12/01/2026
Dagskrá vikunnar
Í dag líkt og aðra mánudaga mætir Bjarni Hall með gítarinn.
Baddi eins og hann er kallaður, hefur verið að koma á Grund í nokkur ár á mánudögum og er alltaf mikið fjör þegar hann er í húsi. Baddi byrjar með fyrri söngstundina í hátíðasal kl. 13:30 og færir sig svo yfir á Litlu og Minni Grund í beinu framhaldi, og oft eru einhverjir sem ekki hafa fengið nóg og fylgja Badda yfir á milli til að halda söngnum áfram.
Á miðvikudag verður morgunstund á sínum stað í hátíðasal kl. 9:30 – 11:00. Í morgunstund er farið yfir fréttir dagsins, sungið, gerðar léttar æfingar, boðið uppá kaffisopa og tekið á móti góðum gestum. Gestur stundarinnar þessa vikuna er tónlistarkonan Marsibil Una Gíslrún Schram og ætlar hún að segja aðeins frá sér og flytja nokkur lög.
Kóræfingar halda áfram á miðvikudögum í hátíðasal kl. 14-15. Stjórnandi kórsins er Kristín Waage organisti. Kórinn er opinn heimilisfólki, aðstandendum og öðrum velunnurum. Áhugasamir geta sett sig í samand við Kristínu á netfangið kristin@grund.is
Á föstudag verður Jón Ólafur á ferð um húsið með nikkuna. Jón byrjar með söngstund á Litlu og Minni Grund rétt fyrir hádegismatinn og verður svo úti í hátíðasal klukkan 13:30.
Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta verður næsta sunnudag í hátíðasal heimilisins og hefst hún klukkan 14:00.
Auk alls þessa verða aðrir fastir liðir eins og tómstundavagn, boccia, stólaleikfimi ofl. á sínum stað samkvæmt stundaskrám