Hönd í hönd doula

Hönd í hönd doula fæðingarfræðsla og douluþjónusta Fjölþætt þjónusta,stuðningur og ráðgjöf við verandi og nýja foreldra.

Umsagnir frá fyrri þátttakendum:,,Ég lærði svo margt í þessu námi, um doulur og stuðning en ekki síst um mig",,Ég lærði ...
23/08/2025

Umsagnir frá fyrri þátttakendum:

,,Ég lærði svo margt í þessu námi, um doulur og stuðning en ekki síst um mig"

,,Ég lærði svo óendanlega margt hjá Soffíu og það átti stærstan þátt í að ég fór óttalaus inn í fæðingu seinni dóttur minnar.

,,Stemningin sem myndaðist í náminu var ótrúlega gefandi. Nándin og samveran stendur upp úr"

,,Námið setti svo margt í lífi mínu í samhengi og ég fékk svo mikinn innblástur sem mun fylgja mér út lífið"

🌷 Nám með hjartanu 🌷 Doulunám 2025Ertu tilbúinn að stíga inn í heim stuðnings og dýpri skilnings á fæðingarferlinu? Að g...
18/08/2025

🌷 Nám með hjartanu 🌷

Doulunám 2025

Ertu tilbúinn að stíga inn í heim stuðnings og dýpri skilnings á fæðingarferlinu? Að ganga inn í fegurð upphafs lífs?

Við erum að fara að byrja í lok ágúst með doulunámið þar sem við förum á dýptina í fæðingarferlið?

Hvað lærir þú í náminu?

Starfsvið doulunnar og fagmennska í tengslum við fæðingar

allt um uppbyggingu vitjana á meðgöngu og í sængurlegu

Líkamlegar breytingar á meðgöng

allt um stuðning í ólíkum fæðingum.

Praktíska nálgun á fyrstu dagana eftir fæðingu

meira um eigin upplifun af foreldrahlutverkinu

Hvað er innifalið?

Átta námskeiðsdagar yfir nokkurra mánaða tímabil

Stuðningur og handleiðsla í gegnum námið

Íslenskt námsefni

Aðgangur að netnámskeiðinu „Inn í kjarnann"

✨ Áhætta í fæðingum ✨Það sem flokkast sem áhættufæðing á einum stað getur verið fullkomlega eðlileg fæðing á öðrum. Þess...
10/07/2025

✨ Áhætta í fæðingum ✨

Það sem flokkast sem áhættufæðing á einum stað getur verið fullkomlega eðlileg fæðing á öðrum. Þess vegna er áhætta er ekki bara líffræðileg – hún er líka mótuð af menningu, umhverfi, gildum og kerfinu sjálfu.

✨Mæður með fyrri keisara fá stuðning og hvatningu til að fæða næsta barn um leggöng á Íslandi en annars staðar gæti hún þurft að fara í endurtekin keisara án þess að hafa val um annað.
✨Að fæða á sjúkrahúsi er áhættusamt í augum sumra en öruggur og styrkjandi kostur fyrir aðrar.
✨Tvíburafæðing getur verið talin mjög áhættusöm á einum stað en unnin með mikilli virðingu og einstaklingsmiðuðum stuðningi í öðru.

Engin kona, meðganga né fæðing er eins og því er mikilvægt að foreldrar taka upplýsta ákvörðun út frá sínum forsendum og hafa í huga að
🌸Það skiptir máli hver metur áhættuna.
🌸Það skiptir máli hvar þú ert.
🌸Það skiptir máli hvaða stuðningur er í boði.
🌸Það skiptir máli hvaða hugmyndir og gildi þú hefur

Við trúum því að upplýst ákvörðun, virðing fyrir ólíkum aðstæðum og traust á líkama og innsæi kvenna sé lykillinn að öruggri og styrkjandi fæðingu.

Doulur hafa það eina hlutverk að vera til staðar og sinna ekki öðrum skyldum eða verkefnum meðan þær eru í fæðingu.Samfe...
18/04/2025

Doulur hafa það eina hlutverk að vera til staðar og sinna ekki öðrum skyldum eða verkefnum meðan þær eru í fæðingu.

Samfelld viðvera

Samfelld hlýja

Samfelld samskipti

Þú getur alltaf haft samband og femgið meiri upplýdingar um þjónustuna okkar og hvernig stuðning við getum veitt. Samtal án allra skuldbindinga.

Fallegt samfélag doula á Íslandi 🤍                                         Í framhaldsdoulunáminu hefur skapast dýrmætur...
29/03/2025

Fallegt samfélag doula á Íslandi 🤍 Í framhaldsdoulunáminu hefur skapast dýrmætur hópur kvenna sem eiga það sameiginlegt að vilja læra meira um doulustarfið. Það er mikilvægt að geta átt samtöl, deilt hugleiðingum og fundið samstöðu í góðra kvenna hópi ✨

Þessi vika “world doula week” er tileinkuð doulum um allan heim og þeirra mikilvæga starfi. Stuðningur doulu er ótrúlega...
24/03/2025

Þessi vika “world doula week” er tileinkuð doulum um allan heim og þeirra mikilvæga starfi. Stuðningur doulu er ótrúlega mikilvægur og reynslusögur kvenna á Íslandi staðfesta það auk fjölda erlendra rannsókna.

Þrjár doulur starfa hjá doula.is

🩵 Guðrún
🩵 Halla
🩵Soffía

Fæðingar og femínismi eru djúptengd. Að færa konum aftur vald og sjálfræði yfir eigin líkama, tryggja jafnrétti í foreld...
17/03/2025

Fæðingar og femínismi eru djúptengd. Að færa konum aftur vald og sjálfræði yfir eigin líkama, tryggja jafnrétti í foreldrahlutverkinu og stuðla að þjónustu fyrir allar konur óháð uppruna eða félagslegri stöðu, en jafnframt að sú þjónusta sé val hverrar konu og að valið sé upplýstur valkostur 🙌

Erasmus samstarfsverkefni Hönd í hönd doula og króatísku doulusamtakanna leiddi af sér framhaldsdoulunám sem hefur verið...
24/02/2025

Erasmus samstarfsverkefni Hönd í hönd doula og króatísku doulusamtakanna leiddi af sér framhaldsdoulunám sem hefur verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi.

Myndin er frá því í sumar þegar við vorum saman með opið hús fyrir verðandi foreldra og sýndum hvernig er hægt að nota Rebozo í fæðingu.

Samstarfsverkefnið fól í sér heimsóknir til Króatíu og að fara til Króatíu. Vinnuferðir voru mikilvægar fyrir þróun námsins þar sem við gátum unnið saman og látið hugann reika sem og fengið ómetanlega innsýn í menningu og hefðir beggja landa varðandi fæðingar og stuðning á meðgöngu og í fæðingu.

Samstarfið opnaði augu þátttakenda fyrir ólíkum aðstæðum og háttum. Að fara til Króatíu var lærdómsríkt og veitti dýrmæta yfirsýn yfir aðstæður þar. Jafnframt gafst okkur tækifæri til að taka á móti króatísku douluunum á Íslandi, þar sem þær fengu að upplifa íslenska fæðingarhefð og stuðningskerfi. Þessi gagnkvæma miðlun reynslu hjálpaði til við að setja eigið umhverfi í nýtt samheng og var að sama skapi innblástur fyrir þær og setti hlutina í samhengi fyrir þær.

Útkoman, framhaldsdoulunámið, byggir á þessari samræðu og samvinnu og endurspeglar breiða sýn á stuðning við verðandi foreldra. Það markar nýtt skref í menntun doulna og sýnir fram á gildi menningarsamskipta og alþjóðlegs samstarfs í þróun náms.

Námið er enn á fullri ferð og næsta námshelgi er í byrjun mars.

Ég bað um mynd af fullkominni fæðingu og fékk mynd með þeim orðum að fullkomin fæðing væri fæðing með góðum stuðningi, h...
12/02/2025

Ég bað um mynd af fullkominni fæðingu og fékk mynd með þeim orðum að fullkomin fæðing væri fæðing með góðum stuðningi, hlýju og valdeflingu.

Fullkomin fæðing er auðvitað hugmyndafræði sem ekki er til í raunhæfri mynd en ég get tekið undir að stuðningur, hlýja og valdefling er flest sem þarf í öllum fæðingum.

Chat GPT segir:Umhverfi skiptir miklu máli í fæðingu því það hefur bein áhrif á hvernig líkaminn og hugurinn bregðast vi...
05/02/2025

Chat GPT segir:

Umhverfi skiptir miklu máli í fæðingu því það hefur bein áhrif á hvernig líkaminn og hugurinn bregðast við fæðingarferlinu. Hér eru nokkur lykilatriði sem útskýra mikilvægi umhverfisins:

Öryggi og ró: Þegar fæðandi einstaklingur finnur til öryggis og róar getur líkaminn framleitt meira af oxýtósíni, hormóni sem örvar samdrætti legsins og stuðlar að framgangi fæðingar. Streita eða óöryggi getur hins vegar aukið framleiðslu á adrenalíni sem hægir á fæðingunni.

Ljós og hljóð: Dimmara ljós og mjúk hljóð skapa slakandi andrúmsloft sem hjálpar fæðandi einstaklingi að einbeita sér að líkamsviðbrögðum sínum. Sterkt ljós og hávaði geta truflað einbeitinguna og aukið spennu.

Persónulegur stuðningur: Nærvera fólks sem fæðandi treystir, eins og maka, fjölskyldu eða doulu, getur haft gríðarleg áhrif á upplifunina. Andlegur stuðningur dregur úr kvíða og bætir útkomu fæðingar.

Einkalíf og virðing: Að hafa næði og finna að maður fær að ráða ferðinni eykur tilfinningu fyrir stjórn og virðingu, sem skiptir miklu máli fyrir jákvæða fæðingarupplifun.

Líkamleg þægindi: Aðgengi að hlutum eins og baði, fæðingabolta, dýnum eða öðrum hjálpartækjum gerir fæðandi kleift að hreyfa sig frjálst og finna þær stöður sem draga úr óþægindum.

Lykt og snerting: Notkun á náttúrulegum ilmolíum eða hlutum sem minna fæðandi á heimilið getur stuðlað að vellíðan. Hlý teppi eða mjúk ábreiða gefur líka hlýju og öryggi.

Þegar fæðingarumhverfið er hannað með þessum þáttum í huga getur það bætt bæði líkamlega og andlega heilsu móður og barns. Þetta er eitthvað sem doulur og fæðingarfræðarar leggja oft áherslu á í undirbúningi fæðingar.

Viltu að ég útfæri þetta nánar?

Bara ef þú getur, því fyrir flest er langt ferli framundan ❤️
28/01/2025

Bara ef þú getur, því fyrir flest er langt ferli framundan ❤️

Framhaldsdoulunámið á Íslandi er nú hálfnað og hefur það verið einstakt og gefandi ferðalag fyrir okkur hjá Hönd í hönd ...
24/01/2025

Framhaldsdoulunámið á Íslandi er nú hálfnað og hefur það verið einstakt og gefandi ferðalag fyrir okkur hjá Hönd í hönd og þátttakendur.

Námið er hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni í samvinnu við Króatísku doulusamtökin og hefur hlotið styrk frá Erasmus+ áætluninni.

Í náminu hefur verið lögð áhersla á að dýpka þekkingu og skilning á hlutverki doulu, bæði faglega og persónulega. Fjallað hefur verið um mikilvæga þætti eins og stuðning í fæðingum, Rebozo tækni, siðfræði í fæðingum og mannréttindi í tengslum við fæðingar. Í þessum námskeiðum hefur verið skapað rými fyrir umræðu og ígrundun sem hafa styrkt þátttakendur í starfi sínu sem doulu.

Með þessu námi höfum við ekki aðeins eflt okkar eigin færni heldur einnig aukið meðvitund um mikilvægi douluþjónustu í samfélaginu. Samstarfið við Króatísku doulusamtökin hefur verið ómetanlegt og veitt okkur nýja sýn og aðferðir sem styrkja okkur í því að veita stuðning við fjölskyldur og komið með hugmyndir að nýrri nálgun á verkefni og kennsluaðferðir.

Við erum þakklát fyrir stuðning Erasmus+ sem gerir okkur kleift að taka þátt í slíku alþjóðlegu samstarfi og halda áfram að efla starf doulu á Íslandi.

Með þessu námi hefur vitneskja og þjónustuskilningur doula dýpkað á öllum sviðum fæðingarferlisins.



Address

Suðurgata 41
Reykjavík
220

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hönd í hönd doula posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hönd í hönd doula:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Um okkur

Soffía Bæringsdóttir fjölskyldufræðingur MA og doula.

Helstu viðfangsefni: Pararáðgjöf þar sem unnið er út frá tengslamiðaðri nálgun og samskiptamynstri. Uppeldisráðgjöf með tengsl og virðingu í huga Fjölskyldumeðferð Fæðingarundirbúningur og fæðingarundirbúningsnámskeið Fæðingarfylgd/ douluþjónusta

Aðstaðan er í Síðumúla 10 soffia@hondihond.is