12/12/2025
Nú er komið að okkar árlegu jólahátíð og af því tilefni verður opið hús í Síðumúlanum fimmtudaginn 18. desember milli kl. 15:00 - 17:30.
Við bjóðum upp á heitt súkkulaði með rjóma og jólaöl ásamt öðru góðgæti um leið og við verðum með sölu á ýmsum varningi frá okkar skjólstæðingum. Einnig verða til sölu nýbökuð krydd- og döðlubrauð.
Hlökkum til að sjá ykkur!