14/09/2024
Kolbrún grasalæknir verður á Akureyri í næstu viku með 2 fyrirlestra og 1 námskeið.
Miðvikudaginn 18 september kl 20.00 til 21.00
Fyrir Garðyrkjufélag Akureyrar um 11 íslenskar lækningajurtir þeirra virkni og hvernig við getum lesið í þær út frá lit, formi, bragði, umhverfi, plánetu og fleira.
Haldið í sal Kiwanisklúbbsins við Skipagötu 14.
Fimmtudagur 19 september kl 18.00 til 19.00
Fyrir Náttúrulækningafélag Akueyrar um örveruflóruna, meltingu og bólguástand. Koma jafnvægi á líkamsstarfsemina út frá betri meltingu og betri örverur.
Haldið í félagsheimili NLFA Kjarna í Kjarnaskógi.
Laugardagur 21 september kl 11.30 til 15.00
Námskeið með Kollu grasa og Siggu sól. Dýrindis súpa innifalin og te úr íslenskum jurtum.
DÝPRI HLUSTUN Á OKKUR SJÁLF OG NÁTTÚRUNA -styður okkur inn í meira jafnvægi á líkama og sál.
Allt hefur samskipti, frumöflin (jörð, vatn, eldur, loft, rými og ljós) og frumurnar/örverurnar. Það er tíðni í öllu, þannig fara samskiptin fram. Ein tíðni hefur áhrif á aðra, það er okkar að hugsa um okkur í samhengi við náttúruna. Við komum frá náttúrunni og erum búin til úr sömu efnum og hún.
Kolla og Sigga koma með visku um það hvernig við gefum okkur dýpri hlustun á okkur sjálf og náttúruna. Kolla útskýrir svo hvað gerist í líkamanum og örveruflóruna við þetta. Náttúran leitast alltaf við að koma sér í jafnvægi.
Haldið í Hjartanu Hrafnagilsskóla
Verð:12.000 kr
Skráning í síma
Sigga sól 863 6912
Eða tölvupóst kolbrun@jurtaapotek.is
Kolbrún hefur yfir 30 ára reynslu sem grasalæknir tekið einkaviðtöl við 30.000 manns, lært ýmislegt á þessum árum hvernig allt tengist.
Sigga sól er nátturuáhugakona sem notar kakó, heilun og náttúruna til að hjálpa sér og öðrum.
Kolbrúnu hlakkar til að hitta ykkur norðanmenn og fræða ykkur með ósk um sól í hjarta.