
11/09/2025
Það er mér sönn ánægja að starfa í svona metnaðarfullu teymi 💚
Í Grænuhlíð legg ég mitt af mörkum í vinnu sem snýst um að efla seiglu, vellíðan og tengsl, bæði við okkur sjálf og aðra.
Alda Pálsdóttir er menntaður iðjuþjálfi og býður upp á áfalla- og tengslamiðaða meðferð fyrir fullorðna, ungmenni og fjölskyldur með það að markmiði að efla færni, þátttöku og vellíðan í daglegu lífi.
Hún leggur áherslu á að skapa innsæi í hvernig streita, áföll og áreiti úr umhverfinu hafa áhrif á líðan og hegðun og vinnur með að byggja upp bjargráð sem nýtast bæði heima, í skóla og á vinnustað.
Alda styðst við líkamsmiðaða nálgun, hreyfingu, ígrundun og tengingu við náttúruna til að efla tengsl við eigin líkama, auka seiglu og styðja einstaklinga til að upplifa aukið val og lifa lífi sem hefur þýðingu fyrir þá sjálfa