Mental ráðgjöf

Mental ráðgjöf Hvað ef vinnan gæti verið góð fyrir geðheilsuna?

Á þriðjudaginn mætti Hilja í spjall í morgunútvarpið um viðverustjórnun, enda hinn margrómaði "Viðverusérfræðingur" veri...
16/01/2026

Á þriðjudaginn mætti Hilja í spjall í morgunútvarpið um viðverustjórnun, enda hinn margrómaði "Viðverusérfræðingur" verið skotspónn háðs undanfarna daga.

Viðverustjórnun er oft sett fram sem kerfi, reglur og mælikvarðar.
Tölur um fjarveru, prósentur, línurit og viðbragðsáætlanir.

En reynslan sýnir okkur eitt aftur og aftur:
Viðverustjórnun virkar aðeins þegar hún byggir á samtali.

Fjarvera er sjaldnast vandamálið sjálft. Hún er einkenni.
Einkenni þess að eitthvað í starfsumhverfinu, álagi, líðan, samskiptum eða stuðningi er ekki að virka sem skyldi.

Þess vegna þarf viðverustjórnun að vera hluti af forvörnum, styðjandi stjórnun og sálfélagslegri vinnuvernd.

Hlustaðu á spjallið hér : https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunutvarpid/23822/bilia8/hvad-er-vidverustjornun

Þú getur einnig ávallt kíkt á heimasíðu okkar hjá Mental ráðgjöf.

Góð geðheilsa er ekki sjálfgefin heldur eitthvað sem við þurfum að hlúa að í daglegu lífi. Líkt og líkamleg heilsa byggi...
11/01/2026

Góð geðheilsa er ekki sjálfgefin heldur eitthvað sem við þurfum að hlúa að í daglegu lífi. Líkt og líkamleg heilsa byggir á mörgum þáttum þá er andleg líðan samspil margra þátta sem styrkja okkur þegar á reynir.

Í (gulum) september síðastliðnum buðum við hjá Mental ráðgjöf upp á opið 20 mínútna örerindi um efnið og nú, þegar "Blue Monday" er framundan (19. janúar), þá viljum við deila þessu örerindi með ykkur gera það opið öllum þeim sem vilja fá innsýn inn í hvað við meinum þegar við tölum um uppskrift að góðri geðheilsu.

Kíktu hér :

Lykilþættir sem hafa áhrif á geðheilsu okkar og hvernig við getum skapað okkar eigin „uppskrift“ sem hentar hverjum og einum. Við skoðum hvað hjálpar okkur að ná jafnvægi í amstri dagsins, hvernig við getum byggt upp seiglu og hvaða litlu venjur skipta sköpum til lengri tíma.

Undanfarin ár hefur umræða um andlegt heilbrigði á vinnustöðum færst úr jaðrinum inn í kjarna allrar mannauðsumræðu. Ekk...
07/01/2026

Undanfarin ár hefur umræða um andlegt heilbrigði á vinnustöðum færst úr jaðrinum inn í kjarna allrar mannauðsumræðu. Ekki vegna þess að það sé „í tísku“ að ræða geðheilbrigði, heldur vegna þess að gögnin segja skýra sögu: andleg líðan starfsfólks hefur bein áhrif á mætingu, frammistöðu, starfsánægju, helgun, samstarf, tryggð og rekstrarárangur.

Fjárfesting á réttum stöðum getur skilað sér fjórfalt til baka!

Kíktu á heimasíður okkar mentalradgjof.is og byrjaðu að fjárfesta á réttum stöðum!

Er fyrirtækið að tapa verðmætum í skammdeginu? 📉McKinsey og Harvard Business Review benda með skýrum hætti á að fjárfest...
04/01/2026

Er fyrirtækið að tapa verðmætum í skammdeginu? 📉

McKinsey og Harvard Business Review benda með skýrum hætti á að fjárfesting í geðheilbrigði á vinnustöðum skilar sér fjórfalt til baka.

Sé ekkert að gert geta vinnustaðir séð fram á aukna starfsmannaveltu, minni starfsáængju, afköst og helgun og jafnvel aukin tilfelli samskiptavanda.

Janúar og febrúar eru krefjandi mánuðir. Það er þó margt sem hægt er að gera til að sporna gegn áhrifum þeirra.

Geðheilsuátak Mental er hannað fyrir íslenska vinnustaði.
Kynntu þér málið hér:
https://mentalradgjof.is/sertaekthjonusta (átak á staðnum)
https://mentalradgjof.is/course/gedheilsuatak (rafrænt átak)

Gerðu næstu mánuði að mánuðum vaxtar en ekki niðursveiflu.

Árið 2025 var ár nýrra tengsla, tækifæra og lærdóms. Við hlökkum til að taka á móti nýju ári, stútfullt af nýjum tækifær...
30/12/2025

Árið 2025 var ár nýrra tengsla, tækifæra og lærdóms. Við hlökkum til að taka á móti nýju ári, stútfullt af nýjum tækifærum, tengslum og vinnustöðum sem setja fólkið sitt í fyrsta sæti!

Við hjá Mental ráðgjöf óskum ykkar hlýrra, geðheilbrigðra og friðsælla hátíða. Megið þið finna rými fyrir hvíld, tengsla...
23/12/2025

Við hjá Mental ráðgjöf óskum ykkar hlýrra, geðheilbrigðra og friðsælla hátíða. Megið þið finna rými fyrir hvíld, tengsla og næringar.

Nákvæmni er lykillinn að þakklæti!Ef við viljum að starfsfólk finni að það sé metið af verðleikum áður en haldið er út í...
16/12/2025

Nákvæmni er lykillinn að þakklæti!

Ef við viljum að starfsfólk finni að það sé metið af verðleikum áður en haldið er út í jólafríið, þá þarf að huga að nákvæmninni.

Hættum að segja
„Vel gert í ár.“
og segjum fremur
„Ég kunni virkilega að meta hvernig þú leiðbeindir Hilju í gegnum uppgjörið. Það bjargaði verkefninu.“

Það er ekki bara hrósið sem starfsfólk er eftir, það er á höttunum eftir því að eftir því sé tekið og að það sé metið af verðleikum.

Hvaða skilaboð er verið að senda? Starfsfólk fylgist meira með þér en þú heldur. Ef þú sendir tölvupósta klukkan 21:00 á...
14/12/2025

Hvaða skilaboð er verið að senda?

Starfsfólk fylgist meira með þér en þú heldur. Ef þú sendir tölvupósta klukkan 21:00 á Þorláksmessu ertu ekki bara duglegur stjórnandi heldur ert þú að búa til þöglu kröfu um að þau eigi að vera að vinna líka.

Þú stýrir hitastiginu á vinnustaðnum.

Ef þú keyrir á of miklum hita, þá gerir fólk það líka....og stundum verður hitinn of mikill og við brennum út!

Yfir hátíðarnar aukast oft á tíðum bæði persónulegar og faglegar skyldur. Tökum stöðuna á fólkinu í kringum okkur með sp...
11/12/2025

Yfir hátíðarnar aukast oft á tíðum bæði persónulegar og faglegar skyldur.

Tökum stöðuna á fólkinu í kringum okkur með spurningum sem fá raunveruleg og innihaldsrík svör.

- Hvað er að gefa þér mesta orku þessa dagana?
- Hvað er að taka frá þér mesta orku undanfarna daga?
- Hvað þarft þú svo að ...
Spyrjum spurninganna sem skipta raunverulega máli

Gjöfin að draga úrFlestir vinnustaðir reyna að bæta við gleðina yfir hátíðirnar (boð, nammi, gjafir). En stundum felst b...
08/12/2025

Gjöfin að draga úr

Flestir vinnustaðir reyna að bæta við gleðina yfir hátíðirnar (boð, nammi, gjafir). En stundum felst besta gjöfin í því að draga úr viðburðum og álagi.

Skoðaðu verkefnalistann, finnið eitt verkefni, fund eða skýrslu sem er ekki bráðnauðsynlegt að klára og frestaðu því fram yfir áramót.

Andrými er stundum besta gjöfin!

Nú fer hver að verða síðastur til að bóka erindið Hátíðar(v)andi? Ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið konu keyra um með ...
03/12/2025

Nú fer hver að verða síðastur til að bóka erindið Hátíðar(v)andi?

Ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið konu keyra um með jólaskraut sem hár, það er bara Hilja okkar sem hefur verið á ferð og flugi undanfarið með hugvekju Mental um hátíðarnar.

Kíktu á https://mentalradgjof.is/hatidarvandi25 til að vita meira!

Mental ráðgjöf vinnur með stjórnendum, starfsfólki og vinnustöðum að stefnumótandi nálgunum til að styðja við andlega líðan og geðheilbrigði á vinnustöðum.

30-60% afsláttur af völdum vörum inni á Rafrænu Mental : StjórnendahandleiðslaVerkfærakista stjórnands Námskeið í viðver...
28/11/2025

30-60% afsláttur af völdum vörum inni á Rafrænu Mental :
Stjórnendahandleiðsla
Verkfærakista stjórnands
Námskeið í viðverustjórnun
Námskeið í Sálrænni fyrstu hjálp

Kíktu við á https://mentalradgjof.is!

Address

Kuggavogur 3
Reykjavík
104

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Mental ráðgjöf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Um Helenu Jónsdóttur sálfræðing

Boðið er upp á einstaklingsmeðferð fyrir fullorðna (18 ára og eldri nema í undantekningartilfellum) auk þess sem í boði verða hópnámskeið við sérhæfðum vanda. Námskeið verða auglýst síðar.

Hugræn atferlismeðferð (HAM) við kvíða, streitu, þunglyndi, fælni (t.d. loft- og flughræðslu), lágu sjálfsmati og svefnvanda. Auk þess er boðið upp á almenna sálfræðiþjónusta.

Ég byggi sálfræðimeðferð á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) en það er sérstakt meðferðarform sem hvílir á traustum grunni rannsókna. HAM hefur átt mikilli hylli að fagna á undanförnum árum þar sem um er að gagnsæjar aðferðir sem bera tiltölulega skjótan og mælanlegan árangur. Áhersla er lögð á að leysa núverandi vanda með markvissum vinnubrögðum.

Auk einstaklings- og hópmeðferðar mun ég bjóða úrval fræðsluerinda og stutt námskeið sem henta vel fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum.