
24/09/2025
Parta vinnu námskeið og gerum gott betra - https://mailchi.mp/22d024c565ec/vi-hfum-opna-smajnustu-13844740
Átt þú í erfiðleikum með samskipti við vini, kunningja, vinnufélaga, fjölskyldumeðlimi? Hugsanlega er hjálpina að finna hjá okkur?
Ármúli 40 (3. Hæð)
Reykjavík
108
Monday | 09:00 - 16:00 |
Tuesday | 09:00 - 16:00 |
Wednesday | 09:00 - 16:00 |
Thursday | 09:00 - 16:00 |
Friday | 09:00 - 16:00 |
Be the first to know and let us send you an email when Lausnin fjölskyldu- og áfallamiðstöð posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Send a message to Lausnin fjölskyldu- og áfallamiðstöð:
Markmið starfsemi Lausnarinnar er að veita ðllum þeim einstaklingum stuðning, fræðslu og þá hjálp sem til þarf til að bæta lífsgæði sín og stuðla eðlilegu og heilbrigðu lífi. Meðvirkir einstaklingar eru undantekningarlaust með brotna sjálfsmynd að litlu eða stóru leiti. Meðvirkir einstaklingar hafa lifað löngum tímum uppfullir af innri vanlíðan, skömm og sektarkennd vegna þess að uppeldi þeirra var á einhvern hátt ekki fullnægjandi og þar með búa þeir við skort, ranghugmyndir eða getuleysi í einhverri mynd í sínu daglega lífi. Samkvæmt helstu meðvirknifræðingum Bandaríkjanna, (Piu Mellody, John Bradshow) þá er meðvirkni grunnur allra fíkna, þ.a.l. ef ekki er unnið í meðvirknina í lífi okkar þá munum við leita inn í fíkn í einhverri mynd til að flýja sársaukann sem er innra með okkur. Ef þú nærð að hætta einni fíkn án þess að vinna í innri sársaukanum (grunninum) þá munt þú finna þér aðra eða falla aftur í gömlu fíknina. Við vitum að áfengis- og vímuefnafíkn er gífurlegt vandamál hér á landi og bandarískar rannsóknir sýna að í kringum hvern fíkil eru að meðaltali 4 einstaklingar sem verða fyrir andlegum skaða vegna fíkilsins. Við vitum það einnig að fíkillinn sjálfur átti við andleg vandamál að stríða áður en hann fór út í neyslu, það sem við vitum einnig í dag er að meðvirkni er alls ekki bundin við alkóhólískar aðstæður. Meðvirkni verður til við langvarandi vanvirkar aðstæður í æsku, það getur helgast af meðvirkum foreldrum, óþroskuðum, langveikum eða uppalendum sem eiga við geðræn vandamál að stríða og ekki má gleyma foreldrum sem vankunnáttu sinnar vegna vita ekki hverjar eru eðlilegar þarfir barns í uppvextinum. Meðvirknivandinn byrjar í æsku og er að okkar mati stærsta heilbrigðisvandamál íslensks samfélags í dag.