Yoga & Heilsa

Yoga & Heilsa Yoga & Heilsa er hlýlegt og vinalegt yogastúdíó í Síðumúla 15.

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af yogatímum, persónulega kennslu og leggjum mikla áherslu á að hver og einn geti fundið yoga við sitt hæfi.

Nýja heimilisfangið okkar er Faxafen 10, 2. hæð.Á 1. hæð er verslunin Módern og beint á móti innganginum okkar á 2. hæð ...
04/08/2025

Nýja heimilisfangið okkar er Faxafen 10, 2. hæð.
Á 1. hæð er verslunin Módern og beint á móti innganginum okkar á 2. hæð er Golfverslunin Örninn.

Við erum þarna á Faxatorgi í góðum félagsskap nokkurra fyrirtækja og það eru tveir inngangar fyrir efri hæðina. Salurinn okkar er nær inngangi A á myndinni sem er nær Miklubrautinni.

Námskeiðin okkar byrja 9. september og eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Að stunda jóga hefur sýnt sig að það st...
29/07/2025

Námskeiðin okkar byrja 9. september og eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Að stunda jóga hefur sýnt sig að það styrkir og liðkar líkamann og skerpir hugann. Aldagömul hefð en með nýjum kennsluaðferðum og meiri áherslu á að hver einstaklingur finni sinn takt, takmörk og markmið.

Yoga & Heilsa er rúmlega 6 ára gamalt jógastúdíó en var að flytja í nýtt húsnæði að Faxafeni 10, 2. hæð.

19/07/2025
Í fjórða sinn fer Yoga&Heilsa með hóp til Krítar að stunda jóga í litlu stúdíói hjá YogaonCrete.Staðurinn er dásamlegur ...
18/06/2025

Í fjórða sinn fer Yoga&Heilsa með hóp til Krítar að stunda jóga í litlu stúdíói hjá YogaonCrete.
Staðurinn er dásamlegur og hefur þetta eitthvað sem togar mann til sín aftur og aftur.
Jóga, sól, sjór, hollur og góður matur og yndislegir gestgjafar. Virkilega góð blanda.

LOKAÐ Í SUMARÞví miður mun jógastúdíóið okkar loka í lok maí hér í Síðumúla 15. Við leitum að nýju húsnæði og getum vona...
28/05/2025

LOKAÐ Í SUMAR
Því miður mun jógastúdíóið okkar loka í lok maí hér í Síðumúla 15. Við leitum að nýju húsnæði og getum vonandi opnað aftur í haust á nýjum stað.
Þetta er auðvitað virkilega leiðinlegt því salurinn okkar er einstaklega góður jógasalur að svo mörgu leyti og við höfum átt margar góðar stundir þar. Við lokum 28. maí og í júní förum við Nílla með tvo jógahópa til Krítar en allt annað kemur í ljós síðar. ❤

Hægt að lesa nánar hér:
https://yogaogheilsa.is/lokad-i-sumar/

NOKKUR LAUS PLÁSSUppselt er í öll herbergin í Jóga-retrít ferðina okkar þann 11. – 18. júní. En þeir sem vilja bætast vi...
30/04/2025

NOKKUR LAUS PLÁSS
Uppselt er í öll herbergin í Jóga-retrít ferðina okkar þann 11. – 18. júní. En þeir sem vilja bætast við í ferðina geta pantað sér sjálfir gistingu en verið með okkur í jóga og í matnum. Það eru 2 þannig laus pláss.

Skráið ykkur í linknum hér að neðan 🌸

Nokkur laus pláss með sér gistingu Uppselt er í öll herbergin í Jóga-retrít ferðina okkar þann 11. – 18. júní. En þeir sem vilja bætast við í ferðina geta pantað sér sjálfir gistingu en verið með okkur í jóga og í matnum. Það eru 2 þannig laus pláss. Staðurinn Chora S...

KOMDU MEÐ OKKUR Í JÓGA-RETRÍT Á KRÍT✨ Jógaferð sem hentar bæði byrjendum sem lengra komnum. Dagana 11. - 18. júní. Staðs...
02/04/2025

KOMDU MEÐ OKKUR Í JÓGA-RETRÍT Á KRÍT✨
Jógaferð sem hentar bæði byrjendum sem lengra komnum. Dagana 11. - 18. júní. Staðsett í bænum Chora Sfakion sem er einstaklega endurnærandi og fallegur staður. Endurstilling fyrir líkama og sál🐚

Skráðu þig hér:
https://yogaogheilsa.is/joga-retrit-a-krit/

28/03/2025

HUGARRÓ - Í ÁTT AÐ BETRI HEILSU - NÁMSKEIÐ
Á þessu námskeiði ætlum við að kyrra hugann, róa taugakerfið, mýkja líkamann og auka andlega vellíðan. Markmið námskeiðsins er að hlúa að okkur sjálfum í mýkt, að auka vellíðan með því að hreyfa líkamann með mjúkum teygjum og hreyfingum, að kyrra hugann með öndunaræfingum, að endurnæra líkamann og taugakerfið með yoga nidra hugleiðslu og djúpslökun og að taka skref í átt að betri heilsu. ✨

Nánar um námskeið í kommenti hér að neðan

03/03/2025

ATHUGIÐ BREYTT TÍMASETNING - HEFST 11.MARS
Á þessu námskeiði ætlum við að kyrra hugann, róa taugakerfið, mýkja líkamann og auka andlega vellíðan. Markmið námskeiðsins er að hlúa að okkur sjálfum í mýkt, að auka vellíðan með því að hreyfa líkamann með mjúkum teygjum og hreyfingum, að kyrra hugann með öndunaræfingum, að endurnæra líkamann og taugakerfið með yoga nidra hugleiðslu og djúpslökun og að taka skref í átt að betri heilsu. ✨

Nánar um námskeið í kommenti hér að neðan

NÝTT NÁMSKEIÐ - YIN & BANDSVEFSLOSUN - HEFST 17. MARSUnnið er með stoðkerfið, sogæða- og taugakerfið. Gerum yin yoga stö...
28/02/2025

NÝTT NÁMSKEIÐ - YIN & BANDSVEFSLOSUN - HEFST 17. MARS
Unnið er með stoðkerfið, sogæða- og taugakerfið. Gerum yin yoga stöður og notum bolta – allt til þess að mýkja upp bandvefinn, auka blóðflæði, liðleika og bæta almenna líðan. Notum öndun til þess að komast betur inn í stöður og nær rótum vandans sem liggur oft djúpt og við notum slökun til að gefa líkama og huga tækifæri til að vinna í kyrrðinni. ✨

Nánar um námskeið í linknum hér að neðan

28/02/2025

MEÐ MÝKT OG MILDI - NÁMSKEIÐ HEFST 6. MARS
Á námskeiðinu vinnum við með streitu, verki og þreytu í gegnum slökunarjóga (yin og restorative) og djúpslökun eða yoga nidra, sem er í raun liggjandi leidd hugleiðsla. Allar stöðurnar eru gerðar með stuðningsáhöldum eins og kubbum, teppum og púðum. Þannig náum við að liggja lengur í stöðunum og slaka vel á líkamanum. 🌟

Nánar um námskeið í linknum hér að neðan 👇

JÓGA 50/50 - NÁMSKEIÐ HEFST 5. MARSNámskeið fyrir öll 50 ára+ sem þurfa fjölbreyttari hreyfingu fyrir liði og vöðva og k...
28/02/2025

JÓGA 50/50 - NÁMSKEIÐ HEFST 5. MARS
Námskeið fyrir öll 50 ára+ sem þurfa fjölbreyttari hreyfingu fyrir liði og vöðva og kyrrari huga. Helmingur hvers tíma er líkamlega styrkjandi og helmingur er liðkandi og slakandi. Innifalið er aðgangur að öllum tímum í stundaskrá. 🧘

Nánar um námskeið í linknum hér að neðan 👇

Address

Síðumúli 15, 3. Hæð
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 07:00 - 21:00
Tuesday 07:00 - 21:00
Wednesday 07:00 - 21:00
Thursday 07:00 - 21:00
Friday 07:00 - 21:00
Saturday 10:00 - 13:00

Telephone

+3547702226

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Yoga & Heilsa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Yoga & Heilsa:

Share

Category

Yoga fyrir alla

Við hjá Yoga&Heilsa elskum að kenna yoga og leggjum mikinn metnað í kennsluna okkar. Við viljum sjá nemendur okkar vaxa og dafna á sinni yogavegferð og leggjum metnað í að veita sem besta kennslu svo yoganemandinn sjái sjálfan sig stöðugt vera öðlast andlegan og líkamlegan styrk. Við erum með fullkominn yogabúnað til þess að kenna yoga fyrir alla á öllum getustigum. Við vitum að það þarf að huga að mörgum þáttum þegar kemur að því að hugsa vel um heilsuna og við erum því ákaflega stolt að geta boðið uppá dásamlega búningsaðstöðu, sturtur, sauna, heitan og kaldan pott ásamt flotlaug. Allt til að gera þína upplifun sem besta.

Namaste