
03/09/2025
Í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð er leitast við að losa um spennu í bandvef og hreyfa við höfuðbeinum og spjaldbeini. Þannig losnar um himnurnar sem eiga það til að festast við beinin og við náum að losa um spennu.
Notaður er léttur þrýstingur eða tog til að meðhöndla himnurnar sem umlykja miðtaugakerfið. Meðferðin vinnur með líkamanum í að auka eigin getu til að efla starfsemi miðtaugakerfisins og efla ónæmiskerfið.
Flestir finna mikinn mun eftir fyrsta tíma og töluverðan mun eftir tíma 2.
Gott er að koma í þrjá til fjóra tíma með viku til tveggja vikna millibili til að hámarka árangur. Sumir hafa gert þessa meðferð að lífsstíl og koma á þriggja vikna fresti eftir það og þá er tilvalið að velja styttri tímann.
Tímabókanir hér: https://noona.is/andlegasetrid