggingu fræðsluvettvangsins, dæmi um hvernig hann hefur verið nýttur í Árborg og hugmyndir um hvernig hægt er að innleiða slíka fræðslumöguleika á þínum vinnustað.

Við vonum að sjá sem flest.

hashtag hashtag hashtag hashtag hashtag hashtag

Helena verður í vefspjalli Advania Ísland á morgun þriðjudag kl 10 í beinni útsendingu. Skráning er enn opin!
29/09/2025

Helena verður í vefspjalli Advania Ísland á morgun þriðjudag kl 10 í beinni útsendingu.

Skráning er enn opin!

Þriðjudaginn 30. september höldum við veffund í beinni útsendingu undir yfirskriftinni Samtalið mótar menninguna: Hvert er hlutverk stjórnenda í að byggja upp traust, tengsl og árangur? Guðríður Hjördís Baldursdóttir vörustjóri hjá mannauðslausnum Advania ræðir þar við Hele...

Kærar þakkir til Starfsmannafélag Kópavogs - SfK fyrir frábæran dag, frábæra mætingu og góðar stundir. Það er sannur fen...
27/09/2025

Kærar þakkir til Starfsmannafélag Kópavogs - SfK fyrir frábæran dag, frábæra mætingu og góðar stundir. Það er sannur fengur að vinna með ykkur! 💛

Í gær var haldinn vel heppnaður trúnaðarmannadagur á Hótel Kríunesi og mætingin var vægast sagt frábær! Um fimmtíu manns tóku þátt; trúnaðarmenn, starfsfólk

Halló Vestmannaeyjar, Uppskriftin að góðri geðheilsu,  er eitt af okkar vinsælustu og gagnlegustu fræðsluerindum. Og nú ...
25/09/2025

Halló Vestmannaeyjar,

Uppskriftin að góðri geðheilsu, er eitt af okkar vinsælustu og gagnlegustu fræðsluerindum.

Og nú verður það í boði í opnu námskeiði í í samvinnu við - eyjar - fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja í október.

📅 Þriðjudagur 7. október 2025 kl. 16:15
📍 Viska – fræðslu- og símenntunarmiðstöð, Vestmannaeyjum
💰 Verð: 4.900 kr. á mann
➡️ Sértilboð: Fyrirtæki sem senda 5 starfsmenn eða fleiri fá hópverð.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Geðheilbrigði á vinnustað er orðið eitt mikilvægasta úrlausnarefni samtímans – og nú gefst þér tækifæri til að fá hagnýta leiðsögn og innblástur.

🌱 Við erum að stækkaUndanfarnar vikur hafa verið ævintýri líkast! Verkefnin hrúgast inn og við höldum áfram að vaxa. Það...
16/09/2025

🌱 Við erum að stækka

Undanfarnar vikur hafa verið ævintýri líkast! Verkefnin hrúgast inn og við höldum áfram að vaxa. Það gleður okkur ótrúlega að geta fengið Elísabetu aftur til okkar hjá Mental ráðgjöf, nú í hlutastarfi, eftir þörfum og í takt við vöxt fyrirtækisins.

Elísabet er meistaranemi í mannauðsstjórnun við Háskólann á Bifröst og sérfræðingur í kennslufræðum með 18 ára reynslu úr skólastarfi. Hún hefur víðtækan bakgrunn, allt frá kennslu og ráðgjöf til starfa í snyrtibransanum og verslunstörfum á yngri árum, og sameinar þannig fjölbreytta lífs- og starfsreynslu.

Við þekkjum hana vel frá því hún var hjá okkur í starfsþjálfun síðasta vor og vitum að hún kemur með faglega nálgun, jákvæða orku og dýrmætan stuðning í okkar litla teymi. Elísabet hefur brennandi áhuga á fólki, samskiptum og því hvernig við getum skapað nærandi og heilbrigt starfsumhverfi. Hún nýtir reynslu sína og menntun til að styðja við einstaklinga og teymi á vinnustöðum með hlýju, innsæi og fagmennsku.

Þó hún verði ekki hjá okkur alla daga og í all nokkurri sveigjanlegri mynd, þá erum við ótrúlega þakklátar fyrir að hafa hana með á þessari vegferð. Það er sérstök tilfinning að geta haldið áfram samstarfi með manneskju sem hefur þegar lagt sitt af mörkum og skilur vel í hvaðan við erum að koma og hvert við ætlum okkur að fara.

Við biðjum ykkur um að bjóða hana Elísabetu velkomna til okkar með okkur 👏🏼

Hvernig líður þér? Í september snýst allt um gula litinn, lit vonar og samstöðu í kringum forvarnir gegn sjálfsvígum og ...
11/09/2025

Hvernig líður þér?

Í september snýst allt um gula litinn, lit vonar og samstöðu í kringum forvarnir gegn sjálfsvígum og mikilvægi þess að við tölum opinskátt um geðheilsu.

Gulur september minnir okkur á að spyrja: „Hvernig líður þér?“ og þora að stíga inn í samtölin sem skipta máli.

Á vinnustöðum er þetta sérstaklega mikilvægt. Þar eyðum við stórum hluta lífsins, með samstarfsfólki sem við sjáum oft meira af en vinum og fjölskyldu. Ef vanlíðan fer framhjá okkur eða við þorum ekki að vekja máls á vanlíðan getur hún vaxið og orðið að dýpri vanda. En ef við grípum snemma inn, með hlýju og athygli, getum við skipt sköpum.

Geðheilsa á vinnustöðum. Sameiginleg ábyrgð okkar allra

Andleg vanlíðan er algeng: streita, kvíði, kulnun og svefnvandi eru allt hluti af daglegum veruleika margra. Flest okkar munu á einhverjum tímapunkti glíma við tímabil þar sem orkan dvínar, hegðun breytist eða samskipti verða erfiðari.

Á vinnustöðum birtist þetta í skertri einbeitingu, aukinni fjarveru, samskiptaörðugleikum eða einfaldlega í því að manneskja sem áður var lífleg dregur sig til baka.

Við þurfum ekki að vera sérfræðingar til að bregðast við. Það sem skiptir máli er að við séum til staðar, sem manneskjur, samstarfsfélagar og stjórnendur.

Sálræn fyrsta hjálp er einföld en áhrifarík færni

Þegar við tölum um fyrstu hjálp hugsum við oft um hjartahnoð eða að setja plástur á sár. En það er líka til fyrsta hjálp fyrir andlega heilsu. Hún kallast sálræn fyrsta hjálp.

Sálræn fyrsta hjálp byggir á þremur einföldum meginreglum:

KANNA: taka eftir breytingum í hegðun, orku eða samskiptum.
HLUSTA: vera til staðar, án þess að dæma eða hoppa beint í lausnir.
TENGJA: styðja við næstu skref, hvort sem það er að ræða úrræði innan vinnustaðarins eða benda á aðstoð utan hans.

Þetta eru ekki flókin atriði, en þau krefjast hugrekkis. Hugrekkis til að stíga fram, spyrja og sýna að okkur sé ekki sama.

Af hverju skiptir máli að þora?

Í starfi okkar hjá Mental ráðgjöf sjáum við aftur og aftur að erfiðustu starfsmannamál á vinnustöðum eiga oftar en ekki rætur að rekja til einhvers sem byrjaði smátt. Smá vanlíðan sem enginn nefndi, pirringur sem safnaðist upp, þreyta sem enginn spurði um.

Ef einhver hefði staldrað við og sagt: „Ég sé að þú ert ekki alveg eins og þú átt að þér að vera, viltu tala um það?“ hefði í mörgum tilfellum verið hægt að koma í veg fyrir að vandinn þróaðist í krísu.

Þögnin er hættulegri en samtalið.

Gulur september er kjörið tækifæri til að opna umræðuna

Gulur september er ekki bara mánuður til að huga að eigin geðheilsu, hann er líka tækifæri til að byggja menningu á vinnustöðum þar sem það er í lagi að tala um líðan. Þar sem við könnum, hlustum og tengjum.

Þetta snýst ekki um að leysa vanda og við þurfum síður en svo að vera sálfræðingar. Þetta snýst um að opna fyrir samtöl, nærandi samveru og stuðning.

Þessi hugsun er algeng en ef við leyfum , þá gerum við ekkert. Þegar ekkert er gert getur málið vaxið og orðið að bolta ...
02/09/2025

Þessi hugsun er algeng en ef við leyfum , þá gerum við ekkert. Þegar ekkert er gert getur málið vaxið og orðið að bolta sem er mun erfiðara að takast á við síðar.

Það sem skiptir máli er ekki að finna hin fullkomnu orð heldur að þora að mæta óþægindunum. Að sýna einlæga nærveru og hlýju og vera bara til staðar.

Það er hægt að þjálfa sig í sálrænni fyrstu hjálp og öðlast þannig hugrekkið til að taka samtalið og í tilefni af gulum september er námskeiðið hjá okkur á 50% afslætti :

Að kunna að veita sálræna fyrstu hjálp styður við sálfræðilegt öryggi og vellíðan á vinnustað og eykur líkur á snemmtækum inngripum. Á námskeiðinu lærir þú að þekkja merki vanlíðanar, bregðast við af næmni og hlýju og styðja við starfsfólk á uppbyggilegan hátt. ....

Address

Kuggavogur 3
Reykjavík
104

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Mental ráðgjöf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Um Helenu Jónsdóttur sálfræðing

Boðið er upp á einstaklingsmeðferð fyrir fullorðna (18 ára og eldri nema í undantekningartilfellum) auk þess sem í boði verða hópnámskeið við sérhæfðum vanda. Námskeið verða auglýst síðar.

Hugræn atferlismeðferð (HAM) við kvíða, streitu, þunglyndi, fælni (t.d. loft- og flughræðslu), lágu sjálfsmati og svefnvanda. Auk þess er boðið upp á almenna sálfræðiþjónusta.

Ég byggi sálfræðimeðferð á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) en það er sérstakt meðferðarform sem hvílir á traustum grunni rannsókna. HAM hefur átt mikilli hylli að fagna á undanförnum árum þar sem um er að gagnsæjar aðferðir sem bera tiltölulega skjótan og mælanlegan árangur. Áhersla er lögð á að leysa núverandi vanda með markvissum vinnubrögðum.

Auk einstaklings- og hópmeðferðar mun ég bjóða úrval fræðsluerinda og stutt námskeið sem henta vel fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum.